Samkvæmt heimildum Vísis lenti leikarinn hér á landi á þriðja tímanum í dag með flugi frá Osló. Hann hefur þegar keypt sér flíkur í North Face og í 66 Norður og ljóst að hann og India ætla sér að vera hlýtt á meðan dvöl sinni hér stendur.
Ekki er ljóst hve lengi feðginin hyggjast dvelja á landinu. Hemsworth, sem býr í Byron Bay bæ á austurströnd Ástralíu, hefur undanfarið tekið sér persónulegt frí frá leiklistinni.
Chris er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í Marvel myndunum. Dóttir hans fékk einmitt að leika í stóru gestahlutverki í nýjustu myndinni, Thor: Love and Thunder.
Hann uppgötvaði seint á síðasta ári að hann væri með svokallað fornæmi fyrir Alzheimer sjúkdómnum. Það þýðir að hann er með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á því að hann þrói með sér Alzheimer sjúkdóminn.
Sagðist Chris í kjölfarið hafa ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu. Hann sagðist ætla að taka sér góðan tíma í frí og eyða tíma með börnunum sínum og eiginkonu sinni. Ljóst er á Íslandsförinni að leikarinn hefur staðið við orð sín.