Ráðleggja sýklalyf eftir óvarið kynlíf til að draga úr kynsjúkdómasmitum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2023 16:13 Notkun doxycycline eftir óvarið kynlíf leiddi til 90 prósent fækkunar á klamydíu- og sárasóttarsmitum og 55 prósent fækkun á tilfellum lekanda. Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að mæla með því að samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn og trans konur taki sýklalyfið doxycycline eftir að hafa stundað óvarið kynlíf, til að draga úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Kynsjúkdómasmitum hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars á Íslandi en árið 2021 greindust 1,6 milljónir manna með klamydíu, 700 þúsund með lekanda og 177 þúsund með sárasótt. Lekandagreiningum hefur fjölgað um 117 prósent frá því að þær voru fæstar árið 2009 og sárasótt var næstum horfin í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum en greiningum hennar hefur fjölgað um 74 prósent frá 2017. Kynsjúkdómana þrjá má alla rekja til bakteríusýkinga. Ákvörðun CDC byggir á rannsóknum sem sýna að einn skammtur af doxycyline, sem tekinn er innan við 72 tímum frá óvörðum kynmökum, getur dregið verulega úr líkunum á kynsjúkdómasmiti. Niðurstöðurnar þykja óyggjandi og hafa heilbrigðisstofnanir í San Francisco boðið upp á úrræðið í nokkra mánuði. Ferlið hefur verið þannig að einstaklingar fá afhent einhvern fjölda af töflum, með þeim leiðbeiningum um að taka eina innan þriggja daga frá óvörðu kynlífi. Pleased to announce the draft guidelines for doxycycline (doxy) as post-exposure prophylaxis (PEP) for STIs. #HCPs & members of communities heavily affected by #STIs, share your input https://t.co/q6NSGWuuL4Here are 5 reasons why the U.S. needs #doxyPEP guidance (1/6): pic.twitter.com/HBMvK8MlM5— Dr. Jono Mermin (@DrMerminCDC) October 2, 2023 Sérfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt sem þarf að skoða í þessu samhengi; annars vegar það að tíðni smita er hæst meðal svartra og frumbyggja óháð kynhneigð og hins vegar að aukin sýklalyfjanotkun kann að stuðla að auknu sýklalyfjaónæmi. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur doxycycline verið notað í marga áratugi og fátt bendir til þess að bakteríur hafi myndað ónæmi gegn lyfinu. Sárasóttar- og klamydíubakteríur verða sjaldan ónæmar yfir höfuð en fleiri spurningar eru uppi varðandi bakteríuna sem veldur lekanda, sem hefur myndað ónæmi gegn fjölda sýklalyfja. Sérfræðingar segja aukið ónæmi munu velta á því hversu margir taka sýklalyfið í forvarnarskyni og hversu oft en á sumum svæðum, til að mynda í Mexíkó, hefur ofnotkun sýklalyfja leitt til fleiri tilvika sýklalyfjaónæmra baktería. Til greina kemur að útvíkka ráðleggingarnar til fleiri en samkynhneigra og tvíkynhneigðra karlmanna og trans kvenna ef rannsóknir leiða í ljós árangur hjá öðrum hópum. Bandaríkin Heilbrigðismál Kynlíf Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Kynsjúkdómasmitum hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars á Íslandi en árið 2021 greindust 1,6 milljónir manna með klamydíu, 700 þúsund með lekanda og 177 þúsund með sárasótt. Lekandagreiningum hefur fjölgað um 117 prósent frá því að þær voru fæstar árið 2009 og sárasótt var næstum horfin í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum en greiningum hennar hefur fjölgað um 74 prósent frá 2017. Kynsjúkdómana þrjá má alla rekja til bakteríusýkinga. Ákvörðun CDC byggir á rannsóknum sem sýna að einn skammtur af doxycyline, sem tekinn er innan við 72 tímum frá óvörðum kynmökum, getur dregið verulega úr líkunum á kynsjúkdómasmiti. Niðurstöðurnar þykja óyggjandi og hafa heilbrigðisstofnanir í San Francisco boðið upp á úrræðið í nokkra mánuði. Ferlið hefur verið þannig að einstaklingar fá afhent einhvern fjölda af töflum, með þeim leiðbeiningum um að taka eina innan þriggja daga frá óvörðu kynlífi. Pleased to announce the draft guidelines for doxycycline (doxy) as post-exposure prophylaxis (PEP) for STIs. #HCPs & members of communities heavily affected by #STIs, share your input https://t.co/q6NSGWuuL4Here are 5 reasons why the U.S. needs #doxyPEP guidance (1/6): pic.twitter.com/HBMvK8MlM5— Dr. Jono Mermin (@DrMerminCDC) October 2, 2023 Sérfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt sem þarf að skoða í þessu samhengi; annars vegar það að tíðni smita er hæst meðal svartra og frumbyggja óháð kynhneigð og hins vegar að aukin sýklalyfjanotkun kann að stuðla að auknu sýklalyfjaónæmi. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur doxycycline verið notað í marga áratugi og fátt bendir til þess að bakteríur hafi myndað ónæmi gegn lyfinu. Sárasóttar- og klamydíubakteríur verða sjaldan ónæmar yfir höfuð en fleiri spurningar eru uppi varðandi bakteríuna sem veldur lekanda, sem hefur myndað ónæmi gegn fjölda sýklalyfja. Sérfræðingar segja aukið ónæmi munu velta á því hversu margir taka sýklalyfið í forvarnarskyni og hversu oft en á sumum svæðum, til að mynda í Mexíkó, hefur ofnotkun sýklalyfja leitt til fleiri tilvika sýklalyfjaónæmra baktería. Til greina kemur að útvíkka ráðleggingarnar til fleiri en samkynhneigra og tvíkynhneigðra karlmanna og trans kvenna ef rannsóknir leiða í ljós árangur hjá öðrum hópum.
Bandaríkin Heilbrigðismál Kynlíf Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira