Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2023 13:15 Æfingin á flugvellinum hófst klukkan 11:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Aðsend Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir. Það eru Isavia og Almannavarnir sem standa saman að þessari viðbragðsæfingu, sem hófst klukkan 11:00 og stendur fram eftir degi. Á æfingunni er verið að æfa viðbrögð viðbragðsaðila á svæðinu við hópslysi, sem um 100 manns taka þátt í. En hvað gerðist? Friðfinnur Freyr Guðmundsson er verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia. „Hér erum við á Húsavíkurflugvelli þar sem við höfum líkt við flugslysi þar sem við erum með 20 manna farþegaflugvél, sem hefur farið niður hér á Norðurbraut flugvallarins og hér eru viðbragðsaðilar á svæðinu bara að vinna úr því,“ segir Friðfinnur Freyr. Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.Aðsend Þannig að það er gríðarlegur viðbúnaður þarna? „Það er mikill viðbúnaður og bæjarbúar væntanlega búnir að taka eftir reyk, sem steig hér upp af norðurenda brautarinnar hérna í morgun og já, já, það gengur vel.“ Friðfinnur segir að einhverjir hafi látist í flugslysinu. „Já, það er nú akkúrat partur af ferlinum okkar að við verðum að vita hvað við ætlum að gera við þá, sem látast í svona flugslysi þannig að við erum alltaf með einhverja, við látum reyndar engan leika slíkt heldur erum við bara með dúkkur í því en það er líka svo mikilvægt út af rannsóknarþættinum og annað slíkt, þannig að já, já, við erum með það.“ Um 100 manns taka þátt í æfingunni.Aðsend Friðfinnur Freyr segir að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því að þessar æfingar hafa í rauninni þróað hópslysaviðbúnað á Íslandi. Við erum búnir að vera með þessar æfingar á flugvöllum yfir 20 ár og þetta er sá lærdómur, sem við höfum getað dregið af þessum æfingum hafa ratað inn í hópslysaskipulagið á Íslandi,“ segir Friðfinnur Freyr og bætir við. „Við lærum á hverri einustu æfingu og við sem erum búin að vera í þessu lengi líka og það eru líka samskiptin við heimamenn, sem sýna þessu áhuga og vilja gera það vel fyrir sitt samfélag og vera í þessu viðbragði, hvort sem það eru sjálfboðaliðar eða atvinnumenn, það er líka gríðarlega gefandi.“ Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð. Norðurþing Almannavarnir Fréttir af flugi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Það eru Isavia og Almannavarnir sem standa saman að þessari viðbragðsæfingu, sem hófst klukkan 11:00 og stendur fram eftir degi. Á æfingunni er verið að æfa viðbrögð viðbragðsaðila á svæðinu við hópslysi, sem um 100 manns taka þátt í. En hvað gerðist? Friðfinnur Freyr Guðmundsson er verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia. „Hér erum við á Húsavíkurflugvelli þar sem við höfum líkt við flugslysi þar sem við erum með 20 manna farþegaflugvél, sem hefur farið niður hér á Norðurbraut flugvallarins og hér eru viðbragðsaðilar á svæðinu bara að vinna úr því,“ segir Friðfinnur Freyr. Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.Aðsend Þannig að það er gríðarlegur viðbúnaður þarna? „Það er mikill viðbúnaður og bæjarbúar væntanlega búnir að taka eftir reyk, sem steig hér upp af norðurenda brautarinnar hérna í morgun og já, já, það gengur vel.“ Friðfinnur segir að einhverjir hafi látist í flugslysinu. „Já, það er nú akkúrat partur af ferlinum okkar að við verðum að vita hvað við ætlum að gera við þá, sem látast í svona flugslysi þannig að við erum alltaf með einhverja, við látum reyndar engan leika slíkt heldur erum við bara með dúkkur í því en það er líka svo mikilvægt út af rannsóknarþættinum og annað slíkt, þannig að já, já, við erum með það.“ Um 100 manns taka þátt í æfingunni.Aðsend Friðfinnur Freyr segir að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því að þessar æfingar hafa í rauninni þróað hópslysaviðbúnað á Íslandi. Við erum búnir að vera með þessar æfingar á flugvöllum yfir 20 ár og þetta er sá lærdómur, sem við höfum getað dregið af þessum æfingum hafa ratað inn í hópslysaskipulagið á Íslandi,“ segir Friðfinnur Freyr og bætir við. „Við lærum á hverri einustu æfingu og við sem erum búin að vera í þessu lengi líka og það eru líka samskiptin við heimamenn, sem sýna þessu áhuga og vilja gera það vel fyrir sitt samfélag og vera í þessu viðbragði, hvort sem það eru sjálfboðaliðar eða atvinnumenn, það er líka gríðarlega gefandi.“ Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.
Norðurþing Almannavarnir Fréttir af flugi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira