Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2023 14:15 Auður Ýr Sveinsdóttir er forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Aðsend/Getty Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu. „Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður. Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra. „Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“ En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt. „Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu. „Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður. Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra. „Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“ En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt. „Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira