Vaktin: Ástandið og árásirnar verri en áður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. október 2023 21:00 Íbúar Gasastrandarinnar leita í rústum húss. Þeir segja árásir Ísraelsmanna vera verri en áður. AP/Fatima Shbair Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau. Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau. Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent