„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2023 18:38 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðrún Arnardóttir voru skiljanlega svekktar eftir tapið stóra í Þýskalandi í kvöld. Getty/Gerrit van Cologne „Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Íslenska liðið lenti undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var 2-0 undir í hálfleik. Þýska liðið hafði í raun fullkomna stjórn á leiknum allan tímann. „Auðvitað er alveg hægt að segja það að uppleggið hafi ekki gengið upp. Við töpuðum náttúrulega 4-0. Við náðum aldrei að flytja boltann fram á við til að raunverulega eiga möguleika á að pressa þær uppi. Það var vandamál. Okkur gekk illa að halda í boltann, og töpuðum návígum þegar við vorum með boltann, þannig að það er erfitt að flytja liðið upp þegar þú tapar alltaf boltanum á eigin vallarhelmingi. Þetta var svona það erfiðasta. Þær [þýsku] voru bara drullugóðar á móti okkur. Vel agressívar og pressuðu okkur hátt. Bara læti í þeim allan tímann,“ sagði Þorsteinn við RÚV. Ísland skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. „Já, að sjálfsögðu eru það vonbrigði. En ef við setjum þetta í samhengi þá vorum við ekki fyrir fram að leggja upp með það að við kæmum til Þýskalands og myndum vinna. Við auðvitað förum í alla leiki til að vinna og gerum allt sem við getum, en auðvitað var sóknarleikurinn erfiður og þungur hjá okkur. Sendingar, móttaka og önnur „basic“ atriði voru erfið og þung hjá okkur. Svona er þetta bara. Leikurinn fór illa en það breytir því ekki að við þurfum bara að gíra okkur upp og vera áfram í þessari baráttu,“ sagði Þorsteinn. Spurður út í stöðuna á Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem missti af leikjunum við Þýskaland og Wales vegna meiðsla, og hvort hún yrði með í lok október þegar Ísland mætir Danmörku og Þýskalandi á Laugardalsvelli, svaraði Þorsteinn: „Nei, ég veit raunverulega ekki neitt fyrr en í næsta glugga.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Íslenska liðið lenti undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var 2-0 undir í hálfleik. Þýska liðið hafði í raun fullkomna stjórn á leiknum allan tímann. „Auðvitað er alveg hægt að segja það að uppleggið hafi ekki gengið upp. Við töpuðum náttúrulega 4-0. Við náðum aldrei að flytja boltann fram á við til að raunverulega eiga möguleika á að pressa þær uppi. Það var vandamál. Okkur gekk illa að halda í boltann, og töpuðum návígum þegar við vorum með boltann, þannig að það er erfitt að flytja liðið upp þegar þú tapar alltaf boltanum á eigin vallarhelmingi. Þetta var svona það erfiðasta. Þær [þýsku] voru bara drullugóðar á móti okkur. Vel agressívar og pressuðu okkur hátt. Bara læti í þeim allan tímann,“ sagði Þorsteinn við RÚV. Ísland skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. „Já, að sjálfsögðu eru það vonbrigði. En ef við setjum þetta í samhengi þá vorum við ekki fyrir fram að leggja upp með það að við kæmum til Þýskalands og myndum vinna. Við auðvitað förum í alla leiki til að vinna og gerum allt sem við getum, en auðvitað var sóknarleikurinn erfiður og þungur hjá okkur. Sendingar, móttaka og önnur „basic“ atriði voru erfið og þung hjá okkur. Svona er þetta bara. Leikurinn fór illa en það breytir því ekki að við þurfum bara að gíra okkur upp og vera áfram í þessari baráttu,“ sagði Þorsteinn. Spurður út í stöðuna á Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem missti af leikjunum við Þýskaland og Wales vegna meiðsla, og hvort hún yrði með í lok október þegar Ísland mætir Danmörku og Þýskalandi á Laugardalsvelli, svaraði Þorsteinn: „Nei, ég veit raunverulega ekki neitt fyrr en í næsta glugga.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira