Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 10:47 John Grisham og George R.R. Martin eru meðal þeirra rithöfunda sem hafa höfðað mál gegn OpenAI vegna gervigreindarinnar ChatGPT. AP Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni. Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni.
Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira