Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 08:03 Lúsleitað. Getty Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. „Síðsumars sjáum við alltaf mikla aukningu á veggjalús,“ segir Jean-Michel Berenger, skordýrafræðingur við sjúkrahúsið í Marseille og helsti sérfræðingur Frakka í veggjalús. „Það er vegna þess að fólk hefur verið að ferðast í júlí og ágúst og flytur hana til baka í farangrinum sínum,“ bætir hann við. Berenger segir aukninguna verða meiri ár frá ári og þannig er eðlilegt að fólk verði vart við pestina. Samkvæmt könnunum hefur einn af hverjum tíu Parísarbúum þurft að takast á við vandann á síðustu fimm árum. Frásagnir af veggjalús í kvikmyndahúsum og um borð í lestum hafa ratað á samfélagsmiðla. Þær hafa ekki verið sannaðar en bæði borgaryfirvöld og stjórnvöld í Frakklandi virðast taka þær alvarlega, enda stendur til að halda Ólympíuleika í höfuðborginni á næsta ári. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast samfélagsmiðlar þó vera að hafa þau áhrif að það sem var eitt sinn hefðbundið umfjöllunarefni franskra miðla í gúrkutíð á haustmánuðum er nú orðið að þjóðaröryggismáli. Berenger segir nýjan þátt hafa bæst við veggjalúsajöfnuna; múgæsingu. „Þetta er gott að því leiti að þetta gerir fólk meðvitað um vandann og því fyrr sem þú grípur til aðgerða gegn veggjalús því betra. En vandamálið hefur verið ýkt,“ segir hann. Veggjalúsin er meira áberandi en áður þar sem fólk og varningur ferðast meira um og þar sem mörg þeirra efna sem voru notuð til að halda henni í skefjum hafa verið bönnuð. Þá eru veggjalýs nútímans afkomendur þeirra sem lifðu efnaárásirnar og mögulega ónæmari en forfeður sínir. Aukið hreinlæti hefur auk þess dregið verulega úr fjölda kakkalakka, sem héldu veggjalúsinni í skefjum. Berenger segir fólk „panikka“ yfir veggjalúsinni í dag þar sem hún hefur eiginlega fallið í gleymskunnar dá. Hættan sé meira sálfræðileg en raunveruleg, þar sem hún sé ekki smitvaldur og bit hennar séu að stærstum hluta meinlaus. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um málið. Frakkland Skordýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
„Síðsumars sjáum við alltaf mikla aukningu á veggjalús,“ segir Jean-Michel Berenger, skordýrafræðingur við sjúkrahúsið í Marseille og helsti sérfræðingur Frakka í veggjalús. „Það er vegna þess að fólk hefur verið að ferðast í júlí og ágúst og flytur hana til baka í farangrinum sínum,“ bætir hann við. Berenger segir aukninguna verða meiri ár frá ári og þannig er eðlilegt að fólk verði vart við pestina. Samkvæmt könnunum hefur einn af hverjum tíu Parísarbúum þurft að takast á við vandann á síðustu fimm árum. Frásagnir af veggjalús í kvikmyndahúsum og um borð í lestum hafa ratað á samfélagsmiðla. Þær hafa ekki verið sannaðar en bæði borgaryfirvöld og stjórnvöld í Frakklandi virðast taka þær alvarlega, enda stendur til að halda Ólympíuleika í höfuðborginni á næsta ári. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast samfélagsmiðlar þó vera að hafa þau áhrif að það sem var eitt sinn hefðbundið umfjöllunarefni franskra miðla í gúrkutíð á haustmánuðum er nú orðið að þjóðaröryggismáli. Berenger segir nýjan þátt hafa bæst við veggjalúsajöfnuna; múgæsingu. „Þetta er gott að því leiti að þetta gerir fólk meðvitað um vandann og því fyrr sem þú grípur til aðgerða gegn veggjalús því betra. En vandamálið hefur verið ýkt,“ segir hann. Veggjalúsin er meira áberandi en áður þar sem fólk og varningur ferðast meira um og þar sem mörg þeirra efna sem voru notuð til að halda henni í skefjum hafa verið bönnuð. Þá eru veggjalýs nútímans afkomendur þeirra sem lifðu efnaárásirnar og mögulega ónæmari en forfeður sínir. Aukið hreinlæti hefur auk þess dregið verulega úr fjölda kakkalakka, sem héldu veggjalúsinni í skefjum. Berenger segir fólk „panikka“ yfir veggjalúsinni í dag þar sem hún hefur eiginlega fallið í gleymskunnar dá. Hættan sé meira sálfræðileg en raunveruleg, þar sem hún sé ekki smitvaldur og bit hennar séu að stærstum hluta meinlaus. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um málið.
Frakkland Skordýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira