Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2023 21:01 Lovísa Rós segir að geiturnar séu bestu vinir sínir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira