Börnin virðist ekki vita hvað „grænmetisæta“ þýðir Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2023 20:35 Gréta Jakobsdóttir er lektor í menntavísindum við Háskóla Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Tuttugu prósent nemenda í sjötta bekk grunnskóla segjast vera grænmetisætur. Einungis lítill hluti þeirra borðar í raun og veru ekkert kjöt og virðast ungmenni almennt ekki þekkja skilgreiningar þess að vera grænmetisæta. Niðurstöður könnunar um matarumhverfi grunnskólabarna verður kynnt á Menntakviku Háskóla Íslands á morgun. Tóku tæplega tvö þúsund börn þátt í könnuninni sem beint var til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um tuttugu prósent barna í sjötta bekk segjast vera grænmetisætur. Fer þeim fjölda fækkandi er börnin eldast og segjast þrettán prósent nemenda í áttunda bekk vera grænmetisætur. Fer talan svo niður í tíu prósent í tíunda bekk. Í könnuninni voru nemendur einnig spurðir hversu oft þeir borðuðu kjöt í viku. Þó nokkur fjöldi þeirra sem segjast vera grænmetisætur borðar kjöt nokkrum sinnum í viku. Því virðist vera að börn í grunnskóla séu með mismunandi skilgreiningu á því hvað sé að vera grænmetisæta. Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem sá um rannsóknina segir það til að mynda ekki standast skoðun að fimmtungur sjöttu bekkinga séu grænmetisætur. „Þá getum maður spurt, eru börn í 6. bekk, vita þau hvað þetta orð þýðir. Það sem maður getur kannski túlkað að ég borða grænmeti, en ég borða rosalega margt annað líka. Grænmetisæta getur þýtt rosalega mismunandi fyrir fólk. Er það að ég borða ekki kjöt, ég borða ekki fisk. Kannski er það pínu loðið fyrir suma hvað það þýðir,“ segir Gréta. Flestir telja að sá sem aldrei borðar kjöt eða fisk sé grænmætisæta. Gæti verið að þeir sem fá sér kjöt örfáum sinnum vilji flokka sig sem grænmetisætur. „Þess vegna verður maður að fara hóflega í að túlka niðurstöðurnar rosalega hart. Velta því frekar fyrir sér hvernig börnin túlka spurningar í spurningalistum og hvernig þau túlka orðin,“ segir Gréta. Þannig þetta þýðir ekkert endilega að fimmtungur barna í sjötta bekk séu grænmetisætur? „Nei, kannski frekar bara að þau borði grænmeti,“ segir Gréta. Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Niðurstöður könnunar um matarumhverfi grunnskólabarna verður kynnt á Menntakviku Háskóla Íslands á morgun. Tóku tæplega tvö þúsund börn þátt í könnuninni sem beint var til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um tuttugu prósent barna í sjötta bekk segjast vera grænmetisætur. Fer þeim fjölda fækkandi er börnin eldast og segjast þrettán prósent nemenda í áttunda bekk vera grænmetisætur. Fer talan svo niður í tíu prósent í tíunda bekk. Í könnuninni voru nemendur einnig spurðir hversu oft þeir borðuðu kjöt í viku. Þó nokkur fjöldi þeirra sem segjast vera grænmetisætur borðar kjöt nokkrum sinnum í viku. Því virðist vera að börn í grunnskóla séu með mismunandi skilgreiningu á því hvað sé að vera grænmetisæta. Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem sá um rannsóknina segir það til að mynda ekki standast skoðun að fimmtungur sjöttu bekkinga séu grænmetisætur. „Þá getum maður spurt, eru börn í 6. bekk, vita þau hvað þetta orð þýðir. Það sem maður getur kannski túlkað að ég borða grænmeti, en ég borða rosalega margt annað líka. Grænmetisæta getur þýtt rosalega mismunandi fyrir fólk. Er það að ég borða ekki kjöt, ég borða ekki fisk. Kannski er það pínu loðið fyrir suma hvað það þýðir,“ segir Gréta. Flestir telja að sá sem aldrei borðar kjöt eða fisk sé grænmætisæta. Gæti verið að þeir sem fá sér kjöt örfáum sinnum vilji flokka sig sem grænmetisætur. „Þess vegna verður maður að fara hóflega í að túlka niðurstöðurnar rosalega hart. Velta því frekar fyrir sér hvernig börnin túlka spurningar í spurningalistum og hvernig þau túlka orðin,“ segir Gréta. Þannig þetta þýðir ekkert endilega að fimmtungur barna í sjötta bekk séu grænmetisætur? „Nei, kannski frekar bara að þau borði grænmeti,“ segir Gréta.
Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira