Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:49 Mikil gleði var í loftinu þegar skóflustungan var tekin. Eva Björk Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Auk ráðherra tóku skóflustunguna Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala, Svava Magnúsdóttir fulltrúi Hollvina Grensásdeildar, Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna svo og starfsmenn Grensásdeildar þær Guðbjörg Efemía Magnúsdóttir og Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir. „Ég er viss um að þessi langþráða viðbót við Grensásdeildina eigi eftir að reynast starfseminni vel. Í allri heildaruppbyggingu Landspítalans er nauðsynlegt að halda því til haga að það er verið að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum til þess eins að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Við erum því fyrst og fremst að fjárfesta í fólki og byggja undir áframhaldandi öfluga heilbrigðisþjónustu,“ segir Willum Þór. Forstjóri Landspítalans og heilbrigðisráðherra á leið til skóflustungu.Eva Björk Fyrsta verkefnið utan Hringbrautar Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspitala að verkefnið við Grensás sé eitt af fjölmörgum sem Nýr Landspítali ohf. sinni og það fyrsta sem félagið sinnir utan framkvæmdagirðingarinnar á Hringbraut. „Nú þegar hönnun er langt komin og jarðvinna er að hefjast þá tekst NLSH á við nýjar áskoranir að byggja í þegar byggðu hverfi. Umhverfis- og öryggismálin eru alltaf hjá félaginu í öndvegi og munu verða það í þessu verkefni líka. Markmiðið er að verklegar framkvæmdir séu unnar í sátt við allt og alla,“ segir Gunnar. Viðbyggingin verður 4.400 fermetrar að stærð. „Þörfin fyrir sérhæfða endurhæfingarþjónustu hefur aukist í takt við fjölgun íbúa. Það er öllum ljóst sem til þekkja að húsnæði Grensásdeildar, sem lítið hefur verið endurnýjað frá því deildin var opnuð fyrir 50 árum, mætir engan veginn kröfum samtímans,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. „Því er sérlega ánægjulegt að loks hilli undir að reist verði viðbygging sem mun valda straumhvörfum því hún verður sérsniðin fyrir nýtingu á nýjustu þekkingu og tækni á sviði sérhæfðs þjálfunarbúnaðar og hjálpartækja í endurhæfingarmeðferð en mikil framþróun á því sviði hefur átt sér stað á undanförnum árum. Það kostar mikla fjármuni að koma upp sérhæfðum þjálfunarbúnaði. Við á Landspítala erum því afar þakklát fyrir söfnunarátak Hollvina Grensáss og vonum að landsmenn sýni okkur stuðning.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Auk ráðherra tóku skóflustunguna Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala, Svava Magnúsdóttir fulltrúi Hollvina Grensásdeildar, Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna svo og starfsmenn Grensásdeildar þær Guðbjörg Efemía Magnúsdóttir og Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir. „Ég er viss um að þessi langþráða viðbót við Grensásdeildina eigi eftir að reynast starfseminni vel. Í allri heildaruppbyggingu Landspítalans er nauðsynlegt að halda því til haga að það er verið að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum til þess eins að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Við erum því fyrst og fremst að fjárfesta í fólki og byggja undir áframhaldandi öfluga heilbrigðisþjónustu,“ segir Willum Þór. Forstjóri Landspítalans og heilbrigðisráðherra á leið til skóflustungu.Eva Björk Fyrsta verkefnið utan Hringbrautar Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspitala að verkefnið við Grensás sé eitt af fjölmörgum sem Nýr Landspítali ohf. sinni og það fyrsta sem félagið sinnir utan framkvæmdagirðingarinnar á Hringbraut. „Nú þegar hönnun er langt komin og jarðvinna er að hefjast þá tekst NLSH á við nýjar áskoranir að byggja í þegar byggðu hverfi. Umhverfis- og öryggismálin eru alltaf hjá félaginu í öndvegi og munu verða það í þessu verkefni líka. Markmiðið er að verklegar framkvæmdir séu unnar í sátt við allt og alla,“ segir Gunnar. Viðbyggingin verður 4.400 fermetrar að stærð. „Þörfin fyrir sérhæfða endurhæfingarþjónustu hefur aukist í takt við fjölgun íbúa. Það er öllum ljóst sem til þekkja að húsnæði Grensásdeildar, sem lítið hefur verið endurnýjað frá því deildin var opnuð fyrir 50 árum, mætir engan veginn kröfum samtímans,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. „Því er sérlega ánægjulegt að loks hilli undir að reist verði viðbygging sem mun valda straumhvörfum því hún verður sérsniðin fyrir nýtingu á nýjustu þekkingu og tækni á sviði sérhæfðs þjálfunarbúnaðar og hjálpartækja í endurhæfingarmeðferð en mikil framþróun á því sviði hefur átt sér stað á undanförnum árum. Það kostar mikla fjármuni að koma upp sérhæfðum þjálfunarbúnaði. Við á Landspítala erum því afar þakklát fyrir söfnunarátak Hollvina Grensáss og vonum að landsmenn sýni okkur stuðning.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira