Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2023 22:38 Þóra Geirlaug er kynfræðslukennari og hefur kennt kynfræðslu í um áratug. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem ávallt velji nám sem er við hæfi nemenda. Það eigi við um kynfræðslu rétt eins og stærðfræði. Vísir/Einar Árnason Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag. Kynfræðslukennarinn Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir segir umræðuna á villigötum og að kennarar velji þá kafla til kennslu sem henti þroska hvers nemendahóps fyrir sig. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem bjóði börnum upp á nám við hæfi í hverri námsgrein og að umrædd bók verði ekki kennd í heild sinni. Þóra segir framkomu nokkurra foreldra í umræðu um kynfræðslu hafa komið kennurum og ekki síst nemendum í opna skjöldu. Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubók, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur ræddu kynfræðslu barna í Pallborðinu. „Því miður hefur umræðan farið gjörsamlega út um víðan völl og á svið sem tengjast kynfræðslu akkúrat ekki neitt og í alvarlegustu tilfellunum eru við að heyra af fólki sem ræðst inn í grunnskóla þar sem verið er að hóta kennurum, þar sem verið er að saka kennara um barnaníð og margt í þeim dúr og það er bara mjög alvarlegt. Það er mjög slæmt að fólk sem sinnir þessari vinnu að vera kennari og að kenna það sem okkur er uppálagt samkvæmt aðalnámskrá að sitja undir svona hótunum,“ segir þóra Geirlaug. Hvað segja krakkarnir þegar foreldrar og fullorðnir ráðast inn með svona offorsi? „Nú hef ég samband við ákveðinn hluta af nemendum á Íslandi og get ekki talað fyrir alla en mörg af þeim ungmennum sem ég hef rætt við eru bara svolítið sjokkeruð af því umræða ungs fólks í dag og síðustu misseri - og ef við spólum bara aftur um þrjátíu ár - þá er ungt fólk búið að kalla eftir kynfræðslu frá öruggum heimildum í áratugi og þau eru bara svolítið sjokkeruð líka að viðbrögðin séu á þennan hátt.“ Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Kynfræðslukennarinn Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir segir umræðuna á villigötum og að kennarar velji þá kafla til kennslu sem henti þroska hvers nemendahóps fyrir sig. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem bjóði börnum upp á nám við hæfi í hverri námsgrein og að umrædd bók verði ekki kennd í heild sinni. Þóra segir framkomu nokkurra foreldra í umræðu um kynfræðslu hafa komið kennurum og ekki síst nemendum í opna skjöldu. Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubók, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur ræddu kynfræðslu barna í Pallborðinu. „Því miður hefur umræðan farið gjörsamlega út um víðan völl og á svið sem tengjast kynfræðslu akkúrat ekki neitt og í alvarlegustu tilfellunum eru við að heyra af fólki sem ræðst inn í grunnskóla þar sem verið er að hóta kennurum, þar sem verið er að saka kennara um barnaníð og margt í þeim dúr og það er bara mjög alvarlegt. Það er mjög slæmt að fólk sem sinnir þessari vinnu að vera kennari og að kenna það sem okkur er uppálagt samkvæmt aðalnámskrá að sitja undir svona hótunum,“ segir þóra Geirlaug. Hvað segja krakkarnir þegar foreldrar og fullorðnir ráðast inn með svona offorsi? „Nú hef ég samband við ákveðinn hluta af nemendum á Íslandi og get ekki talað fyrir alla en mörg af þeim ungmennum sem ég hef rætt við eru bara svolítið sjokkeruð af því umræða ungs fólks í dag og síðustu misseri - og ef við spólum bara aftur um þrjátíu ár - þá er ungt fólk búið að kalla eftir kynfræðslu frá öruggum heimildum í áratugi og þau eru bara svolítið sjokkeruð líka að viðbrögðin séu á þennan hátt.“
Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55
Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25