Magnús Már Einarsson: Ég hef aldrei prófað það Sverrir Mar Smárason skrifar 24. september 2023 16:35 Magnús Már Einarsson fer með Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í efstu deild. Vísir/arnar Afturelding vann Leikni 3-0 á heimavelli í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Bestu Deild Karla á næsta tímabili. Sigurinn í dag var sannfærandi og þýðir það að Mosfellingar mæta Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum. Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum.
Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31