Allir fótboltastrákar á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 22:31 Strákarnir í Utah skólanum voru mjög sáttir með daginn. @utahfootball Skólaliðin í ameríska fótboltanum eru risastór auglýsing fyrir skólana enda háskólafótboltinn gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Leikmenn hafa í gegnum tíðina ekki fengið neitt þótt skólarnir hafi grætt mikið á liðum sínum. Nú er að verða breyting á því. Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína. Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum. Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum. Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins. Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500. Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Bílar Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjá meira
Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína. Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum. Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum. Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins. Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500. Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball)
Bílar Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjá meira