Íbúi sendi fréttastofu myndir af vettvangi. Tveir bílar sérsveitar eru á bílaplani fjölbýlishúss að Móavegi 4 auk tveggja mótorhjóla og þriggja almennra lögreglubíla.
Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvar hverfisins, segist í samtali við Vísi ekki hafa upplýsingar um aðgerðirnar á Móavegi. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, sagðist að sama skapi ekki hafa upplýsingar um aðgerðir lögreglu í Grafarvogi.

Frétt uppfærð kl. 18:35:
Að sögn íbúa er lögreglan farin af vettvangi. Virðist vera sem enginn hafi verið handtekinn. Fréttastofa hefur ekki frekari upplýsingar um málið.