María Rut verður framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 10:51 María Rut Reynisdóttir hefur mikla reynslu af störfum í íslensku tónlistarlífi. Stjórn Tónlistarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Maríu Rut Reynisdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Reykjavíkurborg sem framkvæmdastjóra nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónlistarmiðstöð. Þar segir að Tónlistarmiðstöð sé stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Með henni sé stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin var formlega stofnuð þann 15. ágúst síðastliðinn. María Rut hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012-2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið. Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. „Það er einstaklega spennandi áskorun að fá að leiða nýja Tónlistarmiðstöð og vinna að hag íslenskrar tónlistar um land allt sem og erlendis. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stórt skref fyrir íslenskt tónlistarlíf og þar sameinast Útón, Tónverkamiðstöð og hið nýja Inntón undir einum og sama hattinum þar sem unnið verður að því að efla allar hliðar tónlistarlífsins,“ segir María Rut. Hún hlakki til að taka til starfa. „Það er mikill fengur að fá Maríu Rut til að leiða starfsemina Hún hefur mikla yfirsýn yfir greinina og hún nýtur trausts þvert á stefnur og strauma,“ segir Einar Bárðarson formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvarinnar. Stjórn hennar skipa auk hans þau Sólrún Sumarliðadóttir, Ásmundur Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Hrafnsson, Páll Ragnar Pálsson og Sigrún Grendal. María sat í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2022 - 2023 og var um tíma sendiherra Norræna menningarsjóðsins hér á landi. María var annar tveggja höfunda skýrslunnar um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað sem kom út árið 2020 og hún sat í starfshóp um stofnun tónlistarmiðstöðvar sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði árið 2021. María er útskrifaður KaosPilot frá KaosPilot-skólanum í Árósum í Danmörku (Enterprising leadership and creative project, process and business design) og er að auki með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands, auk menningar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkissjóðs. Öll félögin eiga fulltrúa í stjórninni. Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023. Tónlist Vistaskipti Menning Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þar segir að Tónlistarmiðstöð sé stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Með henni sé stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin var formlega stofnuð þann 15. ágúst síðastliðinn. María Rut hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012-2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið. Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. „Það er einstaklega spennandi áskorun að fá að leiða nýja Tónlistarmiðstöð og vinna að hag íslenskrar tónlistar um land allt sem og erlendis. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stórt skref fyrir íslenskt tónlistarlíf og þar sameinast Útón, Tónverkamiðstöð og hið nýja Inntón undir einum og sama hattinum þar sem unnið verður að því að efla allar hliðar tónlistarlífsins,“ segir María Rut. Hún hlakki til að taka til starfa. „Það er mikill fengur að fá Maríu Rut til að leiða starfsemina Hún hefur mikla yfirsýn yfir greinina og hún nýtur trausts þvert á stefnur og strauma,“ segir Einar Bárðarson formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvarinnar. Stjórn hennar skipa auk hans þau Sólrún Sumarliðadóttir, Ásmundur Jónsson, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Hrafnsson, Páll Ragnar Pálsson og Sigrún Grendal. María sat í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2022 - 2023 og var um tíma sendiherra Norræna menningarsjóðsins hér á landi. María var annar tveggja höfunda skýrslunnar um áhrif Covid á íslenskan tónlistariðnað sem kom út árið 2020 og hún sat í starfshóp um stofnun tónlistarmiðstöðvar sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði árið 2021. María er útskrifaður KaosPilot frá KaosPilot-skólanum í Árósum í Danmörku (Enterprising leadership and creative project, process and business design) og er að auki með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar eru STEF, Félag hljómplötuframleiðenda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Tónskáldafélag Íslands, auk menningar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkissjóðs. Öll félögin eiga fulltrúa í stjórninni. Tónlistarmiðstöð starfar samkvæmt nýjum tónlistarlögum, nr. 33/2023.
Tónlist Vistaskipti Menning Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira