„Staðan er í einu orði sagt hryllileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2023 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig fyrir hryðjuverkaárásum Hamas-liða, og raunar bera skyldu til að verja borgara sína. Hún segir þó mikilvægt að ríkið haldi sig innan alþjóðalaga í átökunum. Hundruð hafa látist í átökum eftir árásir Hamas á Ísrael um helgina. „Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan. Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
„Staðan er í einu orði sagt hryllileg, og þessi hrikalega hryðjuverkaárás alveg ótrúlega grimmileg og hryllileg,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar rætt var við hana í beinni útsendingu í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. Sjá meira: Hamas-liðar segjast tilbúnir til viðræðna Hún telji marga í áfalli vegna stöðunnar, fyrst og síðast fólk á svæðinu. „Ísraelsmenn hafa kláran rétt til að verja sig og beinlínis skyldu til að verja sína borgara. En auðvitað þarf að halda því til haga að Ísrael þarf að halda sig innan alþjóðalaga, og að það eru ákveðnar reglur. Ég geri ráð fyrir því að Ísrael geri meiri kröfur til sjálfs sín í þeim efnum heldur en hryðjuverkasamtök. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að svara árásum Hamas af fullum þunga. Það verði meðal annars gert með því að loka fyrir rafmagn, vatn og birgðaflutninga til Gasastrandar. Þórdís Kolbrún segir þær aðgerðir óheimilar. „Aftur skiptir þess vegna máli að tala skýrt í þá veru að réttur Ísraels til að verja sig er algjör,“ sagði Þórdís Kolbrún, og ítrekaði að stjórnvöldum þar í landi bæri skylda til að vernda borgara sína, þó innan alþjóðalaga. Óttast helst stigmögnun „Það sem maður er auðvitað hræddur við er að þetta brjótist enn frekar út. Sem manneskja þá finnur maður til með saklausu fólki beggja vegna landamæra, sem eru á endanum alltaf þau sem helst verða fyrir barðinu á þessu. Þessi árás Hamas var beinlínis fókuseruð á saklausa borgara. Það er ekki mikið lengra sem þú getur gengið í hryllingnum,“ segir Þórdís Kolbrún. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að viðbrögð Ísraela við árásum Hamas liða um helgina kæmu til með að breyta Mið-Austurlöndum til frambúðar. Þórdís Kolbrún segir útlitið verulega svart. „Þetta er að stigmagnast, og inn í þetta koma svo atriði eins og Hezbollah og samhengi við önnur ríki. Aftur, þá held ég að okkur ætti að vera orðið ljóst að spennustigið í heiminum er að aukast. Það eru mjög vondar fréttir fyrir Ísland, þrátt fyrir að við séum hér á miðju hafi með fiska í kringum okkur. Þess vegna skiptir máli að afstaða okkar sé skýr, og við séum þjóð meðal þjóða sem talar fyrir því að alþjóðalög séu virt, landamæri séu virt og lögsaga sé virt. Vegna þess að það er það sem er rétt að gera, og það eru beinir hagsmunir gagnvart íslenskum almenningi og okkur sem fullvalda og sjálfstæðu ríki, sem er ekki heldur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut.“ Fyrr í dag var rætt við Þórdísi Kolbrúnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heyra má það viðtal í spilaranum hér að neðan.
Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira