Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2023 20:01 Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, á verðugt verkefni fyrir höndum. Vísir/Einar Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. Blikar spila sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á fimmtudag og fara leikir liðsins fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA. Síðasti heimaleikur Blika er seint í nóvember og því mikið starf fram undan að halda grasinu góðu langt inn í íslenskan vetur. „Við þurfum að halda honum á lífi og reyna að búa til smá sprettu í honum, og koma í veg fyrir að hann frjósi svo hann verði spilhæfur hérna í nóvember,“ „Besta leiðin er undirhiti en því miður höfum við hann ekki í dag. Það hefði verið besta lausnin,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Aðstæðurnar erfiðar Farið er að hausta og því vöxtur vallarins gott sem búinn í ár. Viðhaldsvinna fremur en ræktun er fram undan. „Gróandinn og sprettan eru að minnka. Núna erum við aðallega að koma í veg fyrir að hann skemmist. Við erum að dúndra fræjum út og vona að þau spíri. Það er að hægjast á öllu núna með næturfrosti, það kólnar og meira myrkur. Það er ekkert með okkur í þessu en við munum gera okkar besta fyrir Blikana í nóvember,“ Heljarinnar vinna er því fram undan hjá vallarstarfsfólki að halda vellinum við svo langt inn í veturinn. En hvaða búnaður er notaður til verksins? „Það eru til nokkrar aðferðir en við höfum reynslu af svona hitapulsu sem við notuðum 2013 og árið 2020 þegar við áttum að fara í umspil hérna í mars. Við höfum verið í sambandi við það fyrirtæki og þeir eru reiðubúnir að koma inn í þetta verkefni með okkur,“ „Vonandi þurfum við ekki að nota hana og vonandi verður nóvember blíður við okkur, verður hlýr og góður,“ segir Kristinn. En hver er kostnaðurinn af slíku? „Öllu fylgir þessu kostnaður. Þetta er ekkert frítt, við erum að leigja þetta en vonandi náum við að nýta þennan búnað til þess að völlurinn verði leikfær.“ „Kostnaðurinn skiptir einhverjum milljónum en það er svo sem ekki mitt að hugsa um þann kostnað.“ segir Kristinn. Laugardalsvöllur KSÍ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Blikar spila sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á fimmtudag og fara leikir liðsins fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA. Síðasti heimaleikur Blika er seint í nóvember og því mikið starf fram undan að halda grasinu góðu langt inn í íslenskan vetur. „Við þurfum að halda honum á lífi og reyna að búa til smá sprettu í honum, og koma í veg fyrir að hann frjósi svo hann verði spilhæfur hérna í nóvember,“ „Besta leiðin er undirhiti en því miður höfum við hann ekki í dag. Það hefði verið besta lausnin,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Aðstæðurnar erfiðar Farið er að hausta og því vöxtur vallarins gott sem búinn í ár. Viðhaldsvinna fremur en ræktun er fram undan. „Gróandinn og sprettan eru að minnka. Núna erum við aðallega að koma í veg fyrir að hann skemmist. Við erum að dúndra fræjum út og vona að þau spíri. Það er að hægjast á öllu núna með næturfrosti, það kólnar og meira myrkur. Það er ekkert með okkur í þessu en við munum gera okkar besta fyrir Blikana í nóvember,“ Heljarinnar vinna er því fram undan hjá vallarstarfsfólki að halda vellinum við svo langt inn í veturinn. En hvaða búnaður er notaður til verksins? „Það eru til nokkrar aðferðir en við höfum reynslu af svona hitapulsu sem við notuðum 2013 og árið 2020 þegar við áttum að fara í umspil hérna í mars. Við höfum verið í sambandi við það fyrirtæki og þeir eru reiðubúnir að koma inn í þetta verkefni með okkur,“ „Vonandi þurfum við ekki að nota hana og vonandi verður nóvember blíður við okkur, verður hlýr og góður,“ segir Kristinn. En hver er kostnaðurinn af slíku? „Öllu fylgir þessu kostnaður. Þetta er ekkert frítt, við erum að leigja þetta en vonandi náum við að nýta þennan búnað til þess að völlurinn verði leikfær.“ „Kostnaðurinn skiptir einhverjum milljónum en það er svo sem ekki mitt að hugsa um þann kostnað.“ segir Kristinn.
Laugardalsvöllur KSÍ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira