Hörð viðbrögð vegna strangtrúaðra sem hræktu á kristna í Jerúsalem Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 09:04 Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið. Stilla af Twitter Myndskeið sem sýnir strangtrúaða gyðinga í Jerúsalem hrækja á jörðina þar sem erlendir kristnir ferðamenn ganga framhjá hefur vakið hörð viðbrögð í Ísrael og víðar. Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá. Ísrael Trúmál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Athæfið hefur meðal annars verið gagnrýnt af Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Það var blaðamaður Haaretz sem náði upptöku af atvikinu en það átti sér stað þegar umræddur hópur var að hefja göngu sína um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Förinni var heitið sömu leið og sagt er að Jesú hafi gengið áður en hann var krossfestur en hópurinn hafði með sér stóran viðarkross. Að minnsta kosti sjö strangtrúaðir gyðingar hræktu á jörðina þegar hópurinn gekk hjá en það vakti ekki síður hneykslan þegar Elisha Yered, strangtrúaður leiðtogi landnema eða landtökufólks og fyrrverandi ráðgjafi þingmanns í samsteypustjórn Netanyahu greip til varna fyrir þá sem hræktu. Sagði hann að það að hrækja að kristnum prestum og kirkjum væri „forn gyðingasiður“. „Undir áhrifum vestrænnar menningar höfum við ef til vill gleymt því fyrir hvað kristnin stendur,“ skrifaði hann á X/Twitter. „Ég held að milljónir gyðinga sem mátut þola útlegð vegna krossferðanna muni aldrei gleyma.“ Yered er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á 19 ára Palestínumanni og sætir stofufangelsi. Five people arrested on suspicion of spitting at Christians in Jerusalem's Old City https://t.co/LK6mwoJo8B— Haaretz.com (@haaretzcom) October 4, 2023 Myndskeiðið og færsla Yered eru sögð hafa farið eins og eldur í sinu um netheima í Ísrael en viðbrögðin voru, eins og áður segir, hörð. Jafnvel menn innan íhaldsamrar ríkisstjórnar landsins fordæmdu athæfið og sagði utanríkisráðherrann Eli Cohen meðal annars að það að hrækja að kristnum væri ekki í takt við gildi gyðinga. Þá sagði Michael Malkieli, ráðherra trúmála og flokksmaður í Shas-flokknum, að það að hrækja að mönnum væri ekki í samræmi við Torah, trúarrit gyðinga. Undir þetta tók einn af fremstu rabbínum Ísrael. Aðgerðasinnar segja árásir gegn kristnum hafa aukist mjög og hafa undrast hörð viðbrögð hinna íhaldssömu stjórnvalda. „Árásum á kristna hefur fjölgað um 100 prósent á þessu ári og við erum ekki bara að tala um hráka heldur grjótkast og skemmdarverk,“ segir Yisca Harani, stofnandi hjálparlínu vegna fordóma gegn kristnum. „Afsakið en hvar voruð þið?“ segir hún og beinir spurningu sinni til stjórnvalda. Guardian greindi frá.
Ísrael Trúmál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira