Miklar rigningar hafa verið á Austurlandi síðustu daga, sem varð til þess að hættustigi var lýst yfir vegna hættu á aurskiriðum. Síðan var hættustiginu breytt yfir í óvissustig.
Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði á mánudag, en fyrr í dag var öllum rýmingunum aflétt.