Gabríel vill líka leiða Uppreisn Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 10:20 Gabríel Ingimarsson er 24 ára viðskiptafræðingur. Aðsend Gabríel Ingimarsson hefur gefið kost á sér til embættis formanns Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi. Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel. Viðreisn Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel.
Viðreisn Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira