Aron Einar og Arnór minnast systur sinnar sem lést langt fyrir aldur fram Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 14:14 Systkinin Arnór Þór Gunnarsson, Tinna Björg Malmquist Gunnarsdóttir og Aron Einar Gunnarsson Samsett mynd Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór Gunnarssynir minnast systur sinnar, Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur sem féll frá á dögunum aðeins fjörutíu ára að aldri, í hjartnæmum færslum á samfélagsmiðlum. Tinna Björg var eldri systir þeirra bræðra og skrifar Aron Einar, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, að ljóst sé að Tinnu hafi verið ætlað eitthvað meira og stærra þar sem að hún sé nú. „Við pössum upp á litlu fjölskylduna þína. Hvíldu í friði elsku Tinna mín,“ skrifar Aron Einar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann minnist systur sinnar. View this post on Instagram A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) Arnór Þór, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, minnist systur sinnar einnig í færslu á Instagram og segir minningu Tinnu vera ljós í lífi þeirra. „Hvíldu í friði elsku Tinna.“ View this post on Instagram A post shared by Arnór Þór Gunnarsson (@arnorgunnarsson) Ætlað veigamikið hlutverk á himnum Á lífsleið sinni hefur Tinna Björg haft góð áhrif á samferðafólk sitt. Í minningargrein um hana, sem rituð er á heimasíðu íþróttafélagsins Þórs frá Akureyri, er það ljóst. „Í undurfallegum texta Bjarna Hafþór Helgasonar „Ég er Þórsari“ standa þessi orð: „Hér liggja gamalgrónar rætur, ég gleymi aldrei hver ég er. Í hjarta mínu er ég Þórsari, er ég þórsari, er ég þórsari í hjarta mínu er ég þórsari, alltaf er ég þórsari“ „Þessi orð eiga svo vel nú á þessari sorgar - og kveðjustund þegar við Þórsarar kveðju Tinnu Björg Malmquist Gunnarsdóttur í hinsta sinn. Ræturnar hennar eru svo sannarlega gamalgrónar og rekjanlegar allt til upphafsins árið 1915 og alla tíð hefur sú fjölskylda er Tinna er sprottin af, vitað hvaðan þau komu og verið í hjarta sínu Þórsari, alltaf Þórsari. Við Þórsarar allir nær og fjær lútum höfði.“ Dómur almættisins hafi og muni allta verða á stundum sem þessum óskiljanlegur. „En í ljósi hans og þess að honum verður ekki breytt, trúum við því að Tinnu Björgu sé nú ætlað veigamikið hlutverk á himnum í ljósinu eilífa, og hugur okkar og innileg samúð er hjá börnum hennar Tinnu, foreldrum og systkinum,“ segir í minningargrein Þórsara um Tinnu Björg. Akureyri Þór Akureyri Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Sjá meira
Tinna Björg var eldri systir þeirra bræðra og skrifar Aron Einar, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, að ljóst sé að Tinnu hafi verið ætlað eitthvað meira og stærra þar sem að hún sé nú. „Við pössum upp á litlu fjölskylduna þína. Hvíldu í friði elsku Tinna mín,“ skrifar Aron Einar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann minnist systur sinnar. View this post on Instagram A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) Arnór Þór, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, minnist systur sinnar einnig í færslu á Instagram og segir minningu Tinnu vera ljós í lífi þeirra. „Hvíldu í friði elsku Tinna.“ View this post on Instagram A post shared by Arnór Þór Gunnarsson (@arnorgunnarsson) Ætlað veigamikið hlutverk á himnum Á lífsleið sinni hefur Tinna Björg haft góð áhrif á samferðafólk sitt. Í minningargrein um hana, sem rituð er á heimasíðu íþróttafélagsins Þórs frá Akureyri, er það ljóst. „Í undurfallegum texta Bjarna Hafþór Helgasonar „Ég er Þórsari“ standa þessi orð: „Hér liggja gamalgrónar rætur, ég gleymi aldrei hver ég er. Í hjarta mínu er ég Þórsari, er ég þórsari, er ég þórsari í hjarta mínu er ég þórsari, alltaf er ég þórsari“ „Þessi orð eiga svo vel nú á þessari sorgar - og kveðjustund þegar við Þórsarar kveðju Tinnu Björg Malmquist Gunnarsdóttur í hinsta sinn. Ræturnar hennar eru svo sannarlega gamalgrónar og rekjanlegar allt til upphafsins árið 1915 og alla tíð hefur sú fjölskylda er Tinna er sprottin af, vitað hvaðan þau komu og verið í hjarta sínu Þórsari, alltaf Þórsari. Við Þórsarar allir nær og fjær lútum höfði.“ Dómur almættisins hafi og muni allta verða á stundum sem þessum óskiljanlegur. „En í ljósi hans og þess að honum verður ekki breytt, trúum við því að Tinnu Björgu sé nú ætlað veigamikið hlutverk á himnum í ljósinu eilífa, og hugur okkar og innileg samúð er hjá börnum hennar Tinnu, foreldrum og systkinum,“ segir í minningargrein Þórsara um Tinnu Björg.
Akureyri Þór Akureyri Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Sjá meira