Byggjum brú fyrir framtíðina Íris E. Gísladóttir skrifar 29. september 2023 11:00 Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skóla - og menntamál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar