Reykjavíkurborg hefur fjárfest í starfsumhverfi leikskóla fyrir 4 milljarða króna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 19. september 2023 15:31 Síðustu sjö árin hefur mikil og metnaðarfull umbótavinna verið unnin af hálfu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem og fagaðila innan skólasamfélagsins í borginni með dyggum pólitískum stuðningi meirihlutans í Reykjavík. Þessi mikla og góða vinna hefur hvorki farið hátt né verið slegið upp í fyrirsögnum fjölmiðla en um er að ræða rúmlega 4 milljarða króna fjárfestingu í bættu starfsumhverfi, bættu faglegu skipulagi innan leikskólans og bættri starfsaðstöðu. Það er fyrir utan viðhald og endurbætur mannvirkja, nýjar Ævintýraborgir og launahækkanir sem komið hafa fram í kjarasamningum. Það er miður hvað umræðan hefur takmarkast við afleiðingar brýnna viðhaldsverkefna, viðhalds vegna rakavandamála og þeirri erfiðu og viðkvæmu stöðu að geta ekki brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eins hratt og áætlanir gerðu ráð fyrir eins og skýr vilji stendur til. Sjö ára uppbótartími í átt að betra starfsumhverfi Árið 2016 varStarfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík,skipaður, til rýna stöðuna og skilaði af sér umfangsmiklum tillögum í febrúar 2018 en í honum voru fulltrúar fagfólks úr skólasamfélaginu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kjörnir fulltrúar og aðrir hagaðilar á leikskólastiginu. Til að reyna sporna við vanda mönnunar, og til að viðhalda endurnýjun í stéttinni, lögðust menn á eitt við að skoða hvar sóknarfærin lágu en markmiðið hópsins var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að bæta starfsumhverfi leikskólakennara, auka stuðning við fagsétt þeirra, fjölga þeim og skoða leikskólakennaranámið. Áfram hélt vinnan og mikilvæg skýrsla umUmbætur og skipulag leikskólastarfs leit dagsins ljós árið 2021, markmið var að skoða leiðir til að tryggja fagmennsku í leikskólum, draga úr álagi á börn og starfsfólk og auka gæði leikskólastarfs með þarfir barna í huga. Á sama tíma hófst innleiðing á styttingu vinnuvikunnar og voru miklar vonir bundnar við bætta líðan starfsfólks, meiri stöðugleika í starfsmannahaldi og nýliðun samhliða þeim tillögum sem búið var að samþykkja. 4 milljarða króna fjárfesting Hvar eru þessir fjórir milljarðar króna niður komnir? Þeir sjást ekki í mannvirkjum, búnaði eða tækjum - heldur eru samofnir starfsumhverfinu, mannauðnum sem þar vinnur og bættri starfsaðstöðu. Stærstu breytingarnar voru að rými barna inni á leikskólanum var aukið, stöðugildum fyrir 4 ára og 5 ára börn var fjölgað, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara var aukinn. Þetta var gert til að koma til móts við kröfur um að efla faglegt innra starf leikskólans, draga úr álagi og tryggja svigrúm til undirbúnings. Fjármagni var veitt til heilsueflingar og eflingu liðsheildar. Heimild hefur verið veitt til að fella niður leikskólagjöld á milli jóla og nýárs, í dymbilviku og vetrarfríum, sem gerir stjórnendum kleift að gefa starfsmönnum frí og gera starfsumhverfið samhliða fjölskylduvænna. Úthlutun vegna veikinda afleysinga var breytt úr stöðugildum í fjármagn. Fjárheimildir voru veittar til þess að minnka vinnuskyldu eldri starfsmanna til halda í þekkingu en skapa meiri sveigjanleika. Móttaka nýliða var efld til að koma til móts við aukið ákall um stuðning við fagstéttina, til að auka stöðugleika í starfsmannahópnum og minnka starfsmannaveltu. Stuðningur var aukinn við nýja leikskólakennara, boðið var upp á handleiðslu fyrir leikskólakennara vegna erfiðra mála í starfi en með Betri borg fyrir börn var stoðþjónusta leikskóla færð nær leikskólanum en áður. Átak í kynningu á námi og starfi Víðtækt átak var gert til að kynna námið, starfsumhverfið og koma með fjölbreyttar námsleiðir í von um að auka umsóknir í námið. Bæði voru gerð kynningarmyndbönd, störf á Skóla- og frístundasviði kynnt á Framadögum og innan nemenda Háskóla Íslands. Viðurkenningar eru veitt fyrir meistaraverkefni til að vekja athygli á störfum leikskólans. Þetta átak hefur borið árangur en aðsókn í nám í leikskólakennarafræði hefur aukist á síðustu árum. Nýjasta viðbótin er ný námsleið sem hófst í haust, fagháskólanám í leikskólafræði, fyrir fólk með umtalsverða reynslu af störfum í leikskóla en er án kennsluréttinda. Hækkun launa, sveigjanleiki til starfsþróunar og stytting vinnuviku Starfsfólki er veittur margvíslegur sveigjanleiki til starfsþróunar, leiðir til viðurkenningar í starfi og áfangar. Sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólakennararéttindi voru settar í gang. Laun hafa hækkað fyrir alla starfshópa jafnt og þétt og sérstök áhersla á hækkun lægstu launanna. Í dag er grunnlaun leikskólakennara á pari við grunnlaun grunnskólakennara. Við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar voru bundnar miklar vonir við bætta líðan starfsfólks, meiri stöðugleika í starfsmannahaldi og nýliðun, samhliða þeim tillögum sem búið var að samþykkja. Niðurstöður úr könnun stofnunar ársins 2022 eru 66% svarenda mjög eða frekar ánægðir með styttinguna en einungis 19,7%% eru frekar eða mjög óánægðir. Glíman við mannekluna viðvarandi verkefni Mikilvægt er að hlúa að starfsfólkinu og þar sem mönnum er viðvarandi verkefni leikskólans var brýnt að skoða skipulag leikskóla og koma með tillögur til frekari umbóta á starfsumhverfi einmitt til að halda í gott starfsfólk, hlusta á fagfólkið á gólfinu og gera leikskólastarf af eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Ein leiðin sem lögð var til á síðasta kjörtímabili var að stytta dvalartíma leikskólans en reynsla hafði komist á skertan opnunartíma vegna Covid. Umdeild ákvörðun og ekki yfir gagnrýni hafin. Niðurstöður úr spurningakönnun til stjórnenda leikskóla sýndi óyggjandi ávinnig bæði starfsfólks og stjórnenda af styttingu dvalartíma en starfsfólk var glaðara og ánægðara, minna um veikindi, vinnustaðurinn varð fjölskylduvænni, minna álag á starfsfólk og stjórnendur, auðveldara varð að skipuleggja starfsemina, fleiri hendur með börnin í upphafi dags og mönnun varð auðveldari. Ný afleysingastofa Reykjavíkurborgar hefur tekið til starfa einmitt til að stuðla að meiri fjölbreytileika í ráðningum og fara nýjar leiðir í mönnun á starfsstöðum borgarinnar eins og leiksskólans. Samfylkingin stóð með starfsumhverfi og starfsfólki leikskólans Undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsaðila í meirihlutanum var tekin pólitísk ákvörðun fyrst eftir hrun að forgangsraða málefnum leikskólans þannig að fyrst um sinn var staðið vörð um mikilvæga grunnþjónustu og störfin varin. Þegar betur áraði var tekin ákvörðun um að hlúa að starfsfólkinu, betrumbæta starfsumhverfið, gefa stjórnendum fleiri verkfæri til stjórnunar og starfseflingar, hlúa að endurmenntun og starfsþróun starfsmanna, auka rými barna í leikskólanum, greiða fleiri undirbúningstíma og auka stuðning við stjórnendur og starfsfólk. Laun allra starfshópa voru hækkuð og að lokum ráðist í Brúm bilið, sem fólst í að fjárfesta í nýjum leikskólum samhliða að ráðast í endurbætur og viðhald. Viðhaldsverkefni hafa orðið umfangsmeiri en til stóð í upphafi en 363 pláss eru í bið vegna viðhalds, áætlanir gera ráð fyrir að 265 af þeim losni á næsta ári. Vegna þessa hefur aðgerðaáætlun Brúum bilið seinkað og samhliða hafa orðið tafir á framkvæmdum við opnun nýrra leikskóla en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að í fyrra opnuðu 6 nýir leikskólar með tæplega 600 ný pláss - sem er meiri fjölgun en nokkur dæmi eru um í 90 ára sögu leikskólastarfs í Reykjavík. Næsti áfangi Brúum bilið eru 800 pláss með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla og fjölgun hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Takk fyrir þolinmæði og seiglu í starfi Það er kominn tími til að tala upp leikskólastarfið í Reykjavík, allt það frábæra starf sem unnið er víða um borgina okkar. Sú þrotlausa vinna sem unnin hefur verið af fagfólkinu okkar er í senn þakkarverð enda hefur Reykjavíkurborg lagt mikið upp úr að halda í gott starfsfólk og valdefla það sem fyrir er. Það er aðdáunarvert hvað leikskólastjórar og starfsfólk hafa náð að mæta þörfum barnanna í borginni á erfiðum tíma framkvæmda og viðhalds og vil ég þakka öllu starfsfólki leikskólanna í borginni og fólkinu okkar í stjórnkerfinu sem annast þennan málaflokk fyrir gríðarlegan dugnað, elju, sveigjanleika og fagmennsku í þungu árferði. Á sama tíma finn ég til með foreldrum sem bíða eftir plássi og tek innilega undir áhyggjur þeirra og vanmátt. Við erum á réttri leið, þessi mikla vinna og fjárfesting í að bæta starfsumhverfi leikskólans með jafn markvissum hætti og reifað hefur verið hérna á sér fáa hliðstæðu. Með því að hlúa að starfsumhverfinu, starfsfólkinu og stjórnendum gerum við vinnustaðinn eftirsóknaverðan og ákjósanlegan starfsvettvang bæði fyrir nýja starfsmenn og þá sem unnið hafa í lengri tíma. Besta af öllu væri þó lenging fæðingarorlofsins en það yrði mikið heillaspor fyrir fjölskyldur í landinu og samfélagið allt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðustu sjö árin hefur mikil og metnaðarfull umbótavinna verið unnin af hálfu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem og fagaðila innan skólasamfélagsins í borginni með dyggum pólitískum stuðningi meirihlutans í Reykjavík. Þessi mikla og góða vinna hefur hvorki farið hátt né verið slegið upp í fyrirsögnum fjölmiðla en um er að ræða rúmlega 4 milljarða króna fjárfestingu í bættu starfsumhverfi, bættu faglegu skipulagi innan leikskólans og bættri starfsaðstöðu. Það er fyrir utan viðhald og endurbætur mannvirkja, nýjar Ævintýraborgir og launahækkanir sem komið hafa fram í kjarasamningum. Það er miður hvað umræðan hefur takmarkast við afleiðingar brýnna viðhaldsverkefna, viðhalds vegna rakavandamála og þeirri erfiðu og viðkvæmu stöðu að geta ekki brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eins hratt og áætlanir gerðu ráð fyrir eins og skýr vilji stendur til. Sjö ára uppbótartími í átt að betra starfsumhverfi Árið 2016 varStarfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík,skipaður, til rýna stöðuna og skilaði af sér umfangsmiklum tillögum í febrúar 2018 en í honum voru fulltrúar fagfólks úr skólasamfélaginu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kjörnir fulltrúar og aðrir hagaðilar á leikskólastiginu. Til að reyna sporna við vanda mönnunar, og til að viðhalda endurnýjun í stéttinni, lögðust menn á eitt við að skoða hvar sóknarfærin lágu en markmiðið hópsins var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að bæta starfsumhverfi leikskólakennara, auka stuðning við fagsétt þeirra, fjölga þeim og skoða leikskólakennaranámið. Áfram hélt vinnan og mikilvæg skýrsla umUmbætur og skipulag leikskólastarfs leit dagsins ljós árið 2021, markmið var að skoða leiðir til að tryggja fagmennsku í leikskólum, draga úr álagi á börn og starfsfólk og auka gæði leikskólastarfs með þarfir barna í huga. Á sama tíma hófst innleiðing á styttingu vinnuvikunnar og voru miklar vonir bundnar við bætta líðan starfsfólks, meiri stöðugleika í starfsmannahaldi og nýliðun samhliða þeim tillögum sem búið var að samþykkja. 4 milljarða króna fjárfesting Hvar eru þessir fjórir milljarðar króna niður komnir? Þeir sjást ekki í mannvirkjum, búnaði eða tækjum - heldur eru samofnir starfsumhverfinu, mannauðnum sem þar vinnur og bættri starfsaðstöðu. Stærstu breytingarnar voru að rými barna inni á leikskólanum var aukið, stöðugildum fyrir 4 ára og 5 ára börn var fjölgað, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara var aukinn. Þetta var gert til að koma til móts við kröfur um að efla faglegt innra starf leikskólans, draga úr álagi og tryggja svigrúm til undirbúnings. Fjármagni var veitt til heilsueflingar og eflingu liðsheildar. Heimild hefur verið veitt til að fella niður leikskólagjöld á milli jóla og nýárs, í dymbilviku og vetrarfríum, sem gerir stjórnendum kleift að gefa starfsmönnum frí og gera starfsumhverfið samhliða fjölskylduvænna. Úthlutun vegna veikinda afleysinga var breytt úr stöðugildum í fjármagn. Fjárheimildir voru veittar til þess að minnka vinnuskyldu eldri starfsmanna til halda í þekkingu en skapa meiri sveigjanleika. Móttaka nýliða var efld til að koma til móts við aukið ákall um stuðning við fagstéttina, til að auka stöðugleika í starfsmannahópnum og minnka starfsmannaveltu. Stuðningur var aukinn við nýja leikskólakennara, boðið var upp á handleiðslu fyrir leikskólakennara vegna erfiðra mála í starfi en með Betri borg fyrir börn var stoðþjónusta leikskóla færð nær leikskólanum en áður. Átak í kynningu á námi og starfi Víðtækt átak var gert til að kynna námið, starfsumhverfið og koma með fjölbreyttar námsleiðir í von um að auka umsóknir í námið. Bæði voru gerð kynningarmyndbönd, störf á Skóla- og frístundasviði kynnt á Framadögum og innan nemenda Háskóla Íslands. Viðurkenningar eru veitt fyrir meistaraverkefni til að vekja athygli á störfum leikskólans. Þetta átak hefur borið árangur en aðsókn í nám í leikskólakennarafræði hefur aukist á síðustu árum. Nýjasta viðbótin er ný námsleið sem hófst í haust, fagháskólanám í leikskólafræði, fyrir fólk með umtalsverða reynslu af störfum í leikskóla en er án kennsluréttinda. Hækkun launa, sveigjanleiki til starfsþróunar og stytting vinnuviku Starfsfólki er veittur margvíslegur sveigjanleiki til starfsþróunar, leiðir til viðurkenningar í starfi og áfangar. Sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólakennararéttindi voru settar í gang. Laun hafa hækkað fyrir alla starfshópa jafnt og þétt og sérstök áhersla á hækkun lægstu launanna. Í dag er grunnlaun leikskólakennara á pari við grunnlaun grunnskólakennara. Við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar voru bundnar miklar vonir við bætta líðan starfsfólks, meiri stöðugleika í starfsmannahaldi og nýliðun, samhliða þeim tillögum sem búið var að samþykkja. Niðurstöður úr könnun stofnunar ársins 2022 eru 66% svarenda mjög eða frekar ánægðir með styttinguna en einungis 19,7%% eru frekar eða mjög óánægðir. Glíman við mannekluna viðvarandi verkefni Mikilvægt er að hlúa að starfsfólkinu og þar sem mönnum er viðvarandi verkefni leikskólans var brýnt að skoða skipulag leikskóla og koma með tillögur til frekari umbóta á starfsumhverfi einmitt til að halda í gott starfsfólk, hlusta á fagfólkið á gólfinu og gera leikskólastarf af eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Ein leiðin sem lögð var til á síðasta kjörtímabili var að stytta dvalartíma leikskólans en reynsla hafði komist á skertan opnunartíma vegna Covid. Umdeild ákvörðun og ekki yfir gagnrýni hafin. Niðurstöður úr spurningakönnun til stjórnenda leikskóla sýndi óyggjandi ávinnig bæði starfsfólks og stjórnenda af styttingu dvalartíma en starfsfólk var glaðara og ánægðara, minna um veikindi, vinnustaðurinn varð fjölskylduvænni, minna álag á starfsfólk og stjórnendur, auðveldara varð að skipuleggja starfsemina, fleiri hendur með börnin í upphafi dags og mönnun varð auðveldari. Ný afleysingastofa Reykjavíkurborgar hefur tekið til starfa einmitt til að stuðla að meiri fjölbreytileika í ráðningum og fara nýjar leiðir í mönnun á starfsstöðum borgarinnar eins og leiksskólans. Samfylkingin stóð með starfsumhverfi og starfsfólki leikskólans Undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsaðila í meirihlutanum var tekin pólitísk ákvörðun fyrst eftir hrun að forgangsraða málefnum leikskólans þannig að fyrst um sinn var staðið vörð um mikilvæga grunnþjónustu og störfin varin. Þegar betur áraði var tekin ákvörðun um að hlúa að starfsfólkinu, betrumbæta starfsumhverfið, gefa stjórnendum fleiri verkfæri til stjórnunar og starfseflingar, hlúa að endurmenntun og starfsþróun starfsmanna, auka rými barna í leikskólanum, greiða fleiri undirbúningstíma og auka stuðning við stjórnendur og starfsfólk. Laun allra starfshópa voru hækkuð og að lokum ráðist í Brúm bilið, sem fólst í að fjárfesta í nýjum leikskólum samhliða að ráðast í endurbætur og viðhald. Viðhaldsverkefni hafa orðið umfangsmeiri en til stóð í upphafi en 363 pláss eru í bið vegna viðhalds, áætlanir gera ráð fyrir að 265 af þeim losni á næsta ári. Vegna þessa hefur aðgerðaáætlun Brúum bilið seinkað og samhliða hafa orðið tafir á framkvæmdum við opnun nýrra leikskóla en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að í fyrra opnuðu 6 nýir leikskólar með tæplega 600 ný pláss - sem er meiri fjölgun en nokkur dæmi eru um í 90 ára sögu leikskólastarfs í Reykjavík. Næsti áfangi Brúum bilið eru 800 pláss með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla og fjölgun hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Takk fyrir þolinmæði og seiglu í starfi Það er kominn tími til að tala upp leikskólastarfið í Reykjavík, allt það frábæra starf sem unnið er víða um borgina okkar. Sú þrotlausa vinna sem unnin hefur verið af fagfólkinu okkar er í senn þakkarverð enda hefur Reykjavíkurborg lagt mikið upp úr að halda í gott starfsfólk og valdefla það sem fyrir er. Það er aðdáunarvert hvað leikskólastjórar og starfsfólk hafa náð að mæta þörfum barnanna í borginni á erfiðum tíma framkvæmda og viðhalds og vil ég þakka öllu starfsfólki leikskólanna í borginni og fólkinu okkar í stjórnkerfinu sem annast þennan málaflokk fyrir gríðarlegan dugnað, elju, sveigjanleika og fagmennsku í þungu árferði. Á sama tíma finn ég til með foreldrum sem bíða eftir plássi og tek innilega undir áhyggjur þeirra og vanmátt. Við erum á réttri leið, þessi mikla vinna og fjárfesting í að bæta starfsumhverfi leikskólans með jafn markvissum hætti og reifað hefur verið hérna á sér fáa hliðstæðu. Með því að hlúa að starfsumhverfinu, starfsfólkinu og stjórnendum gerum við vinnustaðinn eftirsóknaverðan og ákjósanlegan starfsvettvang bæði fyrir nýja starfsmenn og þá sem unnið hafa í lengri tíma. Besta af öllu væri þó lenging fæðingarorlofsins en það yrði mikið heillaspor fyrir fjölskyldur í landinu og samfélagið allt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun