„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Lovísa Arnardóttir skrifar 4. október 2023 21:00 Svandís segir mikilvægt að ná að byggja um lagareldi í góðum ramma til að tryggja öryggi vistkerfa og matvælaframleiðslu. Vísir/Arnar Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. Stefna ráðherra nær til ársins 2040 en þó er gert ráð fyrir því að atvinnugreinarnar verði búnar að aðlaga sig að breyttu regluverki árið 2028. Stefnudrögin innihalda framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis en segja má að skýrust sé stefnan fyrir sjókvíaeldi, sem er sú grein sem lengst er komin. „Mér finnst þetta mjög spennandi og það er gott að vera komin á þann stað að vera með stefnudrög sem við setjum út til samráðs við almenning og hagsmunaaðila. Þessar greinar eru staddar á ólíkum stað, allt frá því að vera atvinnugrein í bullandi gangi eins og sjókvíaeldið í að vera á bara hugmyndstigi eins og úthafseldið,“ segir Svandís. Hún segir mjög mikilvægt að ná utan um greinarnar í heild sinni, þó ólíkar séu. „Við vorum ekki á góðum stað í raun og veru. Að vera með atvinnurekstur í svo örum vexti með veikt regluverk og í raun og veru umhverfi sem var ekki ásættanlegt. Þannig það er áhugavert og gott að nú erum við komn með mjög skýran tón í þessum efnum,“ segir Svandís. Hún segir að eftirlitið verði aukið samkvæmt drögunum umtalsvert, og það tali við þær aðstæður sem hafi verið í umræðu nýlega og á þá við strok úr Arctic Sea Farm í sumar. „En svo er það okkar að gera miklu meiri kröfur inn í framtíðina. Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og erum að segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það sé umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum,“ segir Svandís og að þess vegna sé ramminn í greininni orðinn mjög skýr samkvæmt drögunum og gert ráð fyrir því að greinin aðlagi sig að þeim fyrir 2028. „Við erum með gulrætur og svipur í þeim efnum til að koma fyrirtækjunum þangað, en ábyrgðin er samt auðvitað alltaf hjá rekstraraðilum.“ Farið var vel yfir það í stefnudrögunum að draga lærdóm af reynslu nágrannaþjóða okkar, og sérstaklega talað um nálægð rekstraraðila og fjölda í eldi í til dæmis sama firði. Svandís segir gott að læra af reynslu annarra. Færeyingar og Norðmenn hafi lent í skakkaföllum sem við viljum ekki endurtaka. Það séu margar áskoranir og að greinin hafi vaxið hraðar undanfarið en ramminn og regluverkið og því sé löngu tímabært að setja skýra löggjöf og ramma. Færri vinni á sama stað Fram kemur í stefnudrögunum að stefnt verði að því að fáir rekstraraðilar verði á sama stað með til dæmis sjókvíaeldi og þannig verði líklega einhverjar breytingar á Vestfjörðum þar sem uppbygging hefur verið ör og sums staðar fleiri en einn rekstraraðili á sama staðnum. Svandís segir rekstraraðila hafa næstu fimm árin til að skoða þetta og finna lausnir. Þetta sé ekki nýtt fyrir þessa rekstraraðila sem þó hafi margir fundið fyrir því í sínum rekstri að það geti verið óheppilegt að deila svæðinu. Hún segir stóru spurninguna í dag snúa að stroki og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. Gert sé ráð fyrir því í drögunum að þau verði „mjög eindregin“ og hafi bein áhrif á heimildir fyrirtækja. 400 milljónir aukalega í eftirlit og rannsóknir Skýrar reglur verða settar samkvæmt drögunum um hvernig eigi að bregðast við stroki úr eldi og heimildir fyrirtækja ákveðnar í samræmi við viðbrögð þeirra. Aukið fjármagn er í fjármálaætlun til bæði Hafrannsóknarstofnunar og Matvælastofnunar til að auka eftirlit og rannsóknir. „Það mun skiptast annars vegar á Hafrannsóknarstofnun svo rannsóknir á vöktun séu í lagi og eins til helminga til matvælastofnunar sem sér um eftirlit of leyfisveitingar. Matvælastofnun auglýsti í dag eftir sex sérfræðingum til að sinna þessu verkefni og það er næstum tvöföldun á því starfsfólki sem sinnir þessu núna,“ segir Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri matvæla hjá matvælaráðuneytinu, en alls er um að ræða um 200 milljónir árlega aukalega til hvorrar stofnunar sem kemur inn um áramótin. Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri matvæla segir mikilvægt að efla eftirlit og vöktun verulega. Stöð 2 „Að auki erum við að skrúfa fyrir og herða reglur sem við getum án lagabreytinga sem varða eftirlit, möguleika eftirlitsaðila til að bregðast við og við vonum að það gerist á næstu vikum.“ Kolbeinn segir það alveg ljóst að mörg tækifæri séu í greininni. „Að framleiða prótein í heiminn er mikilvægt og búa til gjaldeyristekjur og störf. En þessum vörðum verður ekki náð nema í sátt og samlyndi við náttúruna og samfélagið. Mælikvarðarnir eru ekki endilega hversu hratt við stækkum, heldur hvernig við gerum það.“ Þingsályktun og frumvarp á vorþingi Stefnudrögin eru í samráði núna en gert er ráð fyrir þingsályktunartillögu og frumvarpi á vorþingi. Svandís segir áríðandi að tryggja bæði matvælaöryggi og öryggi vist- og umhverfis. „Þetta jafnvægi og þessi skýra krafa um það að umhverfisþættirnir séu forsenda sé krafa sem við sem samfélag sem reiðum okkur mjög mikið á auðlindir náttúrunnar ættum að geta sameinast um,“ segir Svandís og að þetta sé áskorun sem öll fyrirtæki í matvælaframleiðslu þurfi að takast á við í dag. „Að það sé gert í sátt við vistkerfin, en líka í sátt við aðrar umhverfisógnir eins og losun gróðurhúsalofttegunda, loftslagsmálin og kolefnissporið. Þetta verður að vera allt undir því ef við horfum ekki á umhverfisþættina fyrr en við erum búin að horfa á alla hina þættina þá er ekki til mikils að þróa atvinnugreinar sem reynast svo of ágengar gegn náttúru og umhverfi.“ Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Tengdar fréttir Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum. 3. október 2023 14:45 Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ 3. október 2023 16:00 Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiðimenn á landinu hafa verið að sýna sterka samstöðu gegn sjókvíaeldi og flestir eru því algjörlega sammála að nýlegar slysasleppingar séu dropinn sem fyllir mælinn. 3. október 2023 09:43 Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. 28. september 2023 10:40 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Stefna ráðherra nær til ársins 2040 en þó er gert ráð fyrir því að atvinnugreinarnar verði búnar að aðlaga sig að breyttu regluverki árið 2028. Stefnudrögin innihalda framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis en segja má að skýrust sé stefnan fyrir sjókvíaeldi, sem er sú grein sem lengst er komin. „Mér finnst þetta mjög spennandi og það er gott að vera komin á þann stað að vera með stefnudrög sem við setjum út til samráðs við almenning og hagsmunaaðila. Þessar greinar eru staddar á ólíkum stað, allt frá því að vera atvinnugrein í bullandi gangi eins og sjókvíaeldið í að vera á bara hugmyndstigi eins og úthafseldið,“ segir Svandís. Hún segir mjög mikilvægt að ná utan um greinarnar í heild sinni, þó ólíkar séu. „Við vorum ekki á góðum stað í raun og veru. Að vera með atvinnurekstur í svo örum vexti með veikt regluverk og í raun og veru umhverfi sem var ekki ásættanlegt. Þannig það er áhugavert og gott að nú erum við komn með mjög skýran tón í þessum efnum,“ segir Svandís. Hún segir að eftirlitið verði aukið samkvæmt drögunum umtalsvert, og það tali við þær aðstæður sem hafi verið í umræðu nýlega og á þá við strok úr Arctic Sea Farm í sumar. „En svo er það okkar að gera miklu meiri kröfur inn í framtíðina. Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og erum að segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það sé umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum,“ segir Svandís og að þess vegna sé ramminn í greininni orðinn mjög skýr samkvæmt drögunum og gert ráð fyrir því að greinin aðlagi sig að þeim fyrir 2028. „Við erum með gulrætur og svipur í þeim efnum til að koma fyrirtækjunum þangað, en ábyrgðin er samt auðvitað alltaf hjá rekstraraðilum.“ Farið var vel yfir það í stefnudrögunum að draga lærdóm af reynslu nágrannaþjóða okkar, og sérstaklega talað um nálægð rekstraraðila og fjölda í eldi í til dæmis sama firði. Svandís segir gott að læra af reynslu annarra. Færeyingar og Norðmenn hafi lent í skakkaföllum sem við viljum ekki endurtaka. Það séu margar áskoranir og að greinin hafi vaxið hraðar undanfarið en ramminn og regluverkið og því sé löngu tímabært að setja skýra löggjöf og ramma. Færri vinni á sama stað Fram kemur í stefnudrögunum að stefnt verði að því að fáir rekstraraðilar verði á sama stað með til dæmis sjókvíaeldi og þannig verði líklega einhverjar breytingar á Vestfjörðum þar sem uppbygging hefur verið ör og sums staðar fleiri en einn rekstraraðili á sama staðnum. Svandís segir rekstraraðila hafa næstu fimm árin til að skoða þetta og finna lausnir. Þetta sé ekki nýtt fyrir þessa rekstraraðila sem þó hafi margir fundið fyrir því í sínum rekstri að það geti verið óheppilegt að deila svæðinu. Hún segir stóru spurninguna í dag snúa að stroki og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. Gert sé ráð fyrir því í drögunum að þau verði „mjög eindregin“ og hafi bein áhrif á heimildir fyrirtækja. 400 milljónir aukalega í eftirlit og rannsóknir Skýrar reglur verða settar samkvæmt drögunum um hvernig eigi að bregðast við stroki úr eldi og heimildir fyrirtækja ákveðnar í samræmi við viðbrögð þeirra. Aukið fjármagn er í fjármálaætlun til bæði Hafrannsóknarstofnunar og Matvælastofnunar til að auka eftirlit og rannsóknir. „Það mun skiptast annars vegar á Hafrannsóknarstofnun svo rannsóknir á vöktun séu í lagi og eins til helminga til matvælastofnunar sem sér um eftirlit of leyfisveitingar. Matvælastofnun auglýsti í dag eftir sex sérfræðingum til að sinna þessu verkefni og það er næstum tvöföldun á því starfsfólki sem sinnir þessu núna,“ segir Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri matvæla hjá matvælaráðuneytinu, en alls er um að ræða um 200 milljónir árlega aukalega til hvorrar stofnunar sem kemur inn um áramótin. Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri matvæla segir mikilvægt að efla eftirlit og vöktun verulega. Stöð 2 „Að auki erum við að skrúfa fyrir og herða reglur sem við getum án lagabreytinga sem varða eftirlit, möguleika eftirlitsaðila til að bregðast við og við vonum að það gerist á næstu vikum.“ Kolbeinn segir það alveg ljóst að mörg tækifæri séu í greininni. „Að framleiða prótein í heiminn er mikilvægt og búa til gjaldeyristekjur og störf. En þessum vörðum verður ekki náð nema í sátt og samlyndi við náttúruna og samfélagið. Mælikvarðarnir eru ekki endilega hversu hratt við stækkum, heldur hvernig við gerum það.“ Þingsályktun og frumvarp á vorþingi Stefnudrögin eru í samráði núna en gert er ráð fyrir þingsályktunartillögu og frumvarpi á vorþingi. Svandís segir áríðandi að tryggja bæði matvælaöryggi og öryggi vist- og umhverfis. „Þetta jafnvægi og þessi skýra krafa um það að umhverfisþættirnir séu forsenda sé krafa sem við sem samfélag sem reiðum okkur mjög mikið á auðlindir náttúrunnar ættum að geta sameinast um,“ segir Svandís og að þetta sé áskorun sem öll fyrirtæki í matvælaframleiðslu þurfi að takast á við í dag. „Að það sé gert í sátt við vistkerfin, en líka í sátt við aðrar umhverfisógnir eins og losun gróðurhúsalofttegunda, loftslagsmálin og kolefnissporið. Þetta verður að vera allt undir því ef við horfum ekki á umhverfisþættina fyrr en við erum búin að horfa á alla hina þættina þá er ekki til mikils að þróa atvinnugreinar sem reynast svo of ágengar gegn náttúru og umhverfi.“
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Tengdar fréttir Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum. 3. október 2023 14:45 Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ 3. október 2023 16:00 Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiðimenn á landinu hafa verið að sýna sterka samstöðu gegn sjókvíaeldi og flestir eru því algjörlega sammála að nýlegar slysasleppingar séu dropinn sem fyllir mælinn. 3. október 2023 09:43 Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. 28. september 2023 10:40 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum. 3. október 2023 14:45
Skráning Arnarlax „skref í að ná meiri samfélagslegri sátt“ um laxeldi Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Bíldudal er skráð á hlutabréfamarkað, sagði forstjóri Arnarlax við skráningu laxeldsins á markað. „Þetta er skref í að ná meiri samfélagslegri sátt um það sem við erum að gera.“ 3. október 2023 16:00
Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiðimenn á landinu hafa verið að sýna sterka samstöðu gegn sjókvíaeldi og flestir eru því algjörlega sammála að nýlegar slysasleppingar séu dropinn sem fyllir mælinn. 3. október 2023 09:43
Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. 28. september 2023 10:40