„Hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi“ Hinrik Wöhler skrifar 24. september 2023 17:17 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli í annarri umferð í efri hluta Bestu deildar karla í dag. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur með að taka aðeins eitt stig úr leiknum í dag á Meistaravöllum. „Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Valur KR Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Valur KR Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira