Samfélagsbankar: Mótvægið sem okkur vantar í bankamálum Guðmundur D. Haraldsson skrifar 4. október 2023 12:30 Á undanförnum árum hefur verið gerð endurnýjuð tilraun til að einkavæða stærstu banka landsins – tilraun sem átti ekki að geta misheppnast. Reynslan nú, þegar Íslandsbanki hefur að miklu leyti verið einkavæddur, er blendin, enda hefur komið í ljós að lög og reglur voru brotin við einkavæðinguna en einnig er orðið ljóst að einkavæðing banka þýðir hærri þjónustugjöld, ofsahagnað þeirra og drjúgar arðgreiðslur til hluthafa þeirra á meðan þjónusta til notenda er skert. Og þó er enn stefnt á að ljúka einkavæðingu Íslandsbanka og vilji er til að einkavæða Landsbankann hjá hluta ríkisstjórnarflokkanna. Allt rímar þetta við fyrri tilraun til einkavæðingar sem fór fram fyrir tveimur áratugum og var mjög umdeild á sínum tíma – síðar kom í ljós að einkavæðingin var á skjön við landslög. Ofahagnaður, arðgreiðslur og hækkuð þjónustugjöld fylgdu einkavæðingunni, allt þar til síga fór á ógæfuhliðina og loks, haustið 2008, að þessi tilraun endaði með hruni allra þriggja stóru bankanna sem kom af stað fjármálakrísu á Íslandi. Miklu þensluskeiði, drifnu áfram af bönkunum og fjármálaöflum, lauk með hvelli. Bankarnir voru endurreistir á nýjum kennitölum með miklu brambolti. Vonandi – og líklega – mun ekki fara nú eins og gerði haustið 2008. En sporin hræða, enda um margt endurtekning fyrri atburðarásar sem nú á sér stað. Þessi endurtekning kemur til vegna þess að sama forskrift er notuð við einkavæðinguna nú sem þá: Bönkum, einkavæddum sem og þeim sem bíða einkavæðingar, er ætla að hámarka hagnað, greiða arð, greiða bónusa til stjórnenda og standa sig vel á hlutabréfamarkaði (séu þeir skráðir). Annað skiptir ekki eða minna máli, s.s. gæði þjónustunnar eða lágmörkun áhættu. Sú staðreynd að stefnan sé beinlínis sú að allir stærstu bankar landsins verði reknir eftir þessari sömu forskrift mun leiða til þess að bankaþjónusta verður dýrari fyrir samfélagið. Einnig mun áhætta samfélagsins af falli þeirra verða meiri, enda mun samfélagið – í gegnum ríkissjóð – taka á sig skuldbindingar bankanna lendi þeir í vandræðum. Höfum í huga að það var ekki bara skorturinn á reglum og eftirliti sem leiddi til hrunsins árið 2008 – það voru einnig hvatarnir í rekstri bankanna. Fari fram sem horfir mun skorta mótvægi á bankamarkaðnum til að breyta þessu. Það er enn hægt að staldra við og hugsa bankamálin upp á nýtt. Við getum tekið ákvörðun sem samfélag til að reyna aðra forskrift þegar kemur að eina bankanum sem ríkið á til fulls, Landsbankanum. Við getum vel breytt honum ísamfélagsbanka – tegund banka sem er af allt öðru tagi og er rekinn öðruvísi en hinir einkavæddu bankar. Það er mótvægið sem við þurfum. Hvað er samfélagsbanki? Samfélagsbanki er ekki nýtt hugtak í íslenskri samfélagsumræðu en hugtakið hefur þó verið nokkuð á reiki, einkum undanfarið. Almennt er þó sá skilningur á að samfélagsbankar séu reknir í þágu notenda bankanna fremur en hluthafa – þeir greiði því ekki arð. Af þessu leiðir að samfélagsbankar stilla hagnaði í hóf og nýta hagnað til að bæta bankann og styrkja. Þeir leitast við að veita sem besta þjónustu fyrir sem lægst þjónustugjöld og fyrir sem lægstu vaxtaþóknun. Þeir stilla áhættu í hóf. Þetta er kjarninn í samfélagsbönkum. Að öðru leyti eru samfélagsbankar eins og aðrir bankar: Þeir keppa á markaði og veita sömu þjónustu og aðrir bankar og greiða samkeppnishæf laun. Þessi litli munur – á hámörkun hagnaðar og áhættusækni – gerir gæfumuninn á milli einkavæddra banka og samfélagsbanka. Þessi munur gerir samfélagsbanka að fjármálastofnun sem leitast við að efla hag samfélagsins fremur en fjarstaddra hluthafa. Í fjármálakrísunni 2008–2010 voru erlendir samfélagsbankar ólíklegri en hagnaðardrifnir bankar til að lenda í vandræðum. Fjölmargir samfélagsbankar eru til í heiminum. Í Þýskalandi er þannig rekið net banka sem eru nefndir Sparkasse og teljast vera um 40% af bankakerfi landsins. Í Bretlandi er rekinn öflugur samfélagsbanki, Nationwide að nafni. Þessir bankar veita öðrum bönkum samkeppni í verði og gæðum. Við eigum val Við stöndum á krossgötum. Einkavæðing banka hefur enn og aftur sýnt sig að vera varasöm og að hún leiði ekki til þeirrar niðurstöðu sem sóst er eftir. Blessunarlega eigum við þó val: Annar valkosturinn er að halda áfram einkavæðingunni, sem mun leiða til einsleits bankakerfis og lakari niðurstöðu fyrir samfélagið. En hinn er að hörfa alfarið frá einkavæðingu Landsbankans og láta staðar numið með einkavæðingu Íslandsbanka. Við getum þá umbreytt Landsbankanum í samfélagsbanka og látið hann vera mótvægi við hina tvo – hann myndi veita þeim viðnám með samkeppni í verði og gæðum, sem myndi fá hina til að lækka verðið og gera betur. Áhætta samfélagsins af bönkunum myndi minnka. Með þessari leið virkjum við markaðsöflin í þágu notenda bankanna og samfélagsins alls. Við eigum val. Spurningin er: Erum við reiðubúin til að velja samfélagsbanka? Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur verið gerð endurnýjuð tilraun til að einkavæða stærstu banka landsins – tilraun sem átti ekki að geta misheppnast. Reynslan nú, þegar Íslandsbanki hefur að miklu leyti verið einkavæddur, er blendin, enda hefur komið í ljós að lög og reglur voru brotin við einkavæðinguna en einnig er orðið ljóst að einkavæðing banka þýðir hærri þjónustugjöld, ofsahagnað þeirra og drjúgar arðgreiðslur til hluthafa þeirra á meðan þjónusta til notenda er skert. Og þó er enn stefnt á að ljúka einkavæðingu Íslandsbanka og vilji er til að einkavæða Landsbankann hjá hluta ríkisstjórnarflokkanna. Allt rímar þetta við fyrri tilraun til einkavæðingar sem fór fram fyrir tveimur áratugum og var mjög umdeild á sínum tíma – síðar kom í ljós að einkavæðingin var á skjön við landslög. Ofahagnaður, arðgreiðslur og hækkuð þjónustugjöld fylgdu einkavæðingunni, allt þar til síga fór á ógæfuhliðina og loks, haustið 2008, að þessi tilraun endaði með hruni allra þriggja stóru bankanna sem kom af stað fjármálakrísu á Íslandi. Miklu þensluskeiði, drifnu áfram af bönkunum og fjármálaöflum, lauk með hvelli. Bankarnir voru endurreistir á nýjum kennitölum með miklu brambolti. Vonandi – og líklega – mun ekki fara nú eins og gerði haustið 2008. En sporin hræða, enda um margt endurtekning fyrri atburðarásar sem nú á sér stað. Þessi endurtekning kemur til vegna þess að sama forskrift er notuð við einkavæðinguna nú sem þá: Bönkum, einkavæddum sem og þeim sem bíða einkavæðingar, er ætla að hámarka hagnað, greiða arð, greiða bónusa til stjórnenda og standa sig vel á hlutabréfamarkaði (séu þeir skráðir). Annað skiptir ekki eða minna máli, s.s. gæði þjónustunnar eða lágmörkun áhættu. Sú staðreynd að stefnan sé beinlínis sú að allir stærstu bankar landsins verði reknir eftir þessari sömu forskrift mun leiða til þess að bankaþjónusta verður dýrari fyrir samfélagið. Einnig mun áhætta samfélagsins af falli þeirra verða meiri, enda mun samfélagið – í gegnum ríkissjóð – taka á sig skuldbindingar bankanna lendi þeir í vandræðum. Höfum í huga að það var ekki bara skorturinn á reglum og eftirliti sem leiddi til hrunsins árið 2008 – það voru einnig hvatarnir í rekstri bankanna. Fari fram sem horfir mun skorta mótvægi á bankamarkaðnum til að breyta þessu. Það er enn hægt að staldra við og hugsa bankamálin upp á nýtt. Við getum tekið ákvörðun sem samfélag til að reyna aðra forskrift þegar kemur að eina bankanum sem ríkið á til fulls, Landsbankanum. Við getum vel breytt honum ísamfélagsbanka – tegund banka sem er af allt öðru tagi og er rekinn öðruvísi en hinir einkavæddu bankar. Það er mótvægið sem við þurfum. Hvað er samfélagsbanki? Samfélagsbanki er ekki nýtt hugtak í íslenskri samfélagsumræðu en hugtakið hefur þó verið nokkuð á reiki, einkum undanfarið. Almennt er þó sá skilningur á að samfélagsbankar séu reknir í þágu notenda bankanna fremur en hluthafa – þeir greiði því ekki arð. Af þessu leiðir að samfélagsbankar stilla hagnaði í hóf og nýta hagnað til að bæta bankann og styrkja. Þeir leitast við að veita sem besta þjónustu fyrir sem lægst þjónustugjöld og fyrir sem lægstu vaxtaþóknun. Þeir stilla áhættu í hóf. Þetta er kjarninn í samfélagsbönkum. Að öðru leyti eru samfélagsbankar eins og aðrir bankar: Þeir keppa á markaði og veita sömu þjónustu og aðrir bankar og greiða samkeppnishæf laun. Þessi litli munur – á hámörkun hagnaðar og áhættusækni – gerir gæfumuninn á milli einkavæddra banka og samfélagsbanka. Þessi munur gerir samfélagsbanka að fjármálastofnun sem leitast við að efla hag samfélagsins fremur en fjarstaddra hluthafa. Í fjármálakrísunni 2008–2010 voru erlendir samfélagsbankar ólíklegri en hagnaðardrifnir bankar til að lenda í vandræðum. Fjölmargir samfélagsbankar eru til í heiminum. Í Þýskalandi er þannig rekið net banka sem eru nefndir Sparkasse og teljast vera um 40% af bankakerfi landsins. Í Bretlandi er rekinn öflugur samfélagsbanki, Nationwide að nafni. Þessir bankar veita öðrum bönkum samkeppni í verði og gæðum. Við eigum val Við stöndum á krossgötum. Einkavæðing banka hefur enn og aftur sýnt sig að vera varasöm og að hún leiði ekki til þeirrar niðurstöðu sem sóst er eftir. Blessunarlega eigum við þó val: Annar valkosturinn er að halda áfram einkavæðingunni, sem mun leiða til einsleits bankakerfis og lakari niðurstöðu fyrir samfélagið. En hinn er að hörfa alfarið frá einkavæðingu Landsbankans og láta staðar numið með einkavæðingu Íslandsbanka. Við getum þá umbreytt Landsbankanum í samfélagsbanka og látið hann vera mótvægi við hina tvo – hann myndi veita þeim viðnám með samkeppni í verði og gæðum, sem myndi fá hina til að lækka verðið og gera betur. Áhætta samfélagsins af bönkunum myndi minnka. Með þessari leið virkjum við markaðsöflin í þágu notenda bankanna og samfélagsins alls. Við eigum val. Spurningin er: Erum við reiðubúin til að velja samfélagsbanka? Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun