Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 14:48 Dianne Feinstein lést á heimili sínu í Washington DC í gærkvöldi. Hún var níræð. AP/J. Scott Applewhite Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Sjá meira
Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Sjá meira