Kielsen kemur nýr inn í grænlensku landsstjórnina Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2023 13:06 Kim Kielsen var formaður grænlensku landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021. Hann beið lægri hlut gegn Erik Jensen í formannskosningum í Siumut árið 2020. EPA Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, kynnti í dag breytingar á landsstjórninni. Einna hæst ber að Kim Kielsen, fyrrverandi formaður landsstjórnarinnar, tekur við embætti sjávarútvegs- og veiðimála og ráðherrum fjölgar um einn. Grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq.AG segir frá því að ráðherrum fjölgi um einn, fara úr níu í tíu, og mun sá sem bætist við vera með málefni stjórnarskrár og ríkismyndunar á sinni könnu. Ákvörðun Egede um að hrista upp í ríkisstjórn sinni kemur í kjölfar frétta síðustu viku um afsögn sjávarútvegsráðherrans Karl Tobiassen sem sagði af sér þar sem hann sagði ekki hafa tekist að ná fram breytingum á fiskveiðikerfi landsins líkt og hann hafi heitið að gera fyrir kosningar. Egede er leiðtogi flokksins Inuit Ataqatigiit (IA) sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum 2021. IA myndaði þá stjórn með Naleraq, en sleit samstarfinu um ári síðar og myndaði þá nýja stjórn með flokknum Siumut. Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Egede greindi jafnframt frá því á blaðamannafundi í morgun að samkomulag hafi náðst milli stjórnarflokkanna um viðauka við stjórnarsáttmálann, sem snýr að fjórum málaflokkum – heilbrigðismálum, breytingar á skattakerfinu, hráefnavinnslu og ríkismyndun. Egede sagði að afstaða landsstjórnarinnar varðandi andstöðu við úranvinnslu sé óbreytt en að leita verði nýrra leiða og tækifæra til að nýta auðlindir landsins. Egede (IA) verður áfram formaður landsstjórnarinnar og Erik Jensen, formaður Siumut, verður áfram fjármálaráðherra. Kielsen, sem var formaður landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021 verður nýr ráðherra sjávarútvegs- og veiðimála. Af tíu ráðherrum stjórnarinnar koma fimm úr röðum Siumut og fimm úr röðum IA. Grænland Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq.AG segir frá því að ráðherrum fjölgi um einn, fara úr níu í tíu, og mun sá sem bætist við vera með málefni stjórnarskrár og ríkismyndunar á sinni könnu. Ákvörðun Egede um að hrista upp í ríkisstjórn sinni kemur í kjölfar frétta síðustu viku um afsögn sjávarútvegsráðherrans Karl Tobiassen sem sagði af sér þar sem hann sagði ekki hafa tekist að ná fram breytingum á fiskveiðikerfi landsins líkt og hann hafi heitið að gera fyrir kosningar. Egede er leiðtogi flokksins Inuit Ataqatigiit (IA) sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum 2021. IA myndaði þá stjórn með Naleraq, en sleit samstarfinu um ári síðar og myndaði þá nýja stjórn með flokknum Siumut. Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Egede greindi jafnframt frá því á blaðamannafundi í morgun að samkomulag hafi náðst milli stjórnarflokkanna um viðauka við stjórnarsáttmálann, sem snýr að fjórum málaflokkum – heilbrigðismálum, breytingar á skattakerfinu, hráefnavinnslu og ríkismyndun. Egede sagði að afstaða landsstjórnarinnar varðandi andstöðu við úranvinnslu sé óbreytt en að leita verði nýrra leiða og tækifæra til að nýta auðlindir landsins. Egede (IA) verður áfram formaður landsstjórnarinnar og Erik Jensen, formaður Siumut, verður áfram fjármálaráðherra. Kielsen, sem var formaður landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021 verður nýr ráðherra sjávarútvegs- og veiðimála. Af tíu ráðherrum stjórnarinnar koma fimm úr röðum Siumut og fimm úr röðum IA.
Grænland Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira