Handbolti

Aftur­elding á toppinn með sigri í Garða­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson var óstöðvandi í kvöld.
Þorsteinn Leó Gunnarsson var óstöðvandi í kvöld. Vísir/Anton Brink

Afturelding lagði Stjörnuna í Olís deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur í Garðabænum 24-28. Sigurinn lyftir Aftureldingu tímabundið á topp deildarinnar.

Mosfellingar leiddu nærri allan leikinn, voru fjórum mörkum yfir í hálfleik og enduðu á að vinna með fjögurra marka mun.

Þorsteinn Leó Gunnarsson var frábær í liði Aftureldingar með 13 mörk en þar á eftir kom Blær Hinriksson með 10 mörk. Í markinu vörðu þeir Jovan Kukobat og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 11 skot.

Hjá heimamönnum í Stjörnunni var Hergeir Grímsson markahæstur með átta mörk og Pétur Árni Hauksson skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Í markinu varði Sigurður Dan Óskarsson níu skot.

Afturelding fer með sigrinum á topp deildarinnar með átta stig að loknum fimm leikjum. Stjarnan hefur á sama tíma aðeins unnið einn leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×