Ekki í stuði til að lýsa íþróttum eftir að hafa fengið fregnirnar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. september 2023 19:00 Jafnvel þó Sigurbjörn Árni hafi verið að glíma við krabbamein þá átti hann samt erfitt með að stríða ekki lækni. Vísir/Vilhelm Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, hefur glímt við sortuæxli síðastliðin ár. Sjálfur telur hann sig ekki gott dæmi um krabbameinssjúkling, vegna þess að hann hefur aldrei upplifað sig neitt sérstaklega veikan. Sigurbjörn ræddi um baráttu sína við krabbamein á Málþingi í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna í dag. Saga Sigurbjarnar byrjaði árið 2013 þegar hann tók eftir skrýtnum fæðingarbletti á handleggnum sínum. Hann segist hafa hugsað með sér að það væri gott að skoða hann og leitaði upplýsinga á netinu sem bentu til þess að hann þyrfti ekki að óttast. Síðan lýsir hann því að hann hafi hitt húðsjúkdómalækni í heldur óvenjulegum aðstæðum. „Svo er ég að dæma blakleik og sé húðsjúkdómalækni uppi í stúku. Þannig á milli hrina stökk ég upp í stúku og settist niður hjá honum og reif upp ermina á upphandleggnum á mér og bað hann að kíkja á þetta. Hann sagði „Þetta er örugglega ekki neitt, en það er best að þú komir og við skulum taka og skoða þetta,“.“ Sigurbjörn segir að hann hafi mætt í skoðun og læknirinn tekið blettinn. Læknirinn var á sömu skoðun og internetið, hann hélt að það væri ekkert að óttast, en ákvað samt að skoða málið aðeins betur. „Svo hringir hann í mig nokkrum dögum síðar og segir að þetta sé sortuæxli.“ Ekki spenntur að lýsa Reykjavíkurleikunum Hann lýsir í stuttu máli því sem tók við, en segist hafa að mestu leiti ekki hafa fundið fyrir miklu fyrr en í upphafi árs 2021. „Svo vakna ég við það einn morguninn að það hafði sprottið eitthvað út á kviðnum á mér. Og ég hélt að þetta væru bara kviðslit,“ segir Sigurbjörn, sem útskýrir að vegna skipulagserfiðleika hafi hann átt í erfiðleikum með að hitta lækni, og hann hafi því ekki komist til hans fyrr en fjórum vikum síðar. „Hann sendir mig í einhvern skanna á Akureyri og hringir svo í mig á föstudegi klukkan þrjú. Það var frábært inn í helgina,“ segir hann og fer svo með skilaboðin frá lækninum: „Heyrðu þú ert uppfullur af krabbameini og við skoðum þig betur á mánudaginn.“ Sigurbjörn, sem er þekktur fyrir íþróttalýsingar sínar, segist ekki hafa verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að fjalla um frjálsar íþróttir þá helgina. „Ég náttúrulega hrindi í Rúvarana. Ég var fann það að ég var ekki alveg í stuði til að fara að lýsa einhverjum Reykjavíkurleikum.“ Hrekkti næstum því unglækni Þegar Sigurbjörn mætti til læknisins þurfti að taka sýni úr fyrirbærinu á kviðnum á honum. Með í för var unglæknir sem framkvæmdi sýnatökuna, og hún deyfði hann og sá til þess að hann myndi ekki finna fyrir neinu. „Svo kom hún með hnífinn og mig langaði svo að öskra um leið og hún myndi snerta þetta. Bara til að sjá hvernig henni brygði við. En ég hætti við vegna þess að ef að hún kipptist við gæti ég fengið hnífinn í mig einhvers staðar annar. Það yrði ekki alveg eins gott,“ útskýrir Sigurbjörn með bros á vör. „Ég alveg sat á mér því þetta var svo frábært tækifæri til að hrekkja hana aðeins.“ Betra að vera lifandi en dáinn Þá fjallar Sigurbjörn um sortuæxlið. „Ég var með fimm borðtenniskúlur inni í mér,“ segir hann og bendir á að þær hafi verið víða um líkamann. Hann segist hins vegar ekki hafa fundið neitt fyrir þeim. „Ég hljóp tíu kílómetra undir 35 mínútum þó ég væri með eitthvað í lungunum,“ segir hann. Síðan hefur Sigurbjörn farið í meðferð með góðum árangri, og er nú hættur í henni. Hann er í stöðugu eftirliti. Æxlin gætu verið dauð, en þau gætu líka komið upp aftur. Sigurbjörn segist hafa fundið fyrir litlum aukaverkunum af lyfjameðferðinni. Hann hafi fengið eyrnabólgu og verið tiltölulega orkulítill, en ekki meira en það. Hann þakkar lyfjagjöfinni fyrir það að hann sé á lífi, og virðist efast um að uppskurður hefði getað bjargað honum. „Það er ofboðslega gott að vera lifandi, og örugglega skárra en að vera dáinn.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Frjálsar íþróttir Fjölmiðlar Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Sigurbjörn ræddi um baráttu sína við krabbamein á Málþingi í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna í dag. Saga Sigurbjarnar byrjaði árið 2013 þegar hann tók eftir skrýtnum fæðingarbletti á handleggnum sínum. Hann segist hafa hugsað með sér að það væri gott að skoða hann og leitaði upplýsinga á netinu sem bentu til þess að hann þyrfti ekki að óttast. Síðan lýsir hann því að hann hafi hitt húðsjúkdómalækni í heldur óvenjulegum aðstæðum. „Svo er ég að dæma blakleik og sé húðsjúkdómalækni uppi í stúku. Þannig á milli hrina stökk ég upp í stúku og settist niður hjá honum og reif upp ermina á upphandleggnum á mér og bað hann að kíkja á þetta. Hann sagði „Þetta er örugglega ekki neitt, en það er best að þú komir og við skulum taka og skoða þetta,“.“ Sigurbjörn segir að hann hafi mætt í skoðun og læknirinn tekið blettinn. Læknirinn var á sömu skoðun og internetið, hann hélt að það væri ekkert að óttast, en ákvað samt að skoða málið aðeins betur. „Svo hringir hann í mig nokkrum dögum síðar og segir að þetta sé sortuæxli.“ Ekki spenntur að lýsa Reykjavíkurleikunum Hann lýsir í stuttu máli því sem tók við, en segist hafa að mestu leiti ekki hafa fundið fyrir miklu fyrr en í upphafi árs 2021. „Svo vakna ég við það einn morguninn að það hafði sprottið eitthvað út á kviðnum á mér. Og ég hélt að þetta væru bara kviðslit,“ segir Sigurbjörn, sem útskýrir að vegna skipulagserfiðleika hafi hann átt í erfiðleikum með að hitta lækni, og hann hafi því ekki komist til hans fyrr en fjórum vikum síðar. „Hann sendir mig í einhvern skanna á Akureyri og hringir svo í mig á föstudegi klukkan þrjú. Það var frábært inn í helgina,“ segir hann og fer svo með skilaboðin frá lækninum: „Heyrðu þú ert uppfullur af krabbameini og við skoðum þig betur á mánudaginn.“ Sigurbjörn, sem er þekktur fyrir íþróttalýsingar sínar, segist ekki hafa verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að fjalla um frjálsar íþróttir þá helgina. „Ég náttúrulega hrindi í Rúvarana. Ég var fann það að ég var ekki alveg í stuði til að fara að lýsa einhverjum Reykjavíkurleikum.“ Hrekkti næstum því unglækni Þegar Sigurbjörn mætti til læknisins þurfti að taka sýni úr fyrirbærinu á kviðnum á honum. Með í för var unglæknir sem framkvæmdi sýnatökuna, og hún deyfði hann og sá til þess að hann myndi ekki finna fyrir neinu. „Svo kom hún með hnífinn og mig langaði svo að öskra um leið og hún myndi snerta þetta. Bara til að sjá hvernig henni brygði við. En ég hætti við vegna þess að ef að hún kipptist við gæti ég fengið hnífinn í mig einhvers staðar annar. Það yrði ekki alveg eins gott,“ útskýrir Sigurbjörn með bros á vör. „Ég alveg sat á mér því þetta var svo frábært tækifæri til að hrekkja hana aðeins.“ Betra að vera lifandi en dáinn Þá fjallar Sigurbjörn um sortuæxlið. „Ég var með fimm borðtenniskúlur inni í mér,“ segir hann og bendir á að þær hafi verið víða um líkamann. Hann segist hins vegar ekki hafa fundið neitt fyrir þeim. „Ég hljóp tíu kílómetra undir 35 mínútum þó ég væri með eitthvað í lungunum,“ segir hann. Síðan hefur Sigurbjörn farið í meðferð með góðum árangri, og er nú hættur í henni. Hann er í stöðugu eftirliti. Æxlin gætu verið dauð, en þau gætu líka komið upp aftur. Sigurbjörn segist hafa fundið fyrir litlum aukaverkunum af lyfjameðferðinni. Hann hafi fengið eyrnabólgu og verið tiltölulega orkulítill, en ekki meira en það. Hann þakkar lyfjagjöfinni fyrir það að hann sé á lífi, og virðist efast um að uppskurður hefði getað bjargað honum. „Það er ofboðslega gott að vera lifandi, og örugglega skárra en að vera dáinn.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Frjálsar íþróttir Fjölmiðlar Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira