Leyfum börnum að vera börn Sigga Birna Valsdóttir skrifar 4. október 2023 19:31 Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég. Ég er ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78. Síðustu þrettán árin hef ég hitt hundruð foreldra. Þessir foreldrar hafa leitað til mín vegna þess að börnin þeirra pössuðu ekki inn í kynjaboxin eða hreinlega héldu því fram að þau tilheyrðu ekki því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Flest þessara barna eru hinsegin í dag, mörg eru trans en nokkur eru ekki á lífi. Fólk talar um að vernda börnin, vernda börnin fyrir hinsegin fræðslu, vernda börnin fyrir „transvæðingu“ og vernda börnin fyrir kynfræðslu. Ég er nokkuð viss um að mikill meirihluti þeirra sem taka undir þessar staðhæfingar og dreifa efni sem heldur þeim á lofti gerir sér enga grein fyrir því hvað þau eru að gera né hvaða afleiðingar það hefur. Orð hafa alvöru afleiðingar. Í mörg ár talaði ég við börn og unglinga um útilokun, einelti, fordóma og mikilvægi þess að setja sig í spor annarra og að bera virðingu fyrir öðrum þó við séum ólík, með ólíkar skoðanir og veljum ólíkar leiðir. Eftir að hafa farið yfir það hversu illa börnum getur liðið sem lenda í útilokun, áreiti og einelti í skólanum þá sagði ég yfirleitt: „Ég veit að ekkert ykkar hér vill taka þátt í því að einhverjum líði svona illa.“ Undantekningarlaust þá samþykktu þau það, en svo fórum við yfir hvernig þau gætu verið að ýta undir vanlíðan annarra án þess að átta sig á því. Ég er ansi hrædd um að flest það fullorðna fólk sem dreifir áróðri gegn trans fólki, hinsegin fræðslu og Samtökunum ´78 átti sig ekki á því hvað það er að gera. Það áttar sig ekki á því að það er að dreifa upplýsingum sem ýta undir andúð á stórum hópi fólks, andúð á alvöru fólki, á börnum á öllum aldri, foreldrum þeirra og fjölskyldum. Umræðan í samfélaginu á sér nefnilega ekki stað í tómarúmi. Hún nær til barnanna og inn í skólana. Trans börn á grunnskólaaldri hafa undanfarið lent í því að vera kölluð barnaperrar og sökuð um lygar af bekkjarfélögum sínum. Áreiti og einelti gagnvart hinsegin nemendum á grunn- og framhaldsskólaaldri hefur aukist gífurlega og mörg upplifa sig mjög óörugg í skólanum. Það er erfitt fyrir barn að svara þegar orðin „mamma og pabbi segja að þú sért að ljúga“ fylgja áreitinu. Það er erfitt að vera barn þegar sjálfsmynd þín er sífellt dregin í efa og ekki gefið að öll börn ráði við það verkefni. Trans börn hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til. Sum ná að setja orð á upplifun sína mjög ung, jafnvel á leikskólaaldri, önnur mun seinna og sum ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Áður fyrr var algengara að fólk væri eldra, enda yfirleitt þaggað harkalega niður í því ef það opnaði sig á barnsaldri. Sum sem hafa leitað til mín á fullorðinsaldri eiga hræðilegar sögur um bælingu, afneitun og skömm. Sögur um mikið einelti, þöggun og jafnvel alvarlegt ofbeldi með það eitt að markmiði að berja úr þeim afbrigðileikann. Afleiðingin er oft mikill og flókinn vandi sem getur tekur allt lífið að vinna úr. Í dag vitum við betur. Við vitum að ef börn sýna ódæmigerða kyntjáningu á unga aldri þá er best að leyfa þeim að vera þau sjálf, leyfa þeim að vera börnin sem þau vilja vera. Að þau fái að leika sér og tjá sig eins og þau vilja. Það getur enginn sagt með vissu hvort barn er trans nema barnið sjálft eða hvort upplifun þess og tjáning sé aðeins tímabil. Það er ekki hættulegt að leyfa barni að tjá sig eins og það vill, leyfa því að stjórna hári, fötum, leikjum og leikföngum. Eins er ekki hættulegt að kalla barn því nafni sem það kýs eða nota þau fornöfn sem það velur sér sjálft. Allt er þetta afturkræft, öllu þessu er hægt að breyta til baka ef upplifun barnsins er aðeins tímabil. Það er hins vegar hættulegt að þagga niður í barni. Ég hef of oft séð mjög alvarlegar afleiðingar þess að barn hafi ekki fengið að tjá kyn sitt eins og það vildi. Eins getur það verið skaðlegt fyrir hinsegin barn að alast upp án upplýsinga um hinsegin málefni. Um það geta heilu kynslóðirnar vottað. Mig langar að hvetja fólk til að muna að stundum stuðlum við að vanlíðan annarra án þess að ætla okkur það. Öll umræða um að „vernda börnin“ hefur snúist í andhverfu sína, þar sem fólk telur sig geta ráðist á sum börn og sumar fjölskyldur undir því yfirskini að um einhverja hugmyndafræði sé að ræða, en ekki líf fólks. Ég er hrædd við afleiðingarnar, ég er hrædd um börnin sem ekki hafa komið fram, börnin sem ekki hafa stuðning, börnin sem fá ekki leyfi til að vera börnin sem þau eru. Leyfum öllum börnum að vera börn. Höfundur er fjölskyldumeðferðarfræðingur og teymisstýra ráðgjafaþjónustu Samtakanna ’78. Um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna má lesa betur hér. Um misskilninginn um stöðu trans heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum má lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég. Ég er ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78. Síðustu þrettán árin hef ég hitt hundruð foreldra. Þessir foreldrar hafa leitað til mín vegna þess að börnin þeirra pössuðu ekki inn í kynjaboxin eða hreinlega héldu því fram að þau tilheyrðu ekki því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Flest þessara barna eru hinsegin í dag, mörg eru trans en nokkur eru ekki á lífi. Fólk talar um að vernda börnin, vernda börnin fyrir hinsegin fræðslu, vernda börnin fyrir „transvæðingu“ og vernda börnin fyrir kynfræðslu. Ég er nokkuð viss um að mikill meirihluti þeirra sem taka undir þessar staðhæfingar og dreifa efni sem heldur þeim á lofti gerir sér enga grein fyrir því hvað þau eru að gera né hvaða afleiðingar það hefur. Orð hafa alvöru afleiðingar. Í mörg ár talaði ég við börn og unglinga um útilokun, einelti, fordóma og mikilvægi þess að setja sig í spor annarra og að bera virðingu fyrir öðrum þó við séum ólík, með ólíkar skoðanir og veljum ólíkar leiðir. Eftir að hafa farið yfir það hversu illa börnum getur liðið sem lenda í útilokun, áreiti og einelti í skólanum þá sagði ég yfirleitt: „Ég veit að ekkert ykkar hér vill taka þátt í því að einhverjum líði svona illa.“ Undantekningarlaust þá samþykktu þau það, en svo fórum við yfir hvernig þau gætu verið að ýta undir vanlíðan annarra án þess að átta sig á því. Ég er ansi hrædd um að flest það fullorðna fólk sem dreifir áróðri gegn trans fólki, hinsegin fræðslu og Samtökunum ´78 átti sig ekki á því hvað það er að gera. Það áttar sig ekki á því að það er að dreifa upplýsingum sem ýta undir andúð á stórum hópi fólks, andúð á alvöru fólki, á börnum á öllum aldri, foreldrum þeirra og fjölskyldum. Umræðan í samfélaginu á sér nefnilega ekki stað í tómarúmi. Hún nær til barnanna og inn í skólana. Trans börn á grunnskólaaldri hafa undanfarið lent í því að vera kölluð barnaperrar og sökuð um lygar af bekkjarfélögum sínum. Áreiti og einelti gagnvart hinsegin nemendum á grunn- og framhaldsskólaaldri hefur aukist gífurlega og mörg upplifa sig mjög óörugg í skólanum. Það er erfitt fyrir barn að svara þegar orðin „mamma og pabbi segja að þú sért að ljúga“ fylgja áreitinu. Það er erfitt að vera barn þegar sjálfsmynd þín er sífellt dregin í efa og ekki gefið að öll börn ráði við það verkefni. Trans börn hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til. Sum ná að setja orð á upplifun sína mjög ung, jafnvel á leikskólaaldri, önnur mun seinna og sum ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Áður fyrr var algengara að fólk væri eldra, enda yfirleitt þaggað harkalega niður í því ef það opnaði sig á barnsaldri. Sum sem hafa leitað til mín á fullorðinsaldri eiga hræðilegar sögur um bælingu, afneitun og skömm. Sögur um mikið einelti, þöggun og jafnvel alvarlegt ofbeldi með það eitt að markmiði að berja úr þeim afbrigðileikann. Afleiðingin er oft mikill og flókinn vandi sem getur tekur allt lífið að vinna úr. Í dag vitum við betur. Við vitum að ef börn sýna ódæmigerða kyntjáningu á unga aldri þá er best að leyfa þeim að vera þau sjálf, leyfa þeim að vera börnin sem þau vilja vera. Að þau fái að leika sér og tjá sig eins og þau vilja. Það getur enginn sagt með vissu hvort barn er trans nema barnið sjálft eða hvort upplifun þess og tjáning sé aðeins tímabil. Það er ekki hættulegt að leyfa barni að tjá sig eins og það vill, leyfa því að stjórna hári, fötum, leikjum og leikföngum. Eins er ekki hættulegt að kalla barn því nafni sem það kýs eða nota þau fornöfn sem það velur sér sjálft. Allt er þetta afturkræft, öllu þessu er hægt að breyta til baka ef upplifun barnsins er aðeins tímabil. Það er hins vegar hættulegt að þagga niður í barni. Ég hef of oft séð mjög alvarlegar afleiðingar þess að barn hafi ekki fengið að tjá kyn sitt eins og það vildi. Eins getur það verið skaðlegt fyrir hinsegin barn að alast upp án upplýsinga um hinsegin málefni. Um það geta heilu kynslóðirnar vottað. Mig langar að hvetja fólk til að muna að stundum stuðlum við að vanlíðan annarra án þess að ætla okkur það. Öll umræða um að „vernda börnin“ hefur snúist í andhverfu sína, þar sem fólk telur sig geta ráðist á sum börn og sumar fjölskyldur undir því yfirskini að um einhverja hugmyndafræði sé að ræða, en ekki líf fólks. Ég er hrædd við afleiðingarnar, ég er hrædd um börnin sem ekki hafa komið fram, börnin sem ekki hafa stuðning, börnin sem fá ekki leyfi til að vera börnin sem þau eru. Leyfum öllum börnum að vera börn. Höfundur er fjölskyldumeðferðarfræðingur og teymisstýra ráðgjafaþjónustu Samtakanna ’78. Um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna má lesa betur hér. Um misskilninginn um stöðu trans heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum má lesa hér.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun