„Laugardalsvöllur verður að vera okkar gryfja í þessu móti“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. september 2023 21:51 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerði sigurmarkið og var afar ánægð með sigurinn. „Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
„Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira