Þrjú mál á hendur Sölva felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 07:01 Sölvi Tryggvason á að baki um tvo áratugi í fjölmiðlum. Fyrst á Stöð 2, síðar á Skjá einum en hefur verið sjálfstætt starfandi undanfarin ár. Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast. Fréttastofa hefur undir höndum gögn sem staðfesta að málin þrjú hafa verið felld niður. Það fyrsta nokkrum vikum eftir viðtalið en það síðasta fyrr á þessu ári, tæpum tveimur árum eftir að kæran var lögð fram. Þá var annar karlmaður sakfelldur í lok árs 2022 fyrir að ganga í skrokk á vændiskonu um það leyti sem slúðursagan var í hámæli. Sölvi hefur ekkert tjáð sig síðan hann fór í viðtalið í maí 2021. Kærurnar þrjár voru lagðar fram eftir viðtalið. Hann hefur aldrei tjáð sig um kærurnar þrjár. Blöskraði þöggun fjölmiðla Það var þann 1. maí 2021 sem Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og einn meðlima Öfga, tjáði sig á Instagram. Þar sagði hún þjóðþekktan einstakling hafa keypt sér kynlífsþjónustu og gengið í skrokk á konunni. Henni blöskraði þöggun fjölmiðla um málið. Mannlíf birti frétt upp úr færslu Ólafar Töru og sagði að samkvæmt heimildum Mannlífs hefði hinn þjóðþekkti verið handtekinn á staðnum og færður í varðhald. Um var að ræða orðróm sem var á hvers manns vörum á þeim tímapunkti. Að Sölvi Tryggvason væri sá sem um ræddi. Tveimur dögum síðar steig Sölvi fram á samfélagsmiðlum. Lýsti slúðursögunum sem ótrúlega rætnum og þær ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Þvættingur frá upphafi til enda“ „Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.“ Fyrirspurnir frá fjölmiðlum vegna málsins hefðu knúið hann til að bregðast við. Sölvi sagði Sögu Ýrr Jónsdóttur, hæstaréttarlögmann sem hann hafði leitað til, hafa útskýrt að hann gæti afsannað slúðursöguna með því að kalla inn málaskrá hans hjá lögreglu undanfarinn mánuð. Sölvi birti hana á Facebook og taldi þannig ekki geta verið skýrara að ekkert væri til í viðkomandi slúðursögu um handtöku á því tímabili. Mannlíf hafði fullyrt að hann hefði verið handtekinn tveimur vikum fyrr. Grét í viðtali í eigin þætti Sölvi var á þessum tíma vinsæll fyrirlesari auk þess að halda úti einu vinsælasta ef ekki vinsælasta hlaðvarpi landsins, Podcasti með Sölva Tryggva. Þar höfðu forsætisráðherra, íþróttakempur, leikarar, tónlistarfólk og þjóðþekktir einstaklingar verið fastagestir. Þættirnir voru orðnir á annað hundrað. Degi eftir yfirlýsingu Sölva var hann orðinn gestur í eigin hlaðvarpi og fyrrnefnd Saga Ýrr í hlutverki þáttastjórnanda. Sölvi upplýsti að hann hefði sjálfur leitað til lögreglu sex eða sjö vikum fyrr vegna þess að manneskja, sem hann hefði átt í ástarsambandi með, hótaði að rústa mannorði hans. „Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótar að rústa mannorði mínu og nú er það búið að gerast, eða þ.e.a.s. tilraunin er búin að eiga sér stað,“ sagði Sölvi sem brotnaði saman í viðtalinu. Viðtalið vakti mikla athygli. Uppruni sögunnar var hulin ráðgáta. Skýring á því fékkst ekki fyrr en rúmu einu og hálfu ári síðar. Sagan sönn en tengdist ekki Sölva Það var í desember 2022 sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás, nauðgun og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík. Brotið átti sér stað þann 19. apríl 2021, tveimur vikum áður en Mannlíf fullyrti í frétt sinni að þjóðþekktur einstaklingur hefði verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á vændiskonu. Því virðist slúðursagan um að einstaklingur hefði keypt sér kynlífsþjónustu og gengið í skrokk á vændiskonu hafa átt við rök að styðjast. Maðurinn var þó ekki Sölvi Tryggvason heldur Vilhjálmur Freyr Björnsson, 29 ára karlmaður. Tvær konur kæra Daginn eftir viðtal Sölva í eigin hlaðvarpi barst Fréttablaðinu tilkynningu frá Kristrúnu Elsu Harðardóttur lögmanni. Þar sagði hún tvær konur hafa leitað til hennar. Þær vildu ekki beina athygli fjölmiðla að þeim sjálfum en teldu það samfélagslega skyldu sína að „leiða sannleikann í ljós“. Kristrún Elsa Harðardóttir sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu fyrir hönd tveggja kvenna. Fréttin er ekki lengur í birtingu því Fréttablaðið varð gjaldþrota fyrr á árinu. Önnur hefði kært Sölva fyrir líkamsárás á heimili hennar þann 14. mars. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða málið sem Sölvi sagðist sjálfur hafa leitað til lögreglu vegna fyrrverandi ástkonu sem hefði hótað að rústa mannorði hans. „Lögregla kom á vettvang. Farið var með Sölva á lögreglustöð og skýrsla tekin af honum þar. Síðar um kvöldið var tekin skýrsla af umbjóðanda mínum á heimili hennar,“ sagði í yfirlýsingu Kristrúnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það Sölvi sjálfur sem óskaði eftir aðstoð lögreglu umrætt kvöld. Hann ræddi við lögreglu á vettvangi og ók svo sjálfur á lögreglustöð og svaraði spurningum lögreglu. Lögregla felldi niður rannsókn á ætlaðri líkamsárás þann 11. júní. Fram kom í niðurstöðu lögreglu að ekkert áverkavottorð styddi frásögn konunnar. Catalina Ngogo, sem nýlega steig fram í Eftirmálum og upplýsti að hún héldi úti vændisstarfsemi hér á Íslandi, greindi sama kvöld frá því að hún hefði sannanir fyrir ofbeldi Sölva. Ef hann léti ekki af „lygum sínum“ myndi hún birta myndir og myndbönd sem sannaði ofbeldi Sölva. Hún vildi ekki svara spurningum Mbl.is um hvers lags myndir eða myndefni hún hefði. Sölvi fjallaði um vændisstarfsemi Catalinu í þáttunum Sönn íslensk sakamál á Skjá einum á sínum tíma. Catalina hefur á þeim tveimur árum sem eru liðin ekki birt neinar myndir eða myndefni tengd Sölva. Málin felld niður Kristrún Elsa sagði hina kæruna hafa borist til hennar eftir viðtal Sölva við sjálfan sig. „Hún kveðst hafa orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu Sölva á heimili hans hinn 22. júní 2020 og kveðst loks nú hafa hugrekki til að kæra brotið til lögreglu. Beiðni um skýrslutöku til að leggja fram kæru hefur þegar verið send lögreglu,“ sagði í yfirlýsingu Kristrúnar. Hún hefði kynnst Sölva á Tinder og sagt honum að hún væri með reikning á OnlyFans. Þau hefðu ákveðið að hittast heima hjá Sölva og þar hefði hann brotið á henni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók málið til rannsóknar. Það var svo í mars í fyrra sem rannsókn málsins var hætt. Með hliðsjón af rannsóknargögnum þótti ekki grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram. Ekkert hefur verið fjallað um þriðju kæruna í fjölmiðlum. Hún var líka lögð fram í framhaldi af viðtali Sölva í eigin hlaðvarpsþætti. Málið var á borði lögreglu í tæp tvö ár eða þar til það var fellt niður í apríl síðastliðnum. „Ég trúi“ Viku eftir viðtal Sölva í eigin hlaðvarpsþætti birtu stjórnendur hlaðvarpsins Eigin konur, Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttur, myndband af þjóðþekktum einstaklingum undir yfirskriftinni „Ég trúi“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem sögðust trúa en boðskapurinn var sá að trúa ætti þolendum í kynferðisbrotamálum. Töldu sumir dómsmálaráðherra, sem yfirmann lögreglu í landinu, taka skýra afstöðu í málum sem ekki hefðu verið rannsökuð eða til lykta leidd. Hún sagðist ekki hafa gert mistök með því að stíga fram. Mál Sölva var það fyrsta í bylgju slíkra mála en mál Auðuns Lútherssonar og mál Ingólfs Þórarinssonar áttu eftir að bætast við næstu vikur og mánuði. Myndbandið var aðeins skamma stund í birtingu. Það var fjarlægt vegna þess að sögur höfðu farið af stað „um alls konar“, eins og Edda komst að orði í samtali við Vísi. Síðan er Edda hætt með hlaðvarpsþætti sína, sem nutu mikilla vinsælda, eftir að í ljós kom að hún hafði ekki sagt satt og rétt frá starfsferli sínum. Þá hafði áður slitnað upp úr vinskap hennar og Fjólu, sem hélt úti Eigin konum með henni til að byrja með, því Fjóla taldi Eddu hafa svikið samstarfsfólk sitt um greiðslur. Óvanaleg hagsmunagæsla Þá var áhugavert hlutverk Sögu Ýrrar Jónsdóttur, lögmannsins sem tók viðtalið við Sölva í hlaðvarpsþættinum. Í viðtalinu tók hún endurtekið upp hanskann fyrir Sölva sem grét vegna slúðursagnanna. „Það að fá á sig sakir eins og í fréttinni um þig er virkilega þungbært. Það tekur virkilega á og kannski verður þetta til þess að fólk hugsar sig tvisvar sinnum um áður en það slúðrar um náungann, sérstaklega þegar um er að ræða rætið slúður eins og í þessari frétt,“ sagði Saga Ýrr. Fimm dögum síðar sendi hún frá sér yfirlýsingu og sagðist neyðast til að segja sig frá máli Sölva. Annar kærandi Sölva væri skjólstæðingur hennar í hópmálsögn sem hún stæði fyrir. „Vegna þessa augljósa hagsmunaáreksturs er mér ekki annað fært en að segja mig frá máli Sölva og held því áfram að vinna að hagsmunum umræddrar konu í hópmálsókninni í góðu samráði við hana.“ Hún óskaði Sölva velfarnaðar og sagðist með því að segja sig frá máli Sölva alls ekki vera að taka afstöðu til sakleysis eða sektar Sölva. Aðeins ábyrgð á eigin framgöngu. Formaður Lögmannafélags Íslands sagði framferði Sögu óvanalegt. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ sagði Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hlaðvarp í loftið á ný Lítið hefur heyrst til Sölva Tryggvasonar síðan málið kom upp fyrir tveimur árum. Hann gerði tilraun til að endurvekja hlaðvarp sitt í lok árs 2021 með birtingu viðtala sem hann hafði tekið um það leyti sem málin komu upp vorið 2021. Viðmælendur Sölva báðu hann um að birta ekki viðtölin. Það var svo í ágúst í fyrra sem Sölvi byrjaði aftur með hlaðvarp sitt sem hefur rúllað síðan. Erfiðara hefur reynst að fá þjóðþekkt fólk í þáttinn eins og sjá má á viðmælendum. Þar má reglulega finna fólk sem syndir á móti straumnum og hefur ekki áhyggjur af áliti annarra. Sölvi vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mál Sölva Tryggvasonar Fjölmiðlar MeToo Lögreglumál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum gögn sem staðfesta að málin þrjú hafa verið felld niður. Það fyrsta nokkrum vikum eftir viðtalið en það síðasta fyrr á þessu ári, tæpum tveimur árum eftir að kæran var lögð fram. Þá var annar karlmaður sakfelldur í lok árs 2022 fyrir að ganga í skrokk á vændiskonu um það leyti sem slúðursagan var í hámæli. Sölvi hefur ekkert tjáð sig síðan hann fór í viðtalið í maí 2021. Kærurnar þrjár voru lagðar fram eftir viðtalið. Hann hefur aldrei tjáð sig um kærurnar þrjár. Blöskraði þöggun fjölmiðla Það var þann 1. maí 2021 sem Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og einn meðlima Öfga, tjáði sig á Instagram. Þar sagði hún þjóðþekktan einstakling hafa keypt sér kynlífsþjónustu og gengið í skrokk á konunni. Henni blöskraði þöggun fjölmiðla um málið. Mannlíf birti frétt upp úr færslu Ólafar Töru og sagði að samkvæmt heimildum Mannlífs hefði hinn þjóðþekkti verið handtekinn á staðnum og færður í varðhald. Um var að ræða orðróm sem var á hvers manns vörum á þeim tímapunkti. Að Sölvi Tryggvason væri sá sem um ræddi. Tveimur dögum síðar steig Sölvi fram á samfélagsmiðlum. Lýsti slúðursögunum sem ótrúlega rætnum og þær ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Þvættingur frá upphafi til enda“ „Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.“ Fyrirspurnir frá fjölmiðlum vegna málsins hefðu knúið hann til að bregðast við. Sölvi sagði Sögu Ýrr Jónsdóttur, hæstaréttarlögmann sem hann hafði leitað til, hafa útskýrt að hann gæti afsannað slúðursöguna með því að kalla inn málaskrá hans hjá lögreglu undanfarinn mánuð. Sölvi birti hana á Facebook og taldi þannig ekki geta verið skýrara að ekkert væri til í viðkomandi slúðursögu um handtöku á því tímabili. Mannlíf hafði fullyrt að hann hefði verið handtekinn tveimur vikum fyrr. Grét í viðtali í eigin þætti Sölvi var á þessum tíma vinsæll fyrirlesari auk þess að halda úti einu vinsælasta ef ekki vinsælasta hlaðvarpi landsins, Podcasti með Sölva Tryggva. Þar höfðu forsætisráðherra, íþróttakempur, leikarar, tónlistarfólk og þjóðþekktir einstaklingar verið fastagestir. Þættirnir voru orðnir á annað hundrað. Degi eftir yfirlýsingu Sölva var hann orðinn gestur í eigin hlaðvarpi og fyrrnefnd Saga Ýrr í hlutverki þáttastjórnanda. Sölvi upplýsti að hann hefði sjálfur leitað til lögreglu sex eða sjö vikum fyrr vegna þess að manneskja, sem hann hefði átt í ástarsambandi með, hótaði að rústa mannorði hans. „Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótar að rústa mannorði mínu og nú er það búið að gerast, eða þ.e.a.s. tilraunin er búin að eiga sér stað,“ sagði Sölvi sem brotnaði saman í viðtalinu. Viðtalið vakti mikla athygli. Uppruni sögunnar var hulin ráðgáta. Skýring á því fékkst ekki fyrr en rúmu einu og hálfu ári síðar. Sagan sönn en tengdist ekki Sölva Það var í desember 2022 sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás, nauðgun og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík. Brotið átti sér stað þann 19. apríl 2021, tveimur vikum áður en Mannlíf fullyrti í frétt sinni að þjóðþekktur einstaklingur hefði verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á vændiskonu. Því virðist slúðursagan um að einstaklingur hefði keypt sér kynlífsþjónustu og gengið í skrokk á vændiskonu hafa átt við rök að styðjast. Maðurinn var þó ekki Sölvi Tryggvason heldur Vilhjálmur Freyr Björnsson, 29 ára karlmaður. Tvær konur kæra Daginn eftir viðtal Sölva í eigin hlaðvarpi barst Fréttablaðinu tilkynningu frá Kristrúnu Elsu Harðardóttur lögmanni. Þar sagði hún tvær konur hafa leitað til hennar. Þær vildu ekki beina athygli fjölmiðla að þeim sjálfum en teldu það samfélagslega skyldu sína að „leiða sannleikann í ljós“. Kristrún Elsa Harðardóttir sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu fyrir hönd tveggja kvenna. Fréttin er ekki lengur í birtingu því Fréttablaðið varð gjaldþrota fyrr á árinu. Önnur hefði kært Sölva fyrir líkamsárás á heimili hennar þann 14. mars. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða málið sem Sölvi sagðist sjálfur hafa leitað til lögreglu vegna fyrrverandi ástkonu sem hefði hótað að rústa mannorði hans. „Lögregla kom á vettvang. Farið var með Sölva á lögreglustöð og skýrsla tekin af honum þar. Síðar um kvöldið var tekin skýrsla af umbjóðanda mínum á heimili hennar,“ sagði í yfirlýsingu Kristrúnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það Sölvi sjálfur sem óskaði eftir aðstoð lögreglu umrætt kvöld. Hann ræddi við lögreglu á vettvangi og ók svo sjálfur á lögreglustöð og svaraði spurningum lögreglu. Lögregla felldi niður rannsókn á ætlaðri líkamsárás þann 11. júní. Fram kom í niðurstöðu lögreglu að ekkert áverkavottorð styddi frásögn konunnar. Catalina Ngogo, sem nýlega steig fram í Eftirmálum og upplýsti að hún héldi úti vændisstarfsemi hér á Íslandi, greindi sama kvöld frá því að hún hefði sannanir fyrir ofbeldi Sölva. Ef hann léti ekki af „lygum sínum“ myndi hún birta myndir og myndbönd sem sannaði ofbeldi Sölva. Hún vildi ekki svara spurningum Mbl.is um hvers lags myndir eða myndefni hún hefði. Sölvi fjallaði um vændisstarfsemi Catalinu í þáttunum Sönn íslensk sakamál á Skjá einum á sínum tíma. Catalina hefur á þeim tveimur árum sem eru liðin ekki birt neinar myndir eða myndefni tengd Sölva. Málin felld niður Kristrún Elsa sagði hina kæruna hafa borist til hennar eftir viðtal Sölva við sjálfan sig. „Hún kveðst hafa orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu Sölva á heimili hans hinn 22. júní 2020 og kveðst loks nú hafa hugrekki til að kæra brotið til lögreglu. Beiðni um skýrslutöku til að leggja fram kæru hefur þegar verið send lögreglu,“ sagði í yfirlýsingu Kristrúnar. Hún hefði kynnst Sölva á Tinder og sagt honum að hún væri með reikning á OnlyFans. Þau hefðu ákveðið að hittast heima hjá Sölva og þar hefði hann brotið á henni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók málið til rannsóknar. Það var svo í mars í fyrra sem rannsókn málsins var hætt. Með hliðsjón af rannsóknargögnum þótti ekki grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram. Ekkert hefur verið fjallað um þriðju kæruna í fjölmiðlum. Hún var líka lögð fram í framhaldi af viðtali Sölva í eigin hlaðvarpsþætti. Málið var á borði lögreglu í tæp tvö ár eða þar til það var fellt niður í apríl síðastliðnum. „Ég trúi“ Viku eftir viðtal Sölva í eigin hlaðvarpsþætti birtu stjórnendur hlaðvarpsins Eigin konur, Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttur, myndband af þjóðþekktum einstaklingum undir yfirskriftinni „Ég trúi“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem sögðust trúa en boðskapurinn var sá að trúa ætti þolendum í kynferðisbrotamálum. Töldu sumir dómsmálaráðherra, sem yfirmann lögreglu í landinu, taka skýra afstöðu í málum sem ekki hefðu verið rannsökuð eða til lykta leidd. Hún sagðist ekki hafa gert mistök með því að stíga fram. Mál Sölva var það fyrsta í bylgju slíkra mála en mál Auðuns Lútherssonar og mál Ingólfs Þórarinssonar áttu eftir að bætast við næstu vikur og mánuði. Myndbandið var aðeins skamma stund í birtingu. Það var fjarlægt vegna þess að sögur höfðu farið af stað „um alls konar“, eins og Edda komst að orði í samtali við Vísi. Síðan er Edda hætt með hlaðvarpsþætti sína, sem nutu mikilla vinsælda, eftir að í ljós kom að hún hafði ekki sagt satt og rétt frá starfsferli sínum. Þá hafði áður slitnað upp úr vinskap hennar og Fjólu, sem hélt úti Eigin konum með henni til að byrja með, því Fjóla taldi Eddu hafa svikið samstarfsfólk sitt um greiðslur. Óvanaleg hagsmunagæsla Þá var áhugavert hlutverk Sögu Ýrrar Jónsdóttur, lögmannsins sem tók viðtalið við Sölva í hlaðvarpsþættinum. Í viðtalinu tók hún endurtekið upp hanskann fyrir Sölva sem grét vegna slúðursagnanna. „Það að fá á sig sakir eins og í fréttinni um þig er virkilega þungbært. Það tekur virkilega á og kannski verður þetta til þess að fólk hugsar sig tvisvar sinnum um áður en það slúðrar um náungann, sérstaklega þegar um er að ræða rætið slúður eins og í þessari frétt,“ sagði Saga Ýrr. Fimm dögum síðar sendi hún frá sér yfirlýsingu og sagðist neyðast til að segja sig frá máli Sölva. Annar kærandi Sölva væri skjólstæðingur hennar í hópmálsögn sem hún stæði fyrir. „Vegna þessa augljósa hagsmunaáreksturs er mér ekki annað fært en að segja mig frá máli Sölva og held því áfram að vinna að hagsmunum umræddrar konu í hópmálsókninni í góðu samráði við hana.“ Hún óskaði Sölva velfarnaðar og sagðist með því að segja sig frá máli Sölva alls ekki vera að taka afstöðu til sakleysis eða sektar Sölva. Aðeins ábyrgð á eigin framgöngu. Formaður Lögmannafélags Íslands sagði framferði Sögu óvanalegt. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ sagði Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Hlaðvarp í loftið á ný Lítið hefur heyrst til Sölva Tryggvasonar síðan málið kom upp fyrir tveimur árum. Hann gerði tilraun til að endurvekja hlaðvarp sitt í lok árs 2021 með birtingu viðtala sem hann hafði tekið um það leyti sem málin komu upp vorið 2021. Viðmælendur Sölva báðu hann um að birta ekki viðtölin. Það var svo í ágúst í fyrra sem Sölvi byrjaði aftur með hlaðvarp sitt sem hefur rúllað síðan. Erfiðara hefur reynst að fá þjóðþekkt fólk í þáttinn eins og sjá má á viðmælendum. Þar má reglulega finna fólk sem syndir á móti straumnum og hefur ekki áhyggjur af áliti annarra. Sölvi vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Mál Sölva Tryggvasonar Fjölmiðlar MeToo Lögreglumál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira