Ráðleggja sýklalyf eftir óvarið kynlíf til að draga úr kynsjúkdómasmitum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2023 16:13 Notkun doxycycline eftir óvarið kynlíf leiddi til 90 prósent fækkunar á klamydíu- og sárasóttarsmitum og 55 prósent fækkun á tilfellum lekanda. Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að mæla með því að samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn og trans konur taki sýklalyfið doxycycline eftir að hafa stundað óvarið kynlíf, til að draga úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Kynsjúkdómasmitum hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars á Íslandi en árið 2021 greindust 1,6 milljónir manna með klamydíu, 700 þúsund með lekanda og 177 þúsund með sárasótt. Lekandagreiningum hefur fjölgað um 117 prósent frá því að þær voru fæstar árið 2009 og sárasótt var næstum horfin í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum en greiningum hennar hefur fjölgað um 74 prósent frá 2017. Kynsjúkdómana þrjá má alla rekja til bakteríusýkinga. Ákvörðun CDC byggir á rannsóknum sem sýna að einn skammtur af doxycyline, sem tekinn er innan við 72 tímum frá óvörðum kynmökum, getur dregið verulega úr líkunum á kynsjúkdómasmiti. Niðurstöðurnar þykja óyggjandi og hafa heilbrigðisstofnanir í San Francisco boðið upp á úrræðið í nokkra mánuði. Ferlið hefur verið þannig að einstaklingar fá afhent einhvern fjölda af töflum, með þeim leiðbeiningum um að taka eina innan þriggja daga frá óvörðu kynlífi. Pleased to announce the draft guidelines for doxycycline (doxy) as post-exposure prophylaxis (PEP) for STIs. #HCPs & members of communities heavily affected by #STIs, share your input https://t.co/q6NSGWuuL4Here are 5 reasons why the U.S. needs #doxyPEP guidance (1/6): pic.twitter.com/HBMvK8MlM5— Dr. Jono Mermin (@DrMerminCDC) October 2, 2023 Sérfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt sem þarf að skoða í þessu samhengi; annars vegar það að tíðni smita er hæst meðal svartra og frumbyggja óháð kynhneigð og hins vegar að aukin sýklalyfjanotkun kann að stuðla að auknu sýklalyfjaónæmi. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur doxycycline verið notað í marga áratugi og fátt bendir til þess að bakteríur hafi myndað ónæmi gegn lyfinu. Sárasóttar- og klamydíubakteríur verða sjaldan ónæmar yfir höfuð en fleiri spurningar eru uppi varðandi bakteríuna sem veldur lekanda, sem hefur myndað ónæmi gegn fjölda sýklalyfja. Sérfræðingar segja aukið ónæmi munu velta á því hversu margir taka sýklalyfið í forvarnarskyni og hversu oft en á sumum svæðum, til að mynda í Mexíkó, hefur ofnotkun sýklalyfja leitt til fleiri tilvika sýklalyfjaónæmra baktería. Til greina kemur að útvíkka ráðleggingarnar til fleiri en samkynhneigra og tvíkynhneigðra karlmanna og trans kvenna ef rannsóknir leiða í ljós árangur hjá öðrum hópum. Bandaríkin Heilbrigðismál Kynlíf Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Kynsjúkdómasmitum hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars á Íslandi en árið 2021 greindust 1,6 milljónir manna með klamydíu, 700 þúsund með lekanda og 177 þúsund með sárasótt. Lekandagreiningum hefur fjölgað um 117 prósent frá því að þær voru fæstar árið 2009 og sárasótt var næstum horfin í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum en greiningum hennar hefur fjölgað um 74 prósent frá 2017. Kynsjúkdómana þrjá má alla rekja til bakteríusýkinga. Ákvörðun CDC byggir á rannsóknum sem sýna að einn skammtur af doxycyline, sem tekinn er innan við 72 tímum frá óvörðum kynmökum, getur dregið verulega úr líkunum á kynsjúkdómasmiti. Niðurstöðurnar þykja óyggjandi og hafa heilbrigðisstofnanir í San Francisco boðið upp á úrræðið í nokkra mánuði. Ferlið hefur verið þannig að einstaklingar fá afhent einhvern fjölda af töflum, með þeim leiðbeiningum um að taka eina innan þriggja daga frá óvörðu kynlífi. Pleased to announce the draft guidelines for doxycycline (doxy) as post-exposure prophylaxis (PEP) for STIs. #HCPs & members of communities heavily affected by #STIs, share your input https://t.co/q6NSGWuuL4Here are 5 reasons why the U.S. needs #doxyPEP guidance (1/6): pic.twitter.com/HBMvK8MlM5— Dr. Jono Mermin (@DrMerminCDC) October 2, 2023 Sérfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt sem þarf að skoða í þessu samhengi; annars vegar það að tíðni smita er hæst meðal svartra og frumbyggja óháð kynhneigð og hins vegar að aukin sýklalyfjanotkun kann að stuðla að auknu sýklalyfjaónæmi. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur doxycycline verið notað í marga áratugi og fátt bendir til þess að bakteríur hafi myndað ónæmi gegn lyfinu. Sárasóttar- og klamydíubakteríur verða sjaldan ónæmar yfir höfuð en fleiri spurningar eru uppi varðandi bakteríuna sem veldur lekanda, sem hefur myndað ónæmi gegn fjölda sýklalyfja. Sérfræðingar segja aukið ónæmi munu velta á því hversu margir taka sýklalyfið í forvarnarskyni og hversu oft en á sumum svæðum, til að mynda í Mexíkó, hefur ofnotkun sýklalyfja leitt til fleiri tilvika sýklalyfjaónæmra baktería. Til greina kemur að útvíkka ráðleggingarnar til fleiri en samkynhneigra og tvíkynhneigðra karlmanna og trans kvenna ef rannsóknir leiða í ljós árangur hjá öðrum hópum.
Bandaríkin Heilbrigðismál Kynlíf Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira