Birnir Snær: Þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 12:58 Birnir Snær bíður spenntur eftir úrslitum dagsins Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að Víkingar eigi ekki leik fyrr en á morgun geta þeir sófameistarar í dag ef KR-ingar leggja Valsara að velli nú á eftir. Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, segist bara vilja klára þetta en það yrði óneitanlega sætt að lyfta bikarnum í Kópavogi. „Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Sjá meira
„Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Sjá meira