Rak taílenskan þingmann út af veitingastað í Kópavogi Árni Sæberg skrifar 30. september 2023 14:28 Ari Alexander vildi ekki hafa þingmanninn inni á veitingastaðnum sem hann vinnur á. Instagram/Tokyo Sushi Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland. Ari Alexander sýndi frá því þegar hann rak Rojanasunan út af staðnum í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið er ekki aðgengilegt en fjöldi taílenskra miðla hefur greint frá innihaldi þess. Porntip Rojanasunan fékk ekki að borða sushi í gær.Skjáskot/PBS Í myndskeiðinu heyrist Ari Alexander ekki gefa aðrar útskýringar á brottrekstri Rojanasunan en að hún hefði valdið Taílandi miklum skaða. Ari Alexander er af taílenskum uppruna. „Þú ert ekki velkomin hér, farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander á ensku. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. Talið tengjast pólitískum ágreiningi Í taílenska miðlinum PBS segir að talið sé að Ari Alexander hafi ekki viljað hafa Rojanasunan inni á staðnum vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokk sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „No comment," sagði Ari Alexander þegar Vísir náði tali af honum í dag. Rojanasunan er hér á landi í fríi ásamt nokkuð stórum hópi fólks. Ari Alexander gerði ekki athugasemdir við veru annarra í hópnum á staðnum en hennar. Hún deildi mynd af sér í nótt á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði að hún hefði loksins náð markmiði sínu að sjá norðurljósin. View this post on Instagram A post shared by Porntip Rojanasunan (@porntip_nai) Frægasti réttarmeinafræðingur landsins Porntip Rojanasunan er vel þekkt í stjórnmálum Taílands. Hún er menntaður læknir og réttarmeinafræðingur. Hún steig fram í sviðsljósið árið 1998 og varð fljótlega þekktasti réttarmeinafræðingur landsins. Hún var frumkvöðull í notkun erfðaefnisrannsókna í landinu og athyglisverðar hárgreiðslur hennar ýttu undir frægðina. Rojanasunan stýrði réttarmeinastofnun Taílands um tíma og var kjörin á þing árið 2019. Veitingastaðir Kópavogur Taíland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Ari Alexander sýndi frá því þegar hann rak Rojanasunan út af staðnum í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið er ekki aðgengilegt en fjöldi taílenskra miðla hefur greint frá innihaldi þess. Porntip Rojanasunan fékk ekki að borða sushi í gær.Skjáskot/PBS Í myndskeiðinu heyrist Ari Alexander ekki gefa aðrar útskýringar á brottrekstri Rojanasunan en að hún hefði valdið Taílandi miklum skaða. Ari Alexander er af taílenskum uppruna. „Þú ert ekki velkomin hér, farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander á ensku. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. Talið tengjast pólitískum ágreiningi Í taílenska miðlinum PBS segir að talið sé að Ari Alexander hafi ekki viljað hafa Rojanasunan inni á staðnum vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokk sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „No comment," sagði Ari Alexander þegar Vísir náði tali af honum í dag. Rojanasunan er hér á landi í fríi ásamt nokkuð stórum hópi fólks. Ari Alexander gerði ekki athugasemdir við veru annarra í hópnum á staðnum en hennar. Hún deildi mynd af sér í nótt á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði að hún hefði loksins náð markmiði sínu að sjá norðurljósin. View this post on Instagram A post shared by Porntip Rojanasunan (@porntip_nai) Frægasti réttarmeinafræðingur landsins Porntip Rojanasunan er vel þekkt í stjórnmálum Taílands. Hún er menntaður læknir og réttarmeinafræðingur. Hún steig fram í sviðsljósið árið 1998 og varð fljótlega þekktasti réttarmeinafræðingur landsins. Hún var frumkvöðull í notkun erfðaefnisrannsókna í landinu og athyglisverðar hárgreiðslur hennar ýttu undir frægðina. Rojanasunan stýrði réttarmeinastofnun Taílands um tíma og var kjörin á þing árið 2019.
Veitingastaðir Kópavogur Taíland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira