Er mannekla lögmál? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2023 11:00 Flest getum við verið sammála um eftirfarandi atriði, að minnsta kosti opinberlega. 1. Að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum. 2. Að verðmæti fólks trompi virði fjármagns. 3. Að farsæld barna skuli vera leiðarstef í því samfélagi sem við búum í. 4. Að standa beri sérstakan vörð um hagsmuni langveikra og fatlaðra barna. Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir af óviðunandi þjónustu eða þjónustuleysi við langveik og fötluð börn. Við vitum að haustið er komið þegar orðið mannekla kemst á kreik í umræðunni. Fjöldi barna með sérþarfir fær ekki lögbundna frístundaþjónustu vikum og jafnvel mánuðum saman með tilheyrandi óvissu fyrir börnin og foreldra þeirra. Önnur börn fá ekki lífsauðsynlegan stuðning við athafnir daglegas lífs frá hæfu starfsfólki með þeim afleiðingum að foreldrar ná ekki að anna störfum sínum á vinnumarkaði, svo ótalið sé álagið sem fylgir og afleiðingarnar sem það hefur á heilsu fjölskyldunnar í heild. Af hverju fæst ekki hæft fólk til starfa? „Mannekla”, og svo er öxlum yppt eins og hér sé um að ræða gilt og gjaldgengt lokasvar sem endi umræðuna. Mannekla er ekki lögmál, sérstaklega ekki sú sem loðir nær eingöngu við ákveðinn málaflokk. Mannekla er ekki óumflýjanlegt fyrirbæri sem fríar þjónustuveitendur frá lögboðnum skyldum sínum án þess að frekar sé aðhafst. Mannekla er ekki svar sem er bjóðandi foreldrum langveikra og fatlaðra barna ítrekað, ár eftir ár. Mannekla er hins vegar niðurstaða sem byggir á inngrónu viðhorfi samfélagsins til málaflokka sem tengjast umönnun fólks. Sé búið svo um hnúta að störf sem tengjast þjónustu við langveik og fötluð börn séu metin að verðleikum og standist samkeppni við önnur störf í samfélaginu er næsta víst að betur gangi að manna störfin hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Á meðan kerfið gengur hins vegar út frá því að störf með langveikum og fötluðum börnum séu lágt launuð, tímabundin og að mestu mönnuð námsmönnum sem koma og fara með tilheyrandi starfsmannaveltu, er viðbúið að manneklan verði að viðvarandi fasta. Okkur Íslendingum verður gjarnan tíðrætt um afburða árangur samfélagsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Við höfum skuldbundið okkur alþjóðlega til að virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt erum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gott og vel. En ef við hyggjumst skreyta okkur fjöðrum mannréttinda og jafnra tækifæra þurfum við líka að geta horft í spegil og spurt okkur að eftirfarandi: Metum við virði langveikra og fatlaðra barna og þeirra sem annast þau raunverulega á borði, eða aðeins í orði? Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju – félags langveikra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Flest getum við verið sammála um eftirfarandi atriði, að minnsta kosti opinberlega. 1. Að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum. 2. Að verðmæti fólks trompi virði fjármagns. 3. Að farsæld barna skuli vera leiðarstef í því samfélagi sem við búum í. 4. Að standa beri sérstakan vörð um hagsmuni langveikra og fatlaðra barna. Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir af óviðunandi þjónustu eða þjónustuleysi við langveik og fötluð börn. Við vitum að haustið er komið þegar orðið mannekla kemst á kreik í umræðunni. Fjöldi barna með sérþarfir fær ekki lögbundna frístundaþjónustu vikum og jafnvel mánuðum saman með tilheyrandi óvissu fyrir börnin og foreldra þeirra. Önnur börn fá ekki lífsauðsynlegan stuðning við athafnir daglegas lífs frá hæfu starfsfólki með þeim afleiðingum að foreldrar ná ekki að anna störfum sínum á vinnumarkaði, svo ótalið sé álagið sem fylgir og afleiðingarnar sem það hefur á heilsu fjölskyldunnar í heild. Af hverju fæst ekki hæft fólk til starfa? „Mannekla”, og svo er öxlum yppt eins og hér sé um að ræða gilt og gjaldgengt lokasvar sem endi umræðuna. Mannekla er ekki lögmál, sérstaklega ekki sú sem loðir nær eingöngu við ákveðinn málaflokk. Mannekla er ekki óumflýjanlegt fyrirbæri sem fríar þjónustuveitendur frá lögboðnum skyldum sínum án þess að frekar sé aðhafst. Mannekla er ekki svar sem er bjóðandi foreldrum langveikra og fatlaðra barna ítrekað, ár eftir ár. Mannekla er hins vegar niðurstaða sem byggir á inngrónu viðhorfi samfélagsins til málaflokka sem tengjast umönnun fólks. Sé búið svo um hnúta að störf sem tengjast þjónustu við langveik og fötluð börn séu metin að verðleikum og standist samkeppni við önnur störf í samfélaginu er næsta víst að betur gangi að manna störfin hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Á meðan kerfið gengur hins vegar út frá því að störf með langveikum og fötluðum börnum séu lágt launuð, tímabundin og að mestu mönnuð námsmönnum sem koma og fara með tilheyrandi starfsmannaveltu, er viðbúið að manneklan verði að viðvarandi fasta. Okkur Íslendingum verður gjarnan tíðrætt um afburða árangur samfélagsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Við höfum skuldbundið okkur alþjóðlega til að virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt erum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gott og vel. En ef við hyggjumst skreyta okkur fjöðrum mannréttinda og jafnra tækifæra þurfum við líka að geta horft í spegil og spurt okkur að eftirfarandi: Metum við virði langveikra og fatlaðra barna og þeirra sem annast þau raunverulega á borði, eða aðeins í orði? Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju – félags langveikra barna.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun