Eigum ekkert frábært handrit til að láta ofbeldismenn axla ábyrgð Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2023 21:00 Drífa Snædal segir ekkert gott handrit til í samfélaginu til að takast á við ofbeldismenn. Sérstaklega ekki þegar búið er að nafngreina þá. Vísir/Sigurjón Talskona Stígamóta, Drífa Snædal, segir samfélagið ekki eiga nægilega gott handrit til að takast á við ofbeldismenn. Þessu vilja samtökin breyta og munu hefja það samtal á sérstakri ráðstefnu um ofbeldismenn sem fer fram í næsta mánuði. Ráðstefna Ofbeldismenn á Íslandi fer fram þann 12. október en þar verður í fyrsta sinn eingöngu talað um ofbeldismenn. Á ráðstefnunni verður reynt að svara spurningum á borð við hverjir beita ofbeldi, af hverju og við hvaða aðstæður? En einnig verður kafað ofan í það hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir ofbeldi og hvernig sé betur hægt að aðstoða þá sem beita ofbeldi. „Þetta er að einhverju leyti tímamótaráðstefna því það hefði ekki verið hægt að halda þessa ráðstefnu fyrir tíu árum síðan eða tuttugu árum síðan. Við erum svo vön að tala um brotaþola og hvernig við getum þjónustað brotaþola og þau sem verða fyrir ofbeldi. En það er mjög sjaldgæft að kastljósinu sé beint að þeim sem raunverulega bera ábyrgð á ofbeldinu. Sem eru ofbeldismenn,“ segir Drífa. Á ráðstefnunni verður reynt að svara spurningum á borð við hverjir beita ofbeldi, af hverju og við hvaða aðstæður? En einnig verður kafað ofan í það hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir ofbeldi og hvernig sé betur hægt að aðstoða þá sem beita ofbeldi. Hún bendir á að 90 prósent þeirra sem beita ofbeldi séu karlmenn og að það sé tölfræði sem hafi ekki breyst á þeim árum sem Stígamót hafi verið starfandi. „Í allri okkar jafnréttisbaráttu sjáum við ekki breytingu á þessum kynjahlutföllum,“ segir Drífa og að þess vegna hafi þeim þótt viðeigandi að beina kastljósinu að ofbeldismönnum í þetta sinn. Hún segir konur og baráttu þeirra síðustu ár hafa leitt okkur að þessum tímamótum. „Það sem hefur breyst í samfélaginu eru allar þessar menningarbyltingar. Þar sem konur hafa haft hátt, afhjúpað ofbeldi og sagt frá því og það sem er nýtt undanfarin ár er að konur hafa nafngreint ofbeldismenn sína,“ segir Drífa og að samfélagið og ofbeldismennirnir sjálfir hafi átt afar erfitt með það. Það geri hins vegar umræðuna auðveldari. Þegar það er nafn og andlit. „Margir eru því að átta sig á því að þetta eru karlar í okkar umhverfi. Sem okkur jafnvel vænt um og við viljum aðstoða við að vera ekki fávitar. Það er einhver stemning núna, skilyrði, til að ræða ofbeldismenn. Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að karlar hætti að beita ofbeldi.“ Drífa segir nauðsynlegt að finna betri lausnir, fyrir gerendur og þolendur. „Það er ekki nóg af lausnum. Það hefur ýmislegt verið reynt. Fæstir brotaþolar kæra brot þannig réttarkerfið er ekki að veita réttlæti almennt. Þá er farið í að sækja réttlæti í gegnum afhjúpanir og opinberanir eða með öðrum hætti. Það verður að segjast að við erum ekkert með neitt frábært handrit til að láta ofbeldismenn axla ábyrgð og að brotaþolar upplifi réttlæti,“ segir Drífa. Spurð hvort að það skipti máli að karlmenn hafi ekki tekið þátt í umræðunni eins og konur telur Drífa það ekki endilega lykilatriði. „Síðustu áratugi, og jafnvel aldir, hefur samtalið verið borið uppi af konum og brotaþolum. Konum sem hafa menntað sig í þessum fræðum og reynt að koma með lausnir. Þrýsta á jafnrétti. Ég myndi segja að okkur vanti alla í þessa umræðu. Karlmenn líka, sama hvort þeir eru gerendur eða ekki, til að finna nýja lausnir og leggja hönd á plóg til að uppræta ofbeldi.“ Kynferðisofbeldi Ráðstefnur á Íslandi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. 19. ágúst 2023 19:13 Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. 16. júní 2023 10:46 Drífa ný talskona Stígamóta Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hefur ráðið sig til almannatengslafyrirtækisins Aton JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum. 6. febrúar 2023 16:21 Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. 