Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 11:42 Fram kemur að maðurinn hafi framið ránið grímuklæddur, nánar tiltekið með sóttvarnagrímu. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar. Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar.
Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira