Lilja Hrönn kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:34 Lilja Hrönn var kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks í dag. Aðsent Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár. Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson. Samfylkingin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson.
Samfylkingin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira