Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2023 13:12 Úkraínsk stúlka bíður á lestarpalli í Slóvíansk í Dónetskhéraði. AP/Hanna Arhirova Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn starfsmanna OHCHR eftir nokkrar vettvangsferðir til Úkraínu. Rannsóknarnefndin hefur áður sagt að glæpir rússneskra hermanna í Úkraínu gætu verið flokkaðir sem glæpir gegn mannkyninu. Erik Møse, sem stýrði rannsókninni, sagði á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í gær að teymi hans hefði safnað gögnum og vísbendingum um að pyntingar á yfirráðasvæðum Rússa í Úkraínu væru umfangsmiklar og kerfisbundnar. Fólk hafi í nokkrum tilfellum dáið vegna þessara pyntinga. Fólk sem grunað er um að veita yfirvöldum í Kænugarði upplýsingar hefur verið pyntað mikið Létu fjölskyldur hlusta á nauðganir „Rússneskir hermenn nauðguðu og brutu kynferðislega á nítján til 83 ára gömlum konum í Kherson-héraði,“ sagði hann einnig. Hann sagði að í mörgum tilfellum hefðu fjölskyldumeðlimir kvennanna verið látnir hlusta á nauðganirnar. Fregnir sem þessar berast reglulega frá Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að rússneskir hermenn hafi brotið á óbreyttum borgurum en Møse sagði samkvæmt Reuters í gær að tilraunir rannsóknarnefndarinnar til að hafa samskipti við Rússa vegna rannsóknarinnar hefðu ekki borið árangur. Sjá einnig: 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Yfirvöldum í Kreml hafi einnig verið gefið tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í skýrslu OHCHR en það hafi ekki verið gert. Erik Mose leiðir rannsóknarnefnd OHCHR.AP/Magali Girardin Ekki sambærileg brot Rannsóknarnefnd OHCHR segir Rússa hafa gert árásir á íbúðarbyggingar, sjúkrahús, lestarstöð, veitingahús, verslanir og vöruskemmur sem tengist stríðinu ekki á nokkurn hátt. Árásir þessar eru sagðar hafa valdið mannfalli meðal óbreyttra borgara og fordæmir rannsóknarnefndin þær. Þegar Møse svaraði spurningum blaðamanna í gær þvertók hann fyrir að hægt væri að leggja brot beggja fylkinga í stríðinu að jöfnu. Rússar hefðu framið fjölmörg og umfangsmikil brot. Úkraínumegin væru nokkur dæmi um árásir sem þjónuðu ekki hernaðarlegum tilgangi og slæma meðferð á rússneskum stríðsföngum. Nefndin hefur einnig til rannsóknar flutninga yfirvalda í Rússlandi á úkraínskum börnum til Rússlands. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi vegna þessara flutninga. Þar að auki er hún að skoða það þegar Nova Kakhovka-stíflan brast í Kherson héraði í vor. Talið er að stíflan, sem var undir stjórn Rússa, hafi verið sprengd í loft upp. Þá stendur til að nefndin framkvæmi frekari rannsóknir á árásum á borgaralega innviði, pyntingum og kynferðisbrotum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Myndband af úkraínskum „nasistum“ tekið upp á yfirráðasvæði Rússa Utanríkisráðuneyti Rússlands birti í gær myndband sem sagt var sýna úkraínska hermenn áreita konu og barn og skjóta á þau, fyrir að tala rússnesku. Myndbandið átti að vera til marks um að úkraínskir hermenn væru nasistar en ráðuneytið fjarlægði það eftir að í ljós kom að það var tekið upp á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. 28. mars 2023 13:43 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn starfsmanna OHCHR eftir nokkrar vettvangsferðir til Úkraínu. Rannsóknarnefndin hefur áður sagt að glæpir rússneskra hermanna í Úkraínu gætu verið flokkaðir sem glæpir gegn mannkyninu. Erik Møse, sem stýrði rannsókninni, sagði á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í gær að teymi hans hefði safnað gögnum og vísbendingum um að pyntingar á yfirráðasvæðum Rússa í Úkraínu væru umfangsmiklar og kerfisbundnar. Fólk hafi í nokkrum tilfellum dáið vegna þessara pyntinga. Fólk sem grunað er um að veita yfirvöldum í Kænugarði upplýsingar hefur verið pyntað mikið Létu fjölskyldur hlusta á nauðganir „Rússneskir hermenn nauðguðu og brutu kynferðislega á nítján til 83 ára gömlum konum í Kherson-héraði,“ sagði hann einnig. Hann sagði að í mörgum tilfellum hefðu fjölskyldumeðlimir kvennanna verið látnir hlusta á nauðganirnar. Fregnir sem þessar berast reglulega frá Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að rússneskir hermenn hafi brotið á óbreyttum borgurum en Møse sagði samkvæmt Reuters í gær að tilraunir rannsóknarnefndarinnar til að hafa samskipti við Rússa vegna rannsóknarinnar hefðu ekki borið árangur. Sjá einnig: 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Yfirvöldum í Kreml hafi einnig verið gefið tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í skýrslu OHCHR en það hafi ekki verið gert. Erik Mose leiðir rannsóknarnefnd OHCHR.AP/Magali Girardin Ekki sambærileg brot Rannsóknarnefnd OHCHR segir Rússa hafa gert árásir á íbúðarbyggingar, sjúkrahús, lestarstöð, veitingahús, verslanir og vöruskemmur sem tengist stríðinu ekki á nokkurn hátt. Árásir þessar eru sagðar hafa valdið mannfalli meðal óbreyttra borgara og fordæmir rannsóknarnefndin þær. Þegar Møse svaraði spurningum blaðamanna í gær þvertók hann fyrir að hægt væri að leggja brot beggja fylkinga í stríðinu að jöfnu. Rússar hefðu framið fjölmörg og umfangsmikil brot. Úkraínumegin væru nokkur dæmi um árásir sem þjónuðu ekki hernaðarlegum tilgangi og slæma meðferð á rússneskum stríðsföngum. Nefndin hefur einnig til rannsóknar flutninga yfirvalda í Rússlandi á úkraínskum börnum til Rússlands. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi vegna þessara flutninga. Þar að auki er hún að skoða það þegar Nova Kakhovka-stíflan brast í Kherson héraði í vor. Talið er að stíflan, sem var undir stjórn Rússa, hafi verið sprengd í loft upp. Þá stendur til að nefndin framkvæmi frekari rannsóknir á árásum á borgaralega innviði, pyntingum og kynferðisbrotum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Myndband af úkraínskum „nasistum“ tekið upp á yfirráðasvæði Rússa Utanríkisráðuneyti Rússlands birti í gær myndband sem sagt var sýna úkraínska hermenn áreita konu og barn og skjóta á þau, fyrir að tala rússnesku. Myndbandið átti að vera til marks um að úkraínskir hermenn væru nasistar en ráðuneytið fjarlægði það eftir að í ljós kom að það var tekið upp á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. 28. mars 2023 13:43 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37
Myndband af úkraínskum „nasistum“ tekið upp á yfirráðasvæði Rússa Utanríkisráðuneyti Rússlands birti í gær myndband sem sagt var sýna úkraínska hermenn áreita konu og barn og skjóta á þau, fyrir að tala rússnesku. Myndbandið átti að vera til marks um að úkraínskir hermenn væru nasistar en ráðuneytið fjarlægði það eftir að í ljós kom að það var tekið upp á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. 28. mars 2023 13:43
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46
Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23