Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar Bryndís Skarphéðinsdóttir, Margrét Wendt og Ólína Laxdal skrifa 28. september 2023 10:01 Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum störfum (öðrum en veitingageiranum), og í löggæslu og öryggisþjónustu í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi í vinnunni. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við HÍ, bendir á að „konur sem vinna á slíkum stöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu. Að þessu þarf að huga þegar öryggi á vinnustöðum er til skoðunar“. Stjórnendur í ferðaþjónustu þurfa að takast á við margvíslegar aðstæður á vinnustöðum þar sem brýnt er að hafa stefnu og viðbragðsáætlun til staðar til að skapa umhverfi sem setur velferð starfsfólks í forgang. Einnig er lagaleg skylda að atvinnurekendur geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir starfsfólk. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vill auðvelda stjórnendum að innleiða slíka áætlun og hefur því tekið saman gagnlegt fræðsluefni sem er aðgengilegt öllum á hæfni.is. Jafnframt bjóða Hæfnisetrið og Samtök ferðaþjónustunnar til rafræns fundar 3. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti og líðan á vinnustað, með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Fundinum verður streymt frá Facebook síðu Hæfnisetursins. Ferðaþjónustan hefur tekist á við margar áskoranir síðustu ár en er að ná sínum fyrri styrk þar sem rými myndast til að huga að gæðamálum, fræðslu og forvörnum til að tryggja jákvætt og öruggt vinnuumhverfi innan ferðaþjónustunnar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum störfum (öðrum en veitingageiranum), og í löggæslu og öryggisþjónustu í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi í vinnunni. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við HÍ, bendir á að „konur sem vinna á slíkum stöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu. Að þessu þarf að huga þegar öryggi á vinnustöðum er til skoðunar“. Stjórnendur í ferðaþjónustu þurfa að takast á við margvíslegar aðstæður á vinnustöðum þar sem brýnt er að hafa stefnu og viðbragðsáætlun til staðar til að skapa umhverfi sem setur velferð starfsfólks í forgang. Einnig er lagaleg skylda að atvinnurekendur geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir starfsfólk. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vill auðvelda stjórnendum að innleiða slíka áætlun og hefur því tekið saman gagnlegt fræðsluefni sem er aðgengilegt öllum á hæfni.is. Jafnframt bjóða Hæfnisetrið og Samtök ferðaþjónustunnar til rafræns fundar 3. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti og líðan á vinnustað, með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Fundinum verður streymt frá Facebook síðu Hæfnisetursins. Ferðaþjónustan hefur tekist á við margar áskoranir síðustu ár en er að ná sínum fyrri styrk þar sem rými myndast til að huga að gæðamálum, fræðslu og forvörnum til að tryggja jákvætt og öruggt vinnuumhverfi innan ferðaþjónustunnar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun