Körfubolti

Bjó til myndir með liðum Subway deildarinnar með hjálp gervi­greindar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má fjögur dæmi um þessar myndir en þarna eru myndir fyrir Val, Tindastól, Álftanes og Njarðvík.
Hér má fjögur dæmi um þessar myndir en þarna eru myndir fyrir Val, Tindastól, Álftanes og Njarðvík. Gunnar Freyr Steinsson

Subway deild karla í körfubolta er farin af stað en fyrstu umferðinni lauk á Álftanesi á sunnudagskvöldið. Körfuboltaáhugamaðurinn Gunnar Freyr Steinsson hitaði upp fyrir komandi tímabil með því að fá gervigreindina með sér í lið.

Gunnar Freyr notaði nefnilega gervigreindina til að útbúa táknrænar myndir tengdar liðunum í úrvalsdeild karla sem eru tólf talsins. Hann nýtti sér þá sögu, nafn, eða gælunafn hvers félags til að kalla fram glæsilega veru sem gervigreindin setti síðan á mynd.

Liðin í Subway deild karla 2023-24 eru Tindastóll, Valur, Keflavík, Þór Þorlákshöfn, Stjarnan, Grindavík, Njarðvík, Haukar, Breiðablik, Höttur, Álftanes og Hamar.

Þarna má sjá Slátrarann frá Keflavík, krókódílinn frá Sauðárkróki, Valsfálkann, Haukinn úr Hafnarfirði, Lagafljótsorminn, Álftina af nesinu, frostrisann úr Hveragerði, geitina úr Grindavík, Kópinn úr Smáranum, Stjörnumanninn úr Garðabænum, ljónið úr Njarðvík og sjálfan Þór með hamarinn úr Þorlákshöfn.

Gunnar Freyr Steinsson hefur unnið fyrir íslenskan körfubolta í áratugi en hann á meðal annars allan heiðurinn að fyrstu alvöru heimasíðu sambandsins og þá hefur hann unnið með margs konar hætti fyrir körfuboltann þar á meðal í því að halda utan um tölfræði og sögu íslenska körfuboltans.

Það má sjá þessar mögnuðu myndir hans og gervigreindarinnar hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×