12. júlí 2023 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Ráðstefna Ofbeldismenn á Íslandi fer fram þann 12. október en þar verður í fyrsta sinn eingöngu talað um ofbeldismenn. Á ráðstefnunni verður reynt að svara spurningum á borð við hverjir beita ofbeldi, af hverju og við hvaða aðstæður? En einnig verður kafað ofan í það hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir ofbeldi og hvernig sé betur hægt að aðstoða þá sem beita ofbeldi. „Þetta er að einhverju leyti tímamótaráðstefna því það hefði ekki verið hægt að halda þessa ráðstefnu fyrir tíu árum síðan eða tuttugu árum síðan. Við erum svo vön að tala um brotaþola og hvernig við getum þjónustað brotaþola og þau sem verða fyrir ofbeldi. En það er mjög sjaldgæft að kastljósinu sé beint að þeim sem raunverulega bera ábyrgð á ofbeldinu. Sem eru ofbeldismenn,“ segir Drífa. Á ráðstefnunni verður reynt að svara spurningum á borð við hverjir beita ofbeldi, af hverju og við hvaða aðstæður? En einnig verður kafað ofan í það hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir ofbeldi og hvernig sé betur hægt að aðstoða þá sem beita ofbeldi. Hún bendir á að 90 prósent þeirra sem beita ofbeldi séu karlmenn og að það sé tölfræði sem hafi ekki breyst á þeim árum sem Stígamót hafi verið starfandi. „Í allri okkar jafnréttisbaráttu sjáum við ekki breytingu á þessum kynjahlutföllum,“ segir Drífa og að þess vegna hafi þeim þótt viðeigandi að beina kastljósinu að ofbeldismönnum í þetta sinn. Hún segir konur og baráttu þeirra síðustu ár hafa leitt okkur að þessum tímamótum. „Það sem hefur breyst í samfélaginu eru allar þessar menningarbyltingar. Þar sem konur hafa haft hátt, afhjúpað ofbeldi og sagt frá því og það sem er nýtt undanfarin ár er að konur hafa nafngreint ofbeldismenn sína,“ segir Drífa og að samfélagið og ofbeldismennirnir sjálfir hafi átt afar erfitt með það. Það geri hins vegar umræðuna auðveldari. Þegar það er nafn og andlit. „Margir eru því að átta sig á því að þetta eru karlar í okkar umhverfi. Sem okkur jafnvel vænt um og við viljum aðstoða við að vera ekki fávitar. Það er einhver stemning núna, skilyrði, til að ræða ofbeldismenn. Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að karlar hætti að beita ofbeldi.“ Drífa segir nauðsynlegt að finna betri lausnir, fyrir gerendur og þolendur. „Það er ekki nóg af lausnum. Það hefur ýmislegt verið reynt. Fæstir brotaþolar kæra brot þannig réttarkerfið er ekki að veita réttlæti almennt. Þá er farið í að sækja réttlæti í gegnum afhjúpanir og opinberanir eða með öðrum hætti. Það verður að segjast að við erum ekkert með neitt frábært handrit til að láta ofbeldismenn axla ábyrgð og að brotaþolar upplifi réttlæti,“ segir Drífa. Spurð hvort að það skipti máli að karlmenn hafi ekki tekið þátt í umræðunni eins og konur telur Drífa það ekki endilega lykilatriði. „Síðustu áratugi, og jafnvel aldir, hefur samtalið verið borið uppi af konum og brotaþolum. Konum sem hafa menntað sig í þessum fræðum og reynt að koma með lausnir. Þrýsta á jafnrétti. Ég myndi segja að okkur vanti alla í þessa umræðu. Karlmenn líka, sama hvort þeir eru gerendur eða ekki, til að finna nýja lausnir og leggja hönd á plóg til að uppræta ofbeldi.“
Kynferðisofbeldi Ráðstefnur á Íslandi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. 19. ágúst 2023 19:13 Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. 16. júní 2023 10:46 Drífa ný talskona Stígamóta Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hefur ráðið sig til almannatengslafyrirtækisins Aton JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum. 6. febrúar 2023 16:21 Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. 12. júlí 2023 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. 19. ágúst 2023 19:13
Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. 16. júní 2023 10:46
Drífa ný talskona Stígamóta Drífa Snædal hefur verið ráðin talskona Stígamóta og tekur við starfinu þann 1. mars af Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur sem hefur ráðið sig til almannatengslafyrirtækisins Aton JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum. 6. febrúar 2023 16:21
Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. 12. júlí 2023 13:01