Stígum öll upp úr skotgröfunum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 28. september 2023 07:30 Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun