Þá er það #kennaravikan Magnús Þór Jónsson skrifar 2. október 2023 07:32 Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra. ETUCE leggja að þessu sinni upp með að vikuna alla eigi kennarastarfið skilið athygli um leið og kynnt eru þau tíu meginatriði sem samtökin telja vera lykilatriði í starfi kennarans, mikilvæg til að starfið verði eftirsóknarvert, efli vellíðan og starfsanda sem leiðir af sér góðan árangur og auki gæði menntunar. Þau eru: 1.Tryggja faglegt sjálfstæði og akademískt frelsi skólafólks. 2.Hafa samvinnu og sameiningu að leiðarljósi við störf innan menntastofnana og ‐kerfa. 3.Bjóða mannsæmandi laun og koma í veg fyrir launamisrétti. 4.Tryggja góð og traust vinnuskilyrði og stuðla að velferð kennara. 5.Stýra vinnuálagi og vinnutímum. 6.Skapa vinnuumhverfi sem laðar að nýliða og stuðlar að því að starfsfólk haldist í starfi. 7.Tryggja rétt til vandaðrar kennaramenntunar án aðgreiningar og stöðugrar þróunar í starfi. 8.Fást við áskoranir á sviði jafnréttismála innan kennarastéttarinnar. 9.Stuðla að virkri og faglegri umræðu. 10.Valdefla kennarastéttina. Við hjá Kennarasambandi Íslands tökum virkan þátt í kennaravikunni og er hápunktur vikunnar Skólamálaþing okkar þann 4. október. Yfirskrift þingsins þetta árið er: „Með opnum örmum, hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna“, verkefni sem hefur stöðugt aukið vægi innan íslenskra skóla. Atriðin 10 frá ETUCE tala beint inn í íslenskan raunveruleika og í kennaravikunni er ætlun okkar hjá KÍ að varpa ljósi á þau á meðal félagsfólks okkar sem og í samfélaginu öllu. Við munum á netmiðlum okkar birta samtöl við lykilfólk í íslenskum stjórnmálum um tíu punkta ETUCE, á sama tíma og við skorum á alla kennara að ræða þau sín á milli á kaffistofunum og í sínu nærumhverfi, kennarastarfinu til heilla. Kennarastarfið er göfugt starf. Menntun er undirstaða hvers samfélags og það eru forréttindi að sinna því starfi að efla sitt samfélag. Í kennaravikunni treysti ég því að við sem sinnum því starfi eflum sýnileika starfsins okkar með fréttum af öllu því jákvæða sem býr í íslenskum skólum og á meðal nemenda okkar. Ég skora á okkur að nýta samfélagsmiðla á jákvæðan hátt, við leggjum upp með nota myllumerkið #kennaravikan í þeim fréttum sem við ætlum að birta næstu dagana og ég skora á kennara að nota það einnig á næstu dögum. Til hamingju með daginn á fimmtudaginn allir kennarar! Höfndur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra. ETUCE leggja að þessu sinni upp með að vikuna alla eigi kennarastarfið skilið athygli um leið og kynnt eru þau tíu meginatriði sem samtökin telja vera lykilatriði í starfi kennarans, mikilvæg til að starfið verði eftirsóknarvert, efli vellíðan og starfsanda sem leiðir af sér góðan árangur og auki gæði menntunar. Þau eru: 1.Tryggja faglegt sjálfstæði og akademískt frelsi skólafólks. 2.Hafa samvinnu og sameiningu að leiðarljósi við störf innan menntastofnana og ‐kerfa. 3.Bjóða mannsæmandi laun og koma í veg fyrir launamisrétti. 4.Tryggja góð og traust vinnuskilyrði og stuðla að velferð kennara. 5.Stýra vinnuálagi og vinnutímum. 6.Skapa vinnuumhverfi sem laðar að nýliða og stuðlar að því að starfsfólk haldist í starfi. 7.Tryggja rétt til vandaðrar kennaramenntunar án aðgreiningar og stöðugrar þróunar í starfi. 8.Fást við áskoranir á sviði jafnréttismála innan kennarastéttarinnar. 9.Stuðla að virkri og faglegri umræðu. 10.Valdefla kennarastéttina. Við hjá Kennarasambandi Íslands tökum virkan þátt í kennaravikunni og er hápunktur vikunnar Skólamálaþing okkar þann 4. október. Yfirskrift þingsins þetta árið er: „Með opnum örmum, hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna“, verkefni sem hefur stöðugt aukið vægi innan íslenskra skóla. Atriðin 10 frá ETUCE tala beint inn í íslenskan raunveruleika og í kennaravikunni er ætlun okkar hjá KÍ að varpa ljósi á þau á meðal félagsfólks okkar sem og í samfélaginu öllu. Við munum á netmiðlum okkar birta samtöl við lykilfólk í íslenskum stjórnmálum um tíu punkta ETUCE, á sama tíma og við skorum á alla kennara að ræða þau sín á milli á kaffistofunum og í sínu nærumhverfi, kennarastarfinu til heilla. Kennarastarfið er göfugt starf. Menntun er undirstaða hvers samfélags og það eru forréttindi að sinna því starfi að efla sitt samfélag. Í kennaravikunni treysti ég því að við sem sinnum því starfi eflum sýnileika starfsins okkar með fréttum af öllu því jákvæða sem býr í íslenskum skólum og á meðal nemenda okkar. Ég skora á okkur að nýta samfélagsmiðla á jákvæðan hátt, við leggjum upp með nota myllumerkið #kennaravikan í þeim fréttum sem við ætlum að birta næstu dagana og ég skora á kennara að nota það einnig á næstu dögum. Til hamingju með daginn á fimmtudaginn allir kennarar! Höfndur er formaður Kennarasambands Íslands
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar