Grannt fylgst með Slóvakíu og upplýsingaóreiðu Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2023 08:34 Formenn stjórnmálaflokka í Slóvakíu í kappræðum í síðustu viku. EPA/JAKUB GAVLAK Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökum um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. DSA nær yfir nítján samfélagsmiðla og vefsvæði. Þar á við samfélagsmiðla Meta, X og TikTok, leitarvél Google, Wikipedia og verslunarsíður eins og Alibaba, Aliexpress og Amazon. Google Maps er einnig á lista ESB, samkvæmt frétt DW frá því í síðasta mánuði, þegar lögin tóku gildi. Lögin eiga að tryggja að forsvarsmenn þessara fyrirtækja beiti sér gegn upplýsingaóreiðu og lygum á samfélagsmiðlum og vefsvæðum. Þeim er einnig ætlað að auka gagnsæi varðandi auglýsingar. Brjóti fyrirtækin reglurnar geta þau verið sektuð um allt sex prósent af veltu sinni á heimsvísu. Séu brotin ítrekuð gæti þeim verið bannað að starfa í Evrópu. Þó lögin eigi einungis við innan Evrópusambandsins vonast stuðningsmenn þeirra og sérfræðingar til þess að þau hafi áhrif út á við og leiði til breytinga í Bandaríkjunum og víðar. Nú reiðir almennilega á lögin í fyrsta sinn, þegar kemur að kosningum í Slóvakíu en það eru fyrstu kosningarnar innan ESB frá því lögin tóku gildi. Eins og fram kemur í frétt New York Times er mikið um upplýsingaóreiðu í kringum þær kosningar en embættismenn í ESB og víðar óttast að þessi óreiða, sem á að miklu leyti rætur í Rússlandi og öðrum alræðisríkjum, grafi undan lýðræðislegum gildum í Evrópu. Meðal þeirra lyga sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Slóvakíu í aðdraganda kosninganna eru færslur um að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi keypt sér hús í Egyptalandi í nafni móður sinnar og að þingframbjóðandi hafi dáið vegna bóluefnis gegn Covid. Leiðtogi eins fjar-hægri flokks í Slóvakíu birti einnig mynd á Facebook sem sýndi flóttafólk en búið var að breyta henni svo einn maður á myndinni hélt á sveðju. Í næsta mánuði verða svo kosningar í Lúxemborg og Póllandi og svo verða kosningar til Evrópuþingsins á næsta ári. Embættismenn í ESB segja Rússa og aðra hafa staðið í miklum áróðursherferðum í tengslum við þessar kosningar. Umdeildur maður líklegur til sigurs Kannanir gefa til kynna að popúlistaflokkurinn SMER gæti borið sigur úr býtum í þingkosningunum. Flokkurinn er leiddur af Robert Fico en hann hefur lýst yfir aðdáun á Viktor Orbán, leiðtoga Ungverjalands. Fico var eitt sinn kommúnisti og er fyrrverandi forsætisráðherra en hann sagði af sér árið 2018 eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Í frétt Guardian segir að Fico hafi verið ákærður í fyrra fyrir að stofna glæpasamtök en ákæran hafi verið látin falla niður af ríkissaksóknara landsins, sem þykir hliðhollur Rússlandi. Robert Fico á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í mánuðinum.AP/Petr David Josek Hann hefur gengið hart fram gegn andstæðingum sínum og hefur einnig haldið því fram að svindlað gæti verið á honum í kosningunum. Fico hefur þar að auki haldið því fram að stuðningur við Úkraínu gegn innrás Rússa eigi ekki rétt á sér og gert málefni hinsegin fólks að bitbeini í kosningunum, ásamt fjar-hægri flokkum sem hann þykir líklegur til að starfa með eftir kosningarnar. Sögðu forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gera betur Reikningi Lubos Blaha, sem er einn af frambjóðendum SMER, á Facebook var lokað vegna rangfærlsna um Covid. hann er þó áfram virkur á Telegram og færslum hans þar er dreift á Facebooksíðu Smer. Talsmenn Meta segja það ekki brjóta gegn reglum fyrirtækisins. Politico sagði frá því í vikunni að ráðamenn innan ESB hefðu sagt forsvarsmönnum Alphabet, Meta og TikTok að taka betur á upplýsingaóreiðu frá Rússlandi. Annars ættu fyrirtækin von á sektum á grunni DSA. Þetta var gert á fundum í Bratislava með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og embættismönnum í Slóvakíu. Miðillinn segir áróðri frá Rússum dreift á samfélagsmiðlum í Slóvakíu og er vísað til nýlegrar skýrslu sem gerð var af hópi á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Thierry Breton, sem heldur utan um DSA, sagði Politico að heillindi kosninga væru í forgangi hjá honum. Farið yrði yfir hvernig lögin virkuðu varðandi Slóvakíku og kannað hvort þau virkuðu sem skyldi eða hvort herða þyrfti þau. Slóvakía Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökum um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. DSA nær yfir nítján samfélagsmiðla og vefsvæði. Þar á við samfélagsmiðla Meta, X og TikTok, leitarvél Google, Wikipedia og verslunarsíður eins og Alibaba, Aliexpress og Amazon. Google Maps er einnig á lista ESB, samkvæmt frétt DW frá því í síðasta mánuði, þegar lögin tóku gildi. Lögin eiga að tryggja að forsvarsmenn þessara fyrirtækja beiti sér gegn upplýsingaóreiðu og lygum á samfélagsmiðlum og vefsvæðum. Þeim er einnig ætlað að auka gagnsæi varðandi auglýsingar. Brjóti fyrirtækin reglurnar geta þau verið sektuð um allt sex prósent af veltu sinni á heimsvísu. Séu brotin ítrekuð gæti þeim verið bannað að starfa í Evrópu. Þó lögin eigi einungis við innan Evrópusambandsins vonast stuðningsmenn þeirra og sérfræðingar til þess að þau hafi áhrif út á við og leiði til breytinga í Bandaríkjunum og víðar. Nú reiðir almennilega á lögin í fyrsta sinn, þegar kemur að kosningum í Slóvakíu en það eru fyrstu kosningarnar innan ESB frá því lögin tóku gildi. Eins og fram kemur í frétt New York Times er mikið um upplýsingaóreiðu í kringum þær kosningar en embættismenn í ESB og víðar óttast að þessi óreiða, sem á að miklu leyti rætur í Rússlandi og öðrum alræðisríkjum, grafi undan lýðræðislegum gildum í Evrópu. Meðal þeirra lyga sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Slóvakíu í aðdraganda kosninganna eru færslur um að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi keypt sér hús í Egyptalandi í nafni móður sinnar og að þingframbjóðandi hafi dáið vegna bóluefnis gegn Covid. Leiðtogi eins fjar-hægri flokks í Slóvakíu birti einnig mynd á Facebook sem sýndi flóttafólk en búið var að breyta henni svo einn maður á myndinni hélt á sveðju. Í næsta mánuði verða svo kosningar í Lúxemborg og Póllandi og svo verða kosningar til Evrópuþingsins á næsta ári. Embættismenn í ESB segja Rússa og aðra hafa staðið í miklum áróðursherferðum í tengslum við þessar kosningar. Umdeildur maður líklegur til sigurs Kannanir gefa til kynna að popúlistaflokkurinn SMER gæti borið sigur úr býtum í þingkosningunum. Flokkurinn er leiddur af Robert Fico en hann hefur lýst yfir aðdáun á Viktor Orbán, leiðtoga Ungverjalands. Fico var eitt sinn kommúnisti og er fyrrverandi forsætisráðherra en hann sagði af sér árið 2018 eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Í frétt Guardian segir að Fico hafi verið ákærður í fyrra fyrir að stofna glæpasamtök en ákæran hafi verið látin falla niður af ríkissaksóknara landsins, sem þykir hliðhollur Rússlandi. Robert Fico á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í mánuðinum.AP/Petr David Josek Hann hefur gengið hart fram gegn andstæðingum sínum og hefur einnig haldið því fram að svindlað gæti verið á honum í kosningunum. Fico hefur þar að auki haldið því fram að stuðningur við Úkraínu gegn innrás Rússa eigi ekki rétt á sér og gert málefni hinsegin fólks að bitbeini í kosningunum, ásamt fjar-hægri flokkum sem hann þykir líklegur til að starfa með eftir kosningarnar. Sögðu forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gera betur Reikningi Lubos Blaha, sem er einn af frambjóðendum SMER, á Facebook var lokað vegna rangfærlsna um Covid. hann er þó áfram virkur á Telegram og færslum hans þar er dreift á Facebooksíðu Smer. Talsmenn Meta segja það ekki brjóta gegn reglum fyrirtækisins. Politico sagði frá því í vikunni að ráðamenn innan ESB hefðu sagt forsvarsmönnum Alphabet, Meta og TikTok að taka betur á upplýsingaóreiðu frá Rússlandi. Annars ættu fyrirtækin von á sektum á grunni DSA. Þetta var gert á fundum í Bratislava með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og embættismönnum í Slóvakíu. Miðillinn segir áróðri frá Rússum dreift á samfélagsmiðlum í Slóvakíu og er vísað til nýlegrar skýrslu sem gerð var af hópi á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Thierry Breton, sem heldur utan um DSA, sagði Politico að heillindi kosninga væru í forgangi hjá honum. Farið yrði yfir hvernig lögin virkuðu varðandi Slóvakíku og kannað hvort þau virkuðu sem skyldi eða hvort herða þyrfti þau.
Slóvakía Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira