Gabríel nýr forseti Uppreisnar Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2023 08:27 Gabríel Ingimarsson er nýr forseti Uppreisnar. Uppreisn Gabríel Ingimarsson var kjörinn nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fram fór síðustu helgi. Hann hafði betur í forsetakjöri gegn Emmu Ósk Ragnarsdóttur. Í tilkynningu kemur fram að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála. Þá var Draumey Ósk Ómarsdóttir kjörinn varaforseti. Kosið var um fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn og hlutu kjör þau Emma Ósk Ragnarsdóttir, Einar Geir Jónasson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Máni Þór Magnason og Stefanía Reynisdóttir,“ segir í tilkynningunni. Nýkjörin stjórn Uppreisnar: Ingunn Rós Kristjándóttir, Gabríel Ingimarsson, Máni Þór Magnason og Einar Geir Jónsson. Neðri röð frá hægri til vinstri - Stefanía Reynisdóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Emma Ósk Ragnarsdóttir.Uppreisn Þar er haft eftir Gabríel að hann sé sannfærður um að frjálslynd stefna sé vel í stakk búin að kljást við brýn málefni samtímans. „Heilbrigðiskerfið hreinlega kallar eftir blönduðum rekstri, fasteignamarkaðurinn er í fjötrum regluverks og útgjaldablæti yfirvalda er komin út fyrir öll velsæmismörk - þrátt fyrir hækkun áfengisgjaldsins - og ungu fólki er sendur reikningurinn. Ég er spenntur að leiða Uppreisn áfram af krafti næsta árið, en falleg fyrirheit eru einskis virði ef þeim fylgir ekki áætlun. Þess vegna verður með mínum fyrstu verkum að hefja stefnumótandi vinnu fyrir félagið og undirbúa okkur fyrir kosningar sem gætu verið á næsta leyti ef marka má uppátæki ýmissa ráðherra hér á síðustu misserum,” segir Gabríel. Árleg Uppreisnarverðlaun veitt Á aðalfundinum voru hin árlegu Uppreisnarverðlaun veitt í sjötta sinn fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis, stofnunar eða samtaka. Ingileif Friðriksdóttir, Natan Kolbeinsson fráfarandi forseti Uppreisnar, og Eyþór Máni Stefánsson verkefnastjóri Hopp.Uppreisn „Einstaklingsverðlaunin voru veitt Ingileif Friðriksdóttur fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Í gegnum Hinseginleikann og viðamikla fræðslu hefur Ingileif verið mikilvæg í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Uppreisnarverðlaunin í flokki fyrirtækis, stofnunar eða samtaka voru veitt Hopp fyrir framlag sitt til aukins valfrelsis fólks í samgöngum ásamt því að auka samkeppni á leigubílamarkaði. Innkoma Hopp á leigubílamarkaðinn opnaði á samkeppni sem er neytendum ótvírætt til góða. Á rafhlaupahjóla-markaði hefur Hopp rutt brautina fyrir nýjum og skemmtilegum samgöngumáta sem hefur sett nýjan brag á borgina og fjölda annarra sveitarfélaga um land allt. Eyþór Máni Stefánsson, verkefnastjóri Hopp, tók á móti verðlaununum,“ segir í tilkynningunni. Viðreisn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála. Þá var Draumey Ósk Ómarsdóttir kjörinn varaforseti. Kosið var um fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn og hlutu kjör þau Emma Ósk Ragnarsdóttir, Einar Geir Jónasson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Máni Þór Magnason og Stefanía Reynisdóttir,“ segir í tilkynningunni. Nýkjörin stjórn Uppreisnar: Ingunn Rós Kristjándóttir, Gabríel Ingimarsson, Máni Þór Magnason og Einar Geir Jónsson. Neðri röð frá hægri til vinstri - Stefanía Reynisdóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Emma Ósk Ragnarsdóttir.Uppreisn Þar er haft eftir Gabríel að hann sé sannfærður um að frjálslynd stefna sé vel í stakk búin að kljást við brýn málefni samtímans. „Heilbrigðiskerfið hreinlega kallar eftir blönduðum rekstri, fasteignamarkaðurinn er í fjötrum regluverks og útgjaldablæti yfirvalda er komin út fyrir öll velsæmismörk - þrátt fyrir hækkun áfengisgjaldsins - og ungu fólki er sendur reikningurinn. Ég er spenntur að leiða Uppreisn áfram af krafti næsta árið, en falleg fyrirheit eru einskis virði ef þeim fylgir ekki áætlun. Þess vegna verður með mínum fyrstu verkum að hefja stefnumótandi vinnu fyrir félagið og undirbúa okkur fyrir kosningar sem gætu verið á næsta leyti ef marka má uppátæki ýmissa ráðherra hér á síðustu misserum,” segir Gabríel. Árleg Uppreisnarverðlaun veitt Á aðalfundinum voru hin árlegu Uppreisnarverðlaun veitt í sjötta sinn fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis, stofnunar eða samtaka. Ingileif Friðriksdóttir, Natan Kolbeinsson fráfarandi forseti Uppreisnar, og Eyþór Máni Stefánsson verkefnastjóri Hopp.Uppreisn „Einstaklingsverðlaunin voru veitt Ingileif Friðriksdóttur fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Í gegnum Hinseginleikann og viðamikla fræðslu hefur Ingileif verið mikilvæg í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Uppreisnarverðlaunin í flokki fyrirtækis, stofnunar eða samtaka voru veitt Hopp fyrir framlag sitt til aukins valfrelsis fólks í samgöngum ásamt því að auka samkeppni á leigubílamarkaði. Innkoma Hopp á leigubílamarkaðinn opnaði á samkeppni sem er neytendum ótvírætt til góða. Á rafhlaupahjóla-markaði hefur Hopp rutt brautina fyrir nýjum og skemmtilegum samgöngumáta sem hefur sett nýjan brag á borgina og fjölda annarra sveitarfélaga um land allt. Eyþór Máni Stefánsson, verkefnastjóri Hopp, tók á móti verðlaununum,“ segir í tilkynningunni.
Viðreisn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira