Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2023 20:06 Reynir elskar að spila á munnhörpuna sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira