Þýski landsliðsþjálfarinn fjarverandi á móti Íslandi í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 11:00 Martina Voss-Tecklenburg ræðir við leikmenn þýska liðsins eftir að það datt úr leik í riðlakeppni HM í sumar. Getty/Elsa Þýska kvennalandsliðið í fótbolta er í vandræðum þessi misserin og þetta er því góður tími fyrir íslensku stelpurnar að mæta þeim í Þjóðadeildinni. Liðin mætast í Bochum í dag. Þýska liðið er ekki aðeins í vandræðum inn á vellinum því utan hans glímir landsliðsþjálfarinn við veikindi. Martina Voss-Tecklenburg gat ekki stýrt liðinu á móti Dönum og hún verður heldur ekki við stjórnvölinn í leiknum á móti Íslandi í dag. View this post on Instagram A post shared by DFB-Frauen (@dfb_frauenteam) Aðstoðarkona hennar Britta Carlson mun stýra liðinu eins og í tapleiknum á móti Dönum. Carlson hefur hins vegar tekið það fram að hún vilji alls ekki taka við liðinu. Þessi afstaða Carlson og óvissa um veikindi Voss-Tecklenburg þýðir að þýska liðið er svolítið í lausu lofti eins og sá í 2-0 tapi á móti Dönum fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Wales á sama tíma. Þjóðadeildin er í raun barátta um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári því sigurvegari hvers riðils á enn möguleika á að komast þangað. Tapið á móti Danmörku í fyrsta leik þýðir að þýska liðið verður helst að vinna íslensku stelpurnar í dag og pressan er mikil á þýska liðinu eftir ófarirnar á HM í sumar. Þýska liðið vann vissulega 6-0 sigur í fyrsta leik á HM en náði bara einu stigi út úr síðustu tveimur leikjunum og sat því eftir í riðlinum. Voss-Tecklenburg hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2019 og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir sérstaklega í samanburði við fyrri ár. Silfrið á EM 2022 gaf þó von um að bjartari tímar væru í vændum og þess vegar voru vonbrigðin á HM í sumar enn meiri. Hún er með samning til ársins 2025 og það er því óvissuástand í gangi á meðan ekki er vitað um alvarleika veikindanna og um hvort hún geti hreinlega snúið aftur á hliðarlínuna. Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16.15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Þýska liðið er ekki aðeins í vandræðum inn á vellinum því utan hans glímir landsliðsþjálfarinn við veikindi. Martina Voss-Tecklenburg gat ekki stýrt liðinu á móti Dönum og hún verður heldur ekki við stjórnvölinn í leiknum á móti Íslandi í dag. View this post on Instagram A post shared by DFB-Frauen (@dfb_frauenteam) Aðstoðarkona hennar Britta Carlson mun stýra liðinu eins og í tapleiknum á móti Dönum. Carlson hefur hins vegar tekið það fram að hún vilji alls ekki taka við liðinu. Þessi afstaða Carlson og óvissa um veikindi Voss-Tecklenburg þýðir að þýska liðið er svolítið í lausu lofti eins og sá í 2-0 tapi á móti Dönum fyrir nokkrum dögum. Íslenska liðið vann 1-0 sigur á Wales á sama tíma. Þjóðadeildin er í raun barátta um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári því sigurvegari hvers riðils á enn möguleika á að komast þangað. Tapið á móti Danmörku í fyrsta leik þýðir að þýska liðið verður helst að vinna íslensku stelpurnar í dag og pressan er mikil á þýska liðinu eftir ófarirnar á HM í sumar. Þýska liðið vann vissulega 6-0 sigur í fyrsta leik á HM en náði bara einu stigi út úr síðustu tveimur leikjunum og sat því eftir í riðlinum. Voss-Tecklenburg hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 2019 og árangurinn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir sérstaklega í samanburði við fyrri ár. Silfrið á EM 2022 gaf þó von um að bjartari tímar væru í vændum og þess vegar voru vonbrigðin á HM í sumar enn meiri. Hún er með samning til ársins 2025 og það er því óvissuástand í gangi á meðan ekki er vitað um alvarleika veikindanna og um hvort hún geti hreinlega snúið aftur á hliðarlínuna. Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 16.15 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira