Spá Vísis fyrir Subway (10.-12.): Liðin sem berjast fyrir lífi sínu í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2023 12:00 Hattarmenn gáfu eftir í lokin þegar allt leit út fyrir að þeir væru að komast í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið í sögunni. Vísir/Hulda Margrét Subway deild karla í körfubolta hefst á fimmtudaginn kemur og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um áframhaldandi sæti í deildinni. Reykjavíkurfélögin KR og ÍR kvöddu Subway deildina í fyrra sem kom mörgum eflaust á óvart. Það sýnir að margt getur breyst yfir heilt tímabil. Þau þrjú lið sem við spáum í neðstu sætunum hafa því nægan tíma til að svara þessari spá með betri frammistöðu inn á vellinum en útlitið er ekki alltof bjart í upphafi. Það er okkar mat að liðin sem standa verst í upphafi móts eru nýliðar Hamars og svo lið Breiðabliks og Hattar. Öll eiga þessi lið það sameiginlegt að hafa ekki bætt mikið við sig milli tímabila. Hamarsmenn eru að koma upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í meira en áratug en Blikar og Hattarmenn misstu bæði á grátlegan hátt af sæti í úrslitakeppninni í fyrra. Breiðablik og Höttur sátu lengi í sæti sem hefði skilað þeim í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Höttur vann aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum og bara þrjá leiki eftir áramót en Breiðablik tapaði átta síðustu leikjum sínum og vann bara einn deildarleik eftir 10. desember. Liðin unnu því samanlagt tólf leiki fyrir jól en aðeins fjóra leiki eftir jól. Það er ljóst á þessu að liðin þurftu augljóslega að bæta við sig fyrir frekari átök en á meðan Höttur teflir fram mjög svipuðu liði þá hafa Blikarnir misst öfluga leikmenn. Hamarsmenn halda sínum kjarna frá því í fyrra og treysta á hann áfram eins og Hattarmenn. Það skilaði þeim upp í gegnum úrslitakeppnina í fyrra en óvíst hvort það dugi liðinu að taka þetta stóra skref að fara upp í Subway deildina. Everage Lee Richardson þarf að skora og skora mikið með Blikum í vetur.Vísir/Bára Breiðablik - 12. sæti Síðustu tímabil hjá Breiðablik 2022-23: 10. sæti í A-deild 2021-22: 9. sæti í A-deild 2020-21: 1. sæti í B-deild 2019-20: 3. sæti í B-deild 2018-19: 12. sæti í A-deild Árið í fyrra: Breiðablik endaði í tíunda sæti eftir skelfilegan seinni hluta. Blikarnir voru eitt af bestu liðunum fyrir jól (7 sigrar í fyrstu 9 leikjunum) og eitt slakasta lið deildarinnar eftir jól (1 sigur í síðustu 13 leikjum). Besta frétt sumarsins: Á sumri þar sem Breiðablik var að missa mikið var heimkoma Snorra Vignissonar ánægjuleg frétt. Snorri er með Blikahjartað á réttum stað og hrífur alla með sér með baráttu og leikgleði. Það verður líka gaman að sjá hvað hann hefur lært af tíma sínum erlendis. Áhyggjuefnið: Blikar misstu ekki bara dampinn á síðasta tímabili heldur misstu þeir líka mikið í sumar. Miklu munaði um að feðgarnir yfirgáfu Smárann. Það er eitt að missa þjálfarann Pétur Ingvarsson en enn verra að missa son hans Sigurð Pétursson sem átti að taka af sér miklu stærra hlutverk í vetur. Þetta gerir verkefnið enn erfiðara í Kópavogi. Það góða við þjálfaramálin er að Blikar sömdu við Ívar Ásgrímsson sem er þekktur fyrir að ná miklu út úr sínu liðum og hann þekkir líka vel til yngri leikmanna félagsins eftir að hafa þjálfað þar síðustu ár. Þarf að eiga gott tímabil: Everage Lee Richardson hefur skilað frábærum tölum síðustu ár en hann þarf að gera meira af því og jafnvel enn meira í vetur ef ekki á illa að fara. Hann er ekkert unglamb lengur enda að verða 38 ára gamall en hefur gæðin til að skila frábærum tölum áfram sem Blikarnir þurfa svo sannarlega á að halda. Gæti slegið í gegn: Sölvi Ólason er einn af ungu efnileikum leikmönnum Blika sem þurfa nú að stíga fram á sviðið og spila með sjálfstrausti og trú. Sölvi hefur verið mikill skorari upp alla yngri flokkana og þarf að skila stigum á töfluna fyrir Blika í vetur. Bjartsýni: Ná átttunda sætinu og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Svartsýni: Verða langlélegasta lið deildarinnar og falla. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Natvélin, átti frábær tímabil í fyrra og fær nú tækifæri til að sýna sig og sanna í Subway deildinni á ný.Vísir/Bára Hamar - 11. sæti Síðustu tímabil hjá Hamri 2022-23: 2. sæti í B-deild 2021-22: 9. sæti í B-deild 2020-21: 2. sæti í B-deild 2019-20: 2. sæti í B-deild 2018-19: 3. sæti í B-deild Árið í fyrra: Hamarsmenn endurheimtu sæti sitt í úrvalsdeildinni síðasta vor eftir tólf ára fjarveru. Liðið endaði í öðru sæti í deildinni og vann síðan úrslitakeppnina þar sem liðið fagnaði sigri á Skallagrím í oddaleik. Besta frétt sumarsins: Hamarsmenn voru frekar rólegir á markaðnum í sumar að mati flestra og því var samningurinn við reynsluboltann Danero Thomas síðla hausts mjög ánægjuleg tíðindi. Thomas fær stórt hlutverk að hjálpa mörgum reynslulitlum leikmönnum liðsins að taka stórt skref upp í úrvalsdeildina. Áhyggjuefnið: Jose Medina Aldana hefur hjálpað tveimur liðum upp í úrvalsdeildina á síðustu tveimur árum en núna fær hann loksins tækifæri til að spila þar sjálfur. Medina bauð upp á 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í 1. deildinni í fyrra en það á eftir að koma í ljós hvort hann geti leitt liðið af sama krafti í Subway deildinni. Þarf að eiga gott tímabil: Ragnar Ágúst Nathanaelsson var búinn að vera varaskeifa í sínum liðum í nokkur ár þegar hann snéri aftur heim í Hamar. Þar fékk hann aftur að vera aðalmaðurinn í sínu liði sem skilaði Hamar 14,7 stigum, 15,3 fráköstum og 3,2 vörðum skotum í leik á síðustu leiktíð. Hamar þarf líka á alvöru frammistöðu að halda frá honum vetur. Gæti slegið í gegn: Björn Ásgeir Ásgeirsson fær nú sitt fyrsta tækifæri í úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað í nokkur ár við góðan orðstýr í 1. deildinni. Björn skoraði meðal annars 21 stig og fimm þrista í oddaleiknum um sæti í úrvalsdeild og átti líka 41 stigs leik í deildarkeppnini þar sem hann setti niður sex þrista. Hann var líka valinn í úrvalslið tímabilsins í fyrra. Bjartsýni: Ná átttunda sætinu og tryggja sér sæti í úrslitakeppni í fyrsta sinn í sautján ár. Svartsýni: Falla úr deildinni eftir aðeins eitt tímabil þar. Höttur komst inn á bikarúrslitavikuna í fyrra og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn.Vísir/Bára Höttur - 10. sæti Síðustu tímabil hjá Hetti: 2022-23: 9. sæti í A-deild 2021-22: 2. sæti í B-deild (Unnu úrslitakeppni) 2020-21: 11. sæti í A-deild 2019-20: 1. sæti í B-deild 2018-19: 4. sæti í B-deild Árið í fyrra: Hattarmenn enduðu í níunda sæti í fyrra og voru grátlega nálægt því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þeir skrifuðu þó sögu Hattar með því að halda sér uppi í fyrsta sinn. Dræm uppskera undir lokin, þegar einn sigur í viðbót hafði gert sögulegan vetur enn sögulegri, hefur eflaust nagað Hattarmenn í allt sumar. Besta frétt sumarsins: Höttur sótti ÍR-inginn Sæþór Elmar Kristjánsson til höfuðborgarinnar sem er góð viðbót við liðið. Það hefur oft verið langt fyrir leikmenn að fara til Egilsstaða og því gott fyrir Hött að ná í stemmningsleikmann sem hefur mikla reynslu af því að spila stóra leiki í úrvalsdeildinni. Áhyggjuefnið: Hattarmenn halda tryggð við flesta erlenda leikmenn sína og það þýðir að tveir af leikmönnum liðsins teljast í hópi elstu leikmenn deildarinnar. Miðherjinn Nemanja Knezevic er 36 ára og bakvörðurinn Obie Trotter er 39 ára. Báðir eru þeir liðinu gríðarlega mikilvægir og nú reynir á þá báða að gefa árafjöldanum puttann og halda áfram að skila topptölum til síns liðs. Þarf að eiga gott tímabil: Matej Karlovic er ekki mikið yngri en þeir Knezevic og Trotter og var auk þess að glíma við meiðsli á síðasta tímabili. Það skiptir liðið miklu máli að hinn 33 ára gamli Karlovic skili betri frammistöðu í vetur en í fyrra því ef það er eitthvað lið sem er skeinuhætt þá eru það Hattarmenn með Karlovic í stuði. Gæti slegið í gegn: Gísli Þórarinn Hallsson er annar stuðleikmaður sem gæti stigið skref í rétta átt og hjálpað liði sínu mikið í vetur. Gísli er nú kominn með reynslu af deildinni og ætti að vera tilbúinn að taka næsta skref. Hann var þannig með 63 prósent þriggja stiga nýtingu í átta sigurleikjum liðsins í fyrra og sýndi þar hvað hann getur gert gæfumuninn fyrir Hattarliðið. Bjartsýni: Tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í sögunni. Svartsýni: Falla úr deildinni. Subway-deild karla Hamar Breiðablik Höttur Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Reykjavíkurfélögin KR og ÍR kvöddu Subway deildina í fyrra sem kom mörgum eflaust á óvart. Það sýnir að margt getur breyst yfir heilt tímabil. Þau þrjú lið sem við spáum í neðstu sætunum hafa því nægan tíma til að svara þessari spá með betri frammistöðu inn á vellinum en útlitið er ekki alltof bjart í upphafi. Það er okkar mat að liðin sem standa verst í upphafi móts eru nýliðar Hamars og svo lið Breiðabliks og Hattar. Öll eiga þessi lið það sameiginlegt að hafa ekki bætt mikið við sig milli tímabila. Hamarsmenn eru að koma upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í meira en áratug en Blikar og Hattarmenn misstu bæði á grátlegan hátt af sæti í úrslitakeppninni í fyrra. Breiðablik og Höttur sátu lengi í sæti sem hefði skilað þeim í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Höttur vann aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum og bara þrjá leiki eftir áramót en Breiðablik tapaði átta síðustu leikjum sínum og vann bara einn deildarleik eftir 10. desember. Liðin unnu því samanlagt tólf leiki fyrir jól en aðeins fjóra leiki eftir jól. Það er ljóst á þessu að liðin þurftu augljóslega að bæta við sig fyrir frekari átök en á meðan Höttur teflir fram mjög svipuðu liði þá hafa Blikarnir misst öfluga leikmenn. Hamarsmenn halda sínum kjarna frá því í fyrra og treysta á hann áfram eins og Hattarmenn. Það skilaði þeim upp í gegnum úrslitakeppnina í fyrra en óvíst hvort það dugi liðinu að taka þetta stóra skref að fara upp í Subway deildina. Everage Lee Richardson þarf að skora og skora mikið með Blikum í vetur.Vísir/Bára Breiðablik - 12. sæti Síðustu tímabil hjá Breiðablik 2022-23: 10. sæti í A-deild 2021-22: 9. sæti í A-deild 2020-21: 1. sæti í B-deild 2019-20: 3. sæti í B-deild 2018-19: 12. sæti í A-deild Árið í fyrra: Breiðablik endaði í tíunda sæti eftir skelfilegan seinni hluta. Blikarnir voru eitt af bestu liðunum fyrir jól (7 sigrar í fyrstu 9 leikjunum) og eitt slakasta lið deildarinnar eftir jól (1 sigur í síðustu 13 leikjum). Besta frétt sumarsins: Á sumri þar sem Breiðablik var að missa mikið var heimkoma Snorra Vignissonar ánægjuleg frétt. Snorri er með Blikahjartað á réttum stað og hrífur alla með sér með baráttu og leikgleði. Það verður líka gaman að sjá hvað hann hefur lært af tíma sínum erlendis. Áhyggjuefnið: Blikar misstu ekki bara dampinn á síðasta tímabili heldur misstu þeir líka mikið í sumar. Miklu munaði um að feðgarnir yfirgáfu Smárann. Það er eitt að missa þjálfarann Pétur Ingvarsson en enn verra að missa son hans Sigurð Pétursson sem átti að taka af sér miklu stærra hlutverk í vetur. Þetta gerir verkefnið enn erfiðara í Kópavogi. Það góða við þjálfaramálin er að Blikar sömdu við Ívar Ásgrímsson sem er þekktur fyrir að ná miklu út úr sínu liðum og hann þekkir líka vel til yngri leikmanna félagsins eftir að hafa þjálfað þar síðustu ár. Þarf að eiga gott tímabil: Everage Lee Richardson hefur skilað frábærum tölum síðustu ár en hann þarf að gera meira af því og jafnvel enn meira í vetur ef ekki á illa að fara. Hann er ekkert unglamb lengur enda að verða 38 ára gamall en hefur gæðin til að skila frábærum tölum áfram sem Blikarnir þurfa svo sannarlega á að halda. Gæti slegið í gegn: Sölvi Ólason er einn af ungu efnileikum leikmönnum Blika sem þurfa nú að stíga fram á sviðið og spila með sjálfstrausti og trú. Sölvi hefur verið mikill skorari upp alla yngri flokkana og þarf að skila stigum á töfluna fyrir Blika í vetur. Bjartsýni: Ná átttunda sætinu og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Svartsýni: Verða langlélegasta lið deildarinnar og falla. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Natvélin, átti frábær tímabil í fyrra og fær nú tækifæri til að sýna sig og sanna í Subway deildinni á ný.Vísir/Bára Hamar - 11. sæti Síðustu tímabil hjá Hamri 2022-23: 2. sæti í B-deild 2021-22: 9. sæti í B-deild 2020-21: 2. sæti í B-deild 2019-20: 2. sæti í B-deild 2018-19: 3. sæti í B-deild Árið í fyrra: Hamarsmenn endurheimtu sæti sitt í úrvalsdeildinni síðasta vor eftir tólf ára fjarveru. Liðið endaði í öðru sæti í deildinni og vann síðan úrslitakeppnina þar sem liðið fagnaði sigri á Skallagrím í oddaleik. Besta frétt sumarsins: Hamarsmenn voru frekar rólegir á markaðnum í sumar að mati flestra og því var samningurinn við reynsluboltann Danero Thomas síðla hausts mjög ánægjuleg tíðindi. Thomas fær stórt hlutverk að hjálpa mörgum reynslulitlum leikmönnum liðsins að taka stórt skref upp í úrvalsdeildina. Áhyggjuefnið: Jose Medina Aldana hefur hjálpað tveimur liðum upp í úrvalsdeildina á síðustu tveimur árum en núna fær hann loksins tækifæri til að spila þar sjálfur. Medina bauð upp á 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í 1. deildinni í fyrra en það á eftir að koma í ljós hvort hann geti leitt liðið af sama krafti í Subway deildinni. Þarf að eiga gott tímabil: Ragnar Ágúst Nathanaelsson var búinn að vera varaskeifa í sínum liðum í nokkur ár þegar hann snéri aftur heim í Hamar. Þar fékk hann aftur að vera aðalmaðurinn í sínu liði sem skilaði Hamar 14,7 stigum, 15,3 fráköstum og 3,2 vörðum skotum í leik á síðustu leiktíð. Hamar þarf líka á alvöru frammistöðu að halda frá honum vetur. Gæti slegið í gegn: Björn Ásgeir Ásgeirsson fær nú sitt fyrsta tækifæri í úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað í nokkur ár við góðan orðstýr í 1. deildinni. Björn skoraði meðal annars 21 stig og fimm þrista í oddaleiknum um sæti í úrvalsdeild og átti líka 41 stigs leik í deildarkeppnini þar sem hann setti niður sex þrista. Hann var líka valinn í úrvalslið tímabilsins í fyrra. Bjartsýni: Ná átttunda sætinu og tryggja sér sæti í úrslitakeppni í fyrsta sinn í sautján ár. Svartsýni: Falla úr deildinni eftir aðeins eitt tímabil þar. Höttur komst inn á bikarúrslitavikuna í fyrra og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn.Vísir/Bára Höttur - 10. sæti Síðustu tímabil hjá Hetti: 2022-23: 9. sæti í A-deild 2021-22: 2. sæti í B-deild (Unnu úrslitakeppni) 2020-21: 11. sæti í A-deild 2019-20: 1. sæti í B-deild 2018-19: 4. sæti í B-deild Árið í fyrra: Hattarmenn enduðu í níunda sæti í fyrra og voru grátlega nálægt því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þeir skrifuðu þó sögu Hattar með því að halda sér uppi í fyrsta sinn. Dræm uppskera undir lokin, þegar einn sigur í viðbót hafði gert sögulegan vetur enn sögulegri, hefur eflaust nagað Hattarmenn í allt sumar. Besta frétt sumarsins: Höttur sótti ÍR-inginn Sæþór Elmar Kristjánsson til höfuðborgarinnar sem er góð viðbót við liðið. Það hefur oft verið langt fyrir leikmenn að fara til Egilsstaða og því gott fyrir Hött að ná í stemmningsleikmann sem hefur mikla reynslu af því að spila stóra leiki í úrvalsdeildinni. Áhyggjuefnið: Hattarmenn halda tryggð við flesta erlenda leikmenn sína og það þýðir að tveir af leikmönnum liðsins teljast í hópi elstu leikmenn deildarinnar. Miðherjinn Nemanja Knezevic er 36 ára og bakvörðurinn Obie Trotter er 39 ára. Báðir eru þeir liðinu gríðarlega mikilvægir og nú reynir á þá báða að gefa árafjöldanum puttann og halda áfram að skila topptölum til síns liðs. Þarf að eiga gott tímabil: Matej Karlovic er ekki mikið yngri en þeir Knezevic og Trotter og var auk þess að glíma við meiðsli á síðasta tímabili. Það skiptir liðið miklu máli að hinn 33 ára gamli Karlovic skili betri frammistöðu í vetur en í fyrra því ef það er eitthvað lið sem er skeinuhætt þá eru það Hattarmenn með Karlovic í stuði. Gæti slegið í gegn: Gísli Þórarinn Hallsson er annar stuðleikmaður sem gæti stigið skref í rétta átt og hjálpað liði sínu mikið í vetur. Gísli er nú kominn með reynslu af deildinni og ætti að vera tilbúinn að taka næsta skref. Hann var þannig með 63 prósent þriggja stiga nýtingu í átta sigurleikjum liðsins í fyrra og sýndi þar hvað hann getur gert gæfumuninn fyrir Hattarliðið. Bjartsýni: Tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í sögunni. Svartsýni: Falla úr deildinni.
Síðustu tímabil hjá Breiðablik 2022-23: 10. sæti í A-deild 2021-22: 9. sæti í A-deild 2020-21: 1. sæti í B-deild 2019-20: 3. sæti í B-deild 2018-19: 12. sæti í A-deild
Síðustu tímabil hjá Hamri 2022-23: 2. sæti í B-deild 2021-22: 9. sæti í B-deild 2020-21: 2. sæti í B-deild 2019-20: 2. sæti í B-deild 2018-19: 3. sæti í B-deild
Síðustu tímabil hjá Hetti: 2022-23: 9. sæti í A-deild 2021-22: 2. sæti í B-deild (Unnu úrslitakeppni) 2020-21: 11. sæti í A-deild 2019-20: 1. sæti í B-deild 2018-19: 4. sæti í B-deild
Subway-deild karla Hamar Breiðablik Höttur Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